Hlær að samsæriskenningum um Swift og Super Bowl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2024 10:32 Taylor Swift í faðmi kærastans, Travis Kelce. getty/Rob Carr Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, blæs á samsæriskenningar tengdar Taylor Swift og Super Bowl sem fer fram á sunnudaginn. Eins og allir vita er Swift í sambandi með Travis Kelce, leikmanni Kansas City Chiefs sem mætir San Francisco 49ers í Super Bowl. Höfðingjarnir eiga titil að verja en þeir hafa komist í Super Bowl fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Fólk með ríkt ímyndunarafl á hægri væng stjórnmálanna í Bandaríkjunum hefur haldið því fram að samband Swifts og Kelces og sú staðreynd að Chiefs sé komið í Super Bowl sé allt hluti af samsæri að tryggja endurkjör Joes Biden Bandaríkjaforseta. Goodell hlær að þessum samsæriskenningum. „Ég er ekki svona góður handritshöfundur. Það er kjaftæði að þetta sé allt fyrirfram ákveðið. Þetta er ekki þess virði að eyða orðum í,“ sagði Goodell. Hann kveðst hæstánægður með áhrif Swifts á NFL. „Hún er einstakur flytjandi, einn af þeim bestu. Taylor Swift áhrifin eru bara jákvæð. Travis og Taylor eru yndislegt ungt fólk og virðast vera mjög hamingjusöm. Hún veit hvað góð skemmtun er og ég held að þess vegna elski hún NFL. Það er frábært að hún sé hluti af þessu.“ Swift þarf að hafa sig alla við ef hún ætlar að geta mætt á Super Bowl. Á laugardaginn spilar hún nefnilega á tónleikum í Tókýó. Eftir þá þarf hún að koma sér til Las Vegas þar sem Super Bowl fer fram. Flugið frá Tókýó til Las Vegas tekur 10-12 klukkutíma. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta 5. nóvember. Biden býður sig fram til endurkjörs en líklega verður andstæðingur hans úr Repúblikanaflokknum sá sami og 2020; Donald Trump. NFL Tónlist Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Ofurskálin Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Sjá meira
Eins og allir vita er Swift í sambandi með Travis Kelce, leikmanni Kansas City Chiefs sem mætir San Francisco 49ers í Super Bowl. Höfðingjarnir eiga titil að verja en þeir hafa komist í Super Bowl fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Fólk með ríkt ímyndunarafl á hægri væng stjórnmálanna í Bandaríkjunum hefur haldið því fram að samband Swifts og Kelces og sú staðreynd að Chiefs sé komið í Super Bowl sé allt hluti af samsæri að tryggja endurkjör Joes Biden Bandaríkjaforseta. Goodell hlær að þessum samsæriskenningum. „Ég er ekki svona góður handritshöfundur. Það er kjaftæði að þetta sé allt fyrirfram ákveðið. Þetta er ekki þess virði að eyða orðum í,“ sagði Goodell. Hann kveðst hæstánægður með áhrif Swifts á NFL. „Hún er einstakur flytjandi, einn af þeim bestu. Taylor Swift áhrifin eru bara jákvæð. Travis og Taylor eru yndislegt ungt fólk og virðast vera mjög hamingjusöm. Hún veit hvað góð skemmtun er og ég held að þess vegna elski hún NFL. Það er frábært að hún sé hluti af þessu.“ Swift þarf að hafa sig alla við ef hún ætlar að geta mætt á Super Bowl. Á laugardaginn spilar hún nefnilega á tónleikum í Tókýó. Eftir þá þarf hún að koma sér til Las Vegas þar sem Super Bowl fer fram. Flugið frá Tókýó til Las Vegas tekur 10-12 klukkutíma. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta 5. nóvember. Biden býður sig fram til endurkjörs en líklega verður andstæðingur hans úr Repúblikanaflokknum sá sami og 2020; Donald Trump.
NFL Tónlist Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Ofurskálin Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Sjá meira