Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Eygló birti í dag.
Þar skrifar hún „Búin að ljúka sveinsprófi í matreiðslu! Fyrir nokkrum árum lofaði ég að gera meira skemmtilegt: Byggja blokk, verða kokkur og ljúka við torfbæinn minn - og helst fyrir fimmtugt. Nú get ég strikað yfir kokkinn og blokkina á to do listanum.“
Í færslunni þakkar Eygló sérstaklega meistara sínum, Ólafi Helga Kristjánssyni og konu hans, Sólveigu Júlíönu Guðmundsdóttur, hjá Brasserie Kárnes. Hún þakkar einnig öllum dásamlegu kennurunum sínum í Menntaskólanum í Kópavogi, vaktstjórum og öllu frábæra fólkinu sem hún kynntist í náminu.
„Matreiðslunámið er eitt það allra erfiðasta sem ég hef gert, - leið stundum eins og ég hefði verið að hlaupa hálft maraþon eftir hverja tólf tíma vakt og að ég gæti bara eldað vondan mat í samanburði við alla snillingana sem ég var að vinna með,“ segir hún jafnramt.
Eygló endar færsluna á orðunum „Nú er bara að finna þessa sparsl spaða…“ Það er spurning hvort hún eigi við um blokkina sem hún ætlar að byggja eða torfbæinn sem á eftir að ljúka við.