Guðrún Karítas fjórða í öllum Bandaríkjunum eftir hrinu Íslandsmeta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 10:31 Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir er 21 árs gömul og hún er á sínu þriðja ári í Virginia Commonwealth University, @vcutracknxc) ÍR-ingurinn Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir er að gera frábæra hluti á þessu tímabili í háskólakeppninni í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Hún hefur margbætt Íslandsmetið á árinu 2024. Guðrún Karítas er 21 árs gömul og hún er á sínu þriðja ári í Virginia Commonwealth University, VCU, sem er skóli í Richmond í Virginíu fylki á austurströnd Bandaríkjanna. Það er óhætt að segja að hún sé að blómstra á þessu tímabili í íþrótt sinni að kasta 9,08 kílóa lóði. Guðrún Karítas kastar síðan sleggju á sumrin. Guðrún Karítas hefur sett Íslandsmet í lóðakasti á þremur síðustu helgum og alls bætt gamla metið sitt um meira en 2,4 metra á aðeins nokkrum vikum. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðrún byrjaði á því að kasta fjórum sinnum yfir gamla Íslandsmetinu á fyrsta mótinu. Lengsta kastið hennar var 20,37 metrar en gamla metið frá árinu 2023 var 20,03 metrar. Á því næsta kastaði hún 21,87 metra og bætti þar því metið um einn og hálfan metra. Hún bar sigur úr býtum á því móti. Guðrún Karítas keppti síðan á Doc Hale VT Meet í Blacksburg, Virginia um síðustu helgi og bætti þá eigið met enn og aftur sem gerir þetta enn og aftur að besta árangri í lóðkasti kvenna frá upphafi.Hún kastaði lóðinu 22,44 metra en það er rúmlega hálfs metra bæting hjá Guðrúnu og dugði henni til sigurs á mótinu. Hún er að sjálfsögðu að bæta skólametið hjá VCU í leiðinni.Með þessum árangri komst Guðrún líka upp í fjórða sætið yfir besta árangurinn í lóðakasti í háskólakeppninni í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Skólinn hennar segir frá þessu á heimasíðu sinni. View this post on Instagram A post shared by VCU Track & XC (@vcutracknxc) Frjálsar íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira
Guðrún Karítas er 21 árs gömul og hún er á sínu þriðja ári í Virginia Commonwealth University, VCU, sem er skóli í Richmond í Virginíu fylki á austurströnd Bandaríkjanna. Það er óhætt að segja að hún sé að blómstra á þessu tímabili í íþrótt sinni að kasta 9,08 kílóa lóði. Guðrún Karítas kastar síðan sleggju á sumrin. Guðrún Karítas hefur sett Íslandsmet í lóðakasti á þremur síðustu helgum og alls bætt gamla metið sitt um meira en 2,4 metra á aðeins nokkrum vikum. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðrún byrjaði á því að kasta fjórum sinnum yfir gamla Íslandsmetinu á fyrsta mótinu. Lengsta kastið hennar var 20,37 metrar en gamla metið frá árinu 2023 var 20,03 metrar. Á því næsta kastaði hún 21,87 metra og bætti þar því metið um einn og hálfan metra. Hún bar sigur úr býtum á því móti. Guðrún Karítas keppti síðan á Doc Hale VT Meet í Blacksburg, Virginia um síðustu helgi og bætti þá eigið met enn og aftur sem gerir þetta enn og aftur að besta árangri í lóðkasti kvenna frá upphafi.Hún kastaði lóðinu 22,44 metra en það er rúmlega hálfs metra bæting hjá Guðrúnu og dugði henni til sigurs á mótinu. Hún er að sjálfsögðu að bæta skólametið hjá VCU í leiðinni.Með þessum árangri komst Guðrún líka upp í fjórða sætið yfir besta árangurinn í lóðakasti í háskólakeppninni í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Skólinn hennar segir frá þessu á heimasíðu sinni. View this post on Instagram A post shared by VCU Track & XC (@vcutracknxc)
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira