Íþróttastjarna fannst látin í bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 06:30 Benjamin Kiplagat sést hér keppa fyrir Úganda á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Getty/Paul Gilham Íþróttaheimurinn syrgir nú millivegahlauparann Benjamin Kiplagat sem lést á Gamlársdag aðeins 34 ára gamall. Kiplagat var myrtur en hann fannst látinn í bíl í útjaðri Eldoret borgar sem er sú borg í Kenía sem státar af stærstu æfingamiðstöð þjóðarinnar. Uganda Daily Monitor sagði frá því að Kiplagat hafi verið stunginn til bana en hann er frá Úganda. Kiplagat fannst í bílnum með djúpt sár í hálsinum. World Athletics is shocked and saddened to hear of the passing of Benjamin Kiplagat. We send our deepest condolences to his friends, family, teammates and fellow athletes. Our thoughts are with them all at this difficult time. https://t.co/x74j5xRvex pic.twitter.com/XvW8k5Gwss— World Athletics (@WorldAthletics) December 31, 2023 Rannsókn fór strax af stað og leituðu lögreglumenn að vísbendingum á morðstaðnum. Þeir komust yfir upptökur úr öryggismyndavél á morðstaðnum og hafa nú handtekið tvo menn í tengslum við morðið. „Frjálsíþróttaheimurinn er í áfalli og mjög dapur yfir fréttum af dauða Benjamin Kiplagat. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, liðsfélaga og allra sem þekktu hann,“ sagði í færslu á samfélagsmiðlum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Kiplagat átti átján ára feril þar sem hann vann meðal annars silfur á HM unglinga 2008 og brons á afríska meistaramótinu 2012. Í bæði skiptin í 3000 metra hindrunarhlaupi sem var hans aðalgrein. Hann komst síðan í undanúrslit á Ólympíuleikunum í London 2012 í sömu grein og tók líka þátt í leikunum í Ríó árið 2016. Kiplagat náði sínum besta tíma í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hann hljóp á 8:03.81 mínútum í Lausanne árið 2010. Síðasta stórmót hans var HM í Dóha í Katar árið 2019 þar sem hann endaði í átjánda sæti. Morðið á Kiplagat kemur aðeins rúmu einu ári eftir að maraþonkonan Agnes Tirop var stungin til bana. Benjamin Kiplagat Murder Probe:CCTV footage shows two suspects at the crime scene in the murder of athlete Benjamin Kiplagat in Eldoret.#NTVTonight @SmritiVidyarthi @Loise_Wangui pic.twitter.com/68ekgZD5LB— NTV Kenya (@ntvkenya) January 1, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Sjá meira
Kiplagat var myrtur en hann fannst látinn í bíl í útjaðri Eldoret borgar sem er sú borg í Kenía sem státar af stærstu æfingamiðstöð þjóðarinnar. Uganda Daily Monitor sagði frá því að Kiplagat hafi verið stunginn til bana en hann er frá Úganda. Kiplagat fannst í bílnum með djúpt sár í hálsinum. World Athletics is shocked and saddened to hear of the passing of Benjamin Kiplagat. We send our deepest condolences to his friends, family, teammates and fellow athletes. Our thoughts are with them all at this difficult time. https://t.co/x74j5xRvex pic.twitter.com/XvW8k5Gwss— World Athletics (@WorldAthletics) December 31, 2023 Rannsókn fór strax af stað og leituðu lögreglumenn að vísbendingum á morðstaðnum. Þeir komust yfir upptökur úr öryggismyndavél á morðstaðnum og hafa nú handtekið tvo menn í tengslum við morðið. „Frjálsíþróttaheimurinn er í áfalli og mjög dapur yfir fréttum af dauða Benjamin Kiplagat. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, liðsfélaga og allra sem þekktu hann,“ sagði í færslu á samfélagsmiðlum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Kiplagat átti átján ára feril þar sem hann vann meðal annars silfur á HM unglinga 2008 og brons á afríska meistaramótinu 2012. Í bæði skiptin í 3000 metra hindrunarhlaupi sem var hans aðalgrein. Hann komst síðan í undanúrslit á Ólympíuleikunum í London 2012 í sömu grein og tók líka þátt í leikunum í Ríó árið 2016. Kiplagat náði sínum besta tíma í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hann hljóp á 8:03.81 mínútum í Lausanne árið 2010. Síðasta stórmót hans var HM í Dóha í Katar árið 2019 þar sem hann endaði í átjánda sæti. Morðið á Kiplagat kemur aðeins rúmu einu ári eftir að maraþonkonan Agnes Tirop var stungin til bana. Benjamin Kiplagat Murder Probe:CCTV footage shows two suspects at the crime scene in the murder of athlete Benjamin Kiplagat in Eldoret.#NTVTonight @SmritiVidyarthi @Loise_Wangui pic.twitter.com/68ekgZD5LB— NTV Kenya (@ntvkenya) January 1, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Sjá meira