Eurovision-stjörnur á Tenerife um áramótin Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. desember 2023 19:01 Páll Óskar virkar afar spenntur fyrir komandi dögum og nóttum á Tenerife. Farþegar með flugi Play til Tenerife í morgunsárið höfðu mögulega einhverjir áhyggjur af því að geta ekki dottað í vélinni enda miklir söngfuglar um borð. Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er á leiðinni í sólina á Tenerife að trylla lýðinn á árlegu gamlársballi. Hann segist ætla að bjóða upp á alvöru gleðisprengju eins og þær gerast bestar. Páll Óskar var strax kominn í gír á Keflavíkurflugvelli fyrir flugtak um níuleytið í morgun. Hann söng reyndar ekki fyrir farþega í fluginu heldur gluggaði aðeins í bókina sem hann keypti í flugstöðinni, ævisögu Britney Spears. Poppstjarna les um poppstjörnu. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Páll Óskar keppti fyrir Íslands hönd árið 1997 á Írlandi með laginu Minn hinsti dans. Flutningurinn var eftirminnilegur en lagið hafnaði í neðsta sæti. Tveimur árum síðar komst Ísland nærri sigri þegar Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með lagið All out of luck eftir að hafa leitt stigagjöfina lengi vel. Selma keppti aftur í keppninni í Úkraínu 2005. Laginu If I had your Love var spáð góðu gengi en komst ekki í gegnum undanúrslitin. Selma Björns var einnig í morgunfluginu til Tenerife og ætlar greinilega að láta sólargeislana leika við kroppinn yfir áramótin ásamt stórvinkonu sinni, Regínu Ósk Óskarsdóttur, útvarpskonu á K100. Óhætt er að segja að um söngelskar Eurovison vinkonur sé að ræða. Regína Ósk keppti í Eurovision með Friðriki Ómari Hjörleifssyni árið 2008 með smellinum This is My Life sem hafnaði í ellefta sæti. Hvort Páll Óskar nái að semja við þær Selmu og Regínu um að syngja á áramótaballinu á Tenerife verður að koma í ljós. Mögulega nýta þær kærkomið tækifæri og hvíla röddina fyrir árið sem fram undan er. Eurovision Íslendingar erlendis Áramót Kanaríeyjar Tengdar fréttir Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01 Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. 21. desember 2023 14:28 Fann ástina í faðmi flóttamanns frá Venesúela Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoðsögn Íslands, er trúlofaður. Hann greindi tónleikagestum frá því á aðventutónleikum um helgina og sagðist hlakka til fyrstu jólanna með ástinni sinni. 6. desember 2023 12:30 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er á leiðinni í sólina á Tenerife að trylla lýðinn á árlegu gamlársballi. Hann segist ætla að bjóða upp á alvöru gleðisprengju eins og þær gerast bestar. Páll Óskar var strax kominn í gír á Keflavíkurflugvelli fyrir flugtak um níuleytið í morgun. Hann söng reyndar ekki fyrir farþega í fluginu heldur gluggaði aðeins í bókina sem hann keypti í flugstöðinni, ævisögu Britney Spears. Poppstjarna les um poppstjörnu. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Páll Óskar keppti fyrir Íslands hönd árið 1997 á Írlandi með laginu Minn hinsti dans. Flutningurinn var eftirminnilegur en lagið hafnaði í neðsta sæti. Tveimur árum síðar komst Ísland nærri sigri þegar Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með lagið All out of luck eftir að hafa leitt stigagjöfina lengi vel. Selma keppti aftur í keppninni í Úkraínu 2005. Laginu If I had your Love var spáð góðu gengi en komst ekki í gegnum undanúrslitin. Selma Björns var einnig í morgunfluginu til Tenerife og ætlar greinilega að láta sólargeislana leika við kroppinn yfir áramótin ásamt stórvinkonu sinni, Regínu Ósk Óskarsdóttur, útvarpskonu á K100. Óhætt er að segja að um söngelskar Eurovison vinkonur sé að ræða. Regína Ósk keppti í Eurovision með Friðriki Ómari Hjörleifssyni árið 2008 með smellinum This is My Life sem hafnaði í ellefta sæti. Hvort Páll Óskar nái að semja við þær Selmu og Regínu um að syngja á áramótaballinu á Tenerife verður að koma í ljós. Mögulega nýta þær kærkomið tækifæri og hvíla röddina fyrir árið sem fram undan er.
Eurovision Íslendingar erlendis Áramót Kanaríeyjar Tengdar fréttir Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01 Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. 21. desember 2023 14:28 Fann ástina í faðmi flóttamanns frá Venesúela Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoðsögn Íslands, er trúlofaður. Hann greindi tónleikagestum frá því á aðventutónleikum um helgina og sagðist hlakka til fyrstu jólanna með ástinni sinni. 6. desember 2023 12:30 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01
Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. 21. desember 2023 14:28
Fann ástina í faðmi flóttamanns frá Venesúela Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoðsögn Íslands, er trúlofaður. Hann greindi tónleikagestum frá því á aðventutónleikum um helgina og sagðist hlakka til fyrstu jólanna með ástinni sinni. 6. desember 2023 12:30