Sigurbjörn Árni fór á kostum í lýsingu á Íslandsmeti Baldvins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 09:31 Sigurbjörn Árna Arngrímsson og Baldvin Þór Magnússon fóru báðir á kostum í gær. Samsett/Vilhelm og icelandathletics Baldvin Þór Magnússon bætti 44 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í gær og ekki skemmdi fyrir að hann sló metið á Íslandi og að Sigurbjörn Árna Arngrímsson var að lýsa hlaupinu. Baldvin hefur sett mörg Íslandsmet á síðustu árum en hann hefur verið að slá metin erlendis þar sem hann hefur verið við nám. Nú var hann nýkominn heim úr æfingabúðum í Kenía og keppti í Laugardalshöllinni. Hann fékk héra frá Noregi og það var allt gert til þess að metið myndi falla. Baldvin stóðst pressuna og hljóp 1.500 metrana frábærlega. Hann sló ekki aðeins Íslandsmet Jón Diðrikssonar frá 1980 heldur bætti hann það um fjórar sekúndur. Sigurbjörn Árni fór líka á kostum í lýsingunni á hlaupinu en skólameistarinn á Laugum er þekktur fyrir frábærar lýsingar sínar á frjálsíþróttamótum. Ríkissjónvarpið sýndi beint frá mótinu og hefur nú sett inn klippu með metinu í lýsingu Sigurbjörns Árna. „Hvor þeirra verður sterkari. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann, hugsaðu um tímann,“ sagði Sigurbjörn þegar honum fannst Baldvin vera að hægja aðeins ferðina en var fljótur að átta sig á því að metið var að falla. „Þetta verður Íslandsmet! Þið munið sjá Íslandsmet hér. Baldvin Þór Magnússon setur hér Íslandsmet,“ sagði Sigurbjörn í lýsingunni. „Þetta er alveg geggjað? Algjörlega geggjað. Jahérna hér,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá brot úr henni hér fyrir neðan. Baldvin Þór Magnússon setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi karla innanhúss á Reykjavíkurleikunum. Hann sló 44 ára gamalt met. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann! Þetta verður Íslandsmet! Hér er lokaspretturinn þar sem Sigurbjörn Árni fer á kostum pic.twitter.com/HMCfzhQOBn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 4, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira
Baldvin hefur sett mörg Íslandsmet á síðustu árum en hann hefur verið að slá metin erlendis þar sem hann hefur verið við nám. Nú var hann nýkominn heim úr æfingabúðum í Kenía og keppti í Laugardalshöllinni. Hann fékk héra frá Noregi og það var allt gert til þess að metið myndi falla. Baldvin stóðst pressuna og hljóp 1.500 metrana frábærlega. Hann sló ekki aðeins Íslandsmet Jón Diðrikssonar frá 1980 heldur bætti hann það um fjórar sekúndur. Sigurbjörn Árni fór líka á kostum í lýsingunni á hlaupinu en skólameistarinn á Laugum er þekktur fyrir frábærar lýsingar sínar á frjálsíþróttamótum. Ríkissjónvarpið sýndi beint frá mótinu og hefur nú sett inn klippu með metinu í lýsingu Sigurbjörns Árna. „Hvor þeirra verður sterkari. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann, hugsaðu um tímann,“ sagði Sigurbjörn þegar honum fannst Baldvin vera að hægja aðeins ferðina en var fljótur að átta sig á því að metið var að falla. „Þetta verður Íslandsmet! Þið munið sjá Íslandsmet hér. Baldvin Þór Magnússon setur hér Íslandsmet,“ sagði Sigurbjörn í lýsingunni. „Þetta er alveg geggjað? Algjörlega geggjað. Jahérna hér,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá brot úr henni hér fyrir neðan. Baldvin Þór Magnússon setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi karla innanhúss á Reykjavíkurleikunum. Hann sló 44 ára gamalt met. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann! Þetta verður Íslandsmet! Hér er lokaspretturinn þar sem Sigurbjörn Árni fer á kostum pic.twitter.com/HMCfzhQOBn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 4, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira