Búist við snjókomu og brjáluðu veðri þegar Bills taka á móti Steelers Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 11:30 Leikmenn Buffalo Bills eru ekki óvanir því að leika í snjókomu. Vísir/Getty Veður gæti sett strik í reikninginn í tveimur leikjum NFL-deildarinnar um helgina. Búið er að senda út viðvörðun til stuðningsmanna vegna ofsaveðurs sem framundan er. Wild Card-helgin í NFL-deildinni er framundan og fer af stað í kvöld með leik Houston Texans og Cleveland Browns. Seinni leikur kvöldsins er leikur Kansas City Chiefs og Miami Dolphins og sólarstrákarnir frá Flórída þurfa að vera viðbúnir öðruvísi loftslagi í Kansas en þeir eru vanir. BREAKING: National Weather Service says all fans at the #Chiefs, #Dolphins game have to Cover all extremities including your head and face. It will be extremely dangerous temperatures, the NWS says. There will be a wind chill of NEGATIVE 30 DEGREES. pic.twitter.com/o8IcfZ5WUS— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Þegar leikurinn fer fram á morgun er búist við nístingskulda og í frétt Athletic um málið er haft eftir veðurfræðingi AccuWeather að búist sé við átta mínusgráðum í Kansas og vindkælingin gæti orðið allt að þrjátíu gráður í mínus. Leikur Chiefs og Dolphins er þó ekki eini leikurinn sem veðrið mun hafa áhrif á. Leikur Buffalo Bills og Pittsburgh Steelers fer fram í Buffalo annað kvöld og þar er búist við snjókomu og miklu hvassviðri. BREAKING: The current view of the #Bills stadium for their game vs. the #Steelers.The team is now asking FANS to sign up and help clear it out pic.twitter.com/LRsPuTtw5B— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Snjókoman í Buffalo gæti gert áhorfendum erfitt fyrir að komast á Highmark-leikvanginn til að sjá leikinn en í gær biðlaði félagið til stuðningsmanna að mæta á svæðið og hjálpa til við að moka snjó af vellinum. Félagið var tilbúið að greiða hverjum sem kæmi 20 dollara á klukkutímann fyrir snjómoksturinn. Samkvæmt spám gætu hviður í New York-ríki farið í allt að 30 metra á sekúndu en NFL-deildin er ekki beint þekkt fyrir að fresta leikjum þrátt fyrir válynd veður. Ríkisstjóri New York hefur lýst yfir neyðarástandi í Vesturhluta ríkisins. BREAKING: Governor Kathy Hochul declared a State of Emergency for Western New York, there will be WHITEOUT during the #Steelers, #Bills game. 65 MPH winds, frigid wind chills and blowing lake-effect snow, and blizzard conditions are expected, along with a FOOT of snow (ABC) pic.twitter.com/DzwAKa08m7— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Leikur Houston Texans og Cleveland Browns verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kukkan 21:30 í kvöld og klukkan 01:00 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Miami Dolphins. NFL Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Wild Card-helgin í NFL-deildinni er framundan og fer af stað í kvöld með leik Houston Texans og Cleveland Browns. Seinni leikur kvöldsins er leikur Kansas City Chiefs og Miami Dolphins og sólarstrákarnir frá Flórída þurfa að vera viðbúnir öðruvísi loftslagi í Kansas en þeir eru vanir. BREAKING: National Weather Service says all fans at the #Chiefs, #Dolphins game have to Cover all extremities including your head and face. It will be extremely dangerous temperatures, the NWS says. There will be a wind chill of NEGATIVE 30 DEGREES. pic.twitter.com/o8IcfZ5WUS— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Þegar leikurinn fer fram á morgun er búist við nístingskulda og í frétt Athletic um málið er haft eftir veðurfræðingi AccuWeather að búist sé við átta mínusgráðum í Kansas og vindkælingin gæti orðið allt að þrjátíu gráður í mínus. Leikur Chiefs og Dolphins er þó ekki eini leikurinn sem veðrið mun hafa áhrif á. Leikur Buffalo Bills og Pittsburgh Steelers fer fram í Buffalo annað kvöld og þar er búist við snjókomu og miklu hvassviðri. BREAKING: The current view of the #Bills stadium for their game vs. the #Steelers.The team is now asking FANS to sign up and help clear it out pic.twitter.com/LRsPuTtw5B— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Snjókoman í Buffalo gæti gert áhorfendum erfitt fyrir að komast á Highmark-leikvanginn til að sjá leikinn en í gær biðlaði félagið til stuðningsmanna að mæta á svæðið og hjálpa til við að moka snjó af vellinum. Félagið var tilbúið að greiða hverjum sem kæmi 20 dollara á klukkutímann fyrir snjómoksturinn. Samkvæmt spám gætu hviður í New York-ríki farið í allt að 30 metra á sekúndu en NFL-deildin er ekki beint þekkt fyrir að fresta leikjum þrátt fyrir válynd veður. Ríkisstjóri New York hefur lýst yfir neyðarástandi í Vesturhluta ríkisins. BREAKING: Governor Kathy Hochul declared a State of Emergency for Western New York, there will be WHITEOUT during the #Steelers, #Bills game. 65 MPH winds, frigid wind chills and blowing lake-effect snow, and blizzard conditions are expected, along with a FOOT of snow (ABC) pic.twitter.com/DzwAKa08m7— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Leikur Houston Texans og Cleveland Browns verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kukkan 21:30 í kvöld og klukkan 01:00 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Miami Dolphins.
NFL Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira