Innlent

Vaktin: Lítil virkni í einu gos­opi

Jón Þór Stefánsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Margrét Björk Jónsdóttir, Atli Ísleifsson, Vésteinn Örn Pétursson og Bjarki Sigurðsson skrifa
Þrjú hús hafa orðið hrauninu að bráð við götuna Efrahóp.
Þrjú hús hafa orðið hrauninu að bráð við götuna Efrahóp. Vísir/Arnar

Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. 

  • Hraunstreymi úr syðri sprungunni, sem er rétt norðan byggðar, fjaraði út í nótt. 
  • Talið er að þrjú hús hafi orðið hrauninu að bráð. Svo virðist sem litlu hafi munað á því að fjórða húsið hlyti sömu örlög.
  • Enn er hraunstreymi úr hinni sprungunni, sem er norðar.
  • Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga.
  • Sprungur í og við Grindavík hafa stækkað og telur jarðeðlisfræðingur líkur á nýjum gosopum. 

Að neðan má sjá beina útsendingu frá gosstöðvunum á Stöð 2 Vísi.

Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×