Eurovision-stjörnur á Tenerife um áramótin Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. desember 2023 19:01 Páll Óskar virkar afar spenntur fyrir komandi dögum og nóttum á Tenerife. Farþegar með flugi Play til Tenerife í morgunsárið höfðu mögulega einhverjir áhyggjur af því að geta ekki dottað í vélinni enda miklir söngfuglar um borð. Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er á leiðinni í sólina á Tenerife að trylla lýðinn á árlegu gamlársballi. Hann segist ætla að bjóða upp á alvöru gleðisprengju eins og þær gerast bestar. Páll Óskar var strax kominn í gír á Keflavíkurflugvelli fyrir flugtak um níuleytið í morgun. Hann söng reyndar ekki fyrir farþega í fluginu heldur gluggaði aðeins í bókina sem hann keypti í flugstöðinni, ævisögu Britney Spears. Poppstjarna les um poppstjörnu. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Páll Óskar keppti fyrir Íslands hönd árið 1997 á Írlandi með laginu Minn hinsti dans. Flutningurinn var eftirminnilegur en lagið hafnaði í neðsta sæti. Tveimur árum síðar komst Ísland nærri sigri þegar Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með lagið All out of luck eftir að hafa leitt stigagjöfina lengi vel. Selma keppti aftur í keppninni í Úkraínu 2005. Laginu If I had your Love var spáð góðu gengi en komst ekki í gegnum undanúrslitin. Selma Björns var einnig í morgunfluginu til Tenerife og ætlar greinilega að láta sólargeislana leika við kroppinn yfir áramótin ásamt stórvinkonu sinni, Regínu Ósk Óskarsdóttur, útvarpskonu á K100. Óhætt er að segja að um söngelskar Eurovison vinkonur sé að ræða. Regína Ósk keppti í Eurovision með Friðriki Ómari Hjörleifssyni árið 2008 með smellinum This is My Life sem hafnaði í ellefta sæti. Hvort Páll Óskar nái að semja við þær Selmu og Regínu um að syngja á áramótaballinu á Tenerife verður að koma í ljós. Mögulega nýta þær kærkomið tækifæri og hvíla röddina fyrir árið sem fram undan er. Eurovision Íslendingar erlendis Áramót Kanaríeyjar Tengdar fréttir Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01 Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. 21. desember 2023 14:28 Fann ástina í faðmi flóttamanns frá Venesúela Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoðsögn Íslands, er trúlofaður. Hann greindi tónleikagestum frá því á aðventutónleikum um helgina og sagðist hlakka til fyrstu jólanna með ástinni sinni. 6. desember 2023 12:30 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er á leiðinni í sólina á Tenerife að trylla lýðinn á árlegu gamlársballi. Hann segist ætla að bjóða upp á alvöru gleðisprengju eins og þær gerast bestar. Páll Óskar var strax kominn í gír á Keflavíkurflugvelli fyrir flugtak um níuleytið í morgun. Hann söng reyndar ekki fyrir farþega í fluginu heldur gluggaði aðeins í bókina sem hann keypti í flugstöðinni, ævisögu Britney Spears. Poppstjarna les um poppstjörnu. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Páll Óskar keppti fyrir Íslands hönd árið 1997 á Írlandi með laginu Minn hinsti dans. Flutningurinn var eftirminnilegur en lagið hafnaði í neðsta sæti. Tveimur árum síðar komst Ísland nærri sigri þegar Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með lagið All out of luck eftir að hafa leitt stigagjöfina lengi vel. Selma keppti aftur í keppninni í Úkraínu 2005. Laginu If I had your Love var spáð góðu gengi en komst ekki í gegnum undanúrslitin. Selma Björns var einnig í morgunfluginu til Tenerife og ætlar greinilega að láta sólargeislana leika við kroppinn yfir áramótin ásamt stórvinkonu sinni, Regínu Ósk Óskarsdóttur, útvarpskonu á K100. Óhætt er að segja að um söngelskar Eurovison vinkonur sé að ræða. Regína Ósk keppti í Eurovision með Friðriki Ómari Hjörleifssyni árið 2008 með smellinum This is My Life sem hafnaði í ellefta sæti. Hvort Páll Óskar nái að semja við þær Selmu og Regínu um að syngja á áramótaballinu á Tenerife verður að koma í ljós. Mögulega nýta þær kærkomið tækifæri og hvíla röddina fyrir árið sem fram undan er.
Eurovision Íslendingar erlendis Áramót Kanaríeyjar Tengdar fréttir Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01 Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. 21. desember 2023 14:28 Fann ástina í faðmi flóttamanns frá Venesúela Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoðsögn Íslands, er trúlofaður. Hann greindi tónleikagestum frá því á aðventutónleikum um helgina og sagðist hlakka til fyrstu jólanna með ástinni sinni. 6. desember 2023 12:30 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01
Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. 21. desember 2023 14:28
Fann ástina í faðmi flóttamanns frá Venesúela Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoðsögn Íslands, er trúlofaður. Hann greindi tónleikagestum frá því á aðventutónleikum um helgina og sagðist hlakka til fyrstu jólanna með ástinni sinni. 6. desember 2023 12:30