Keppnisferð Söru breyttist í mikla ævintýraferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 08:30 Sara Sigmundsdóttir gat ekki keppt en nýtt ferðina til Ástralíu samt vel. @sarasigmunds Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Sara Sigmundsdóttir hafi gert gott úr ferðinni til Ástralíu þrátt fyrir mótlæti og enn ein vonbrigðin. Sara flaug hálfan hnöttinn og alla leið til Ástralíu til að keppa á Down Under Championship mótinu sem fór fram á dögunum. Ekkert varð þó af því að hún keppti þar. Sara var mætt snemma út og ætlaði að stimpla sig aftur inn eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti á Rouge Invitational mótinu og ekki náð að komast inn á heimsleikana síðasta haust. Mótlæti og meiðsli hafa herjað á okkar konu síðustu árum eða allar götur síðan hún sleit krossband rétt fyrir 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Í undirbúningi sínum fyrir mótið í Wollongong í New South Wales þá fór Sara hins vegar að finna til óþæginda þegar hún hljóp og þetta ágerðist meira og meira. Á endanum var það eina skynsamlega í stöðunni að hætta við keppni og reyna að ná sér góðri fyrir komandi tímabil. Sara hefur ekki verið með á heimsleikunum þrjú undanfarin ár og þarf að mæta heil inn í komandi CrossFit tímabil ef hún ætlar að ná að breyta þeirri svekkjandi þróun hjá sér. Sara skrifaði póst um þessa erfiðuðu ákvörðun þar sem hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hafi öðrum fremur haldið henni gangandi á þessum þremur vonbrigðaárum. Ef Sara er þekkt fyrir eitthvað þá er það að halda alltaf áfram og sjá það jákvæða og góða út úr öllu. Hún breytti því keppnisferð sinni til Ástralíu í mikla ævintýraferð. Þeir sem eru á leið til Ástralíu á næstunni ættu þannig að geta fengið góðar leiðbeiningar frá okkar konu. Sara sagði frá öllum ævintýrastöðunum sem hún heimsótti í pistli á samfélagmiðlum. „Af því að ég náði ekki að keppa á Down Under mótinu þá ákvað ég í staðinn að merkja við fullt af stöðum af lífsóskalistanum yfir þau ævintýri sem mig dreymdi um að upplifa í Ástralíu,“ skrifaði Sara. „Þetta var miklu meira en stórkostlegt. Nú er ég á leiðinni til Dúbæ til að skipuleggja endurhæfingu mína með hinum einum og sanna Nik,“ skrifaði Sara og er þar að tala um Nik Jordan hjá Momentum. „Hér eru nokkrir af þeim ótrúlegu stöðum sem ég heimsótti í síðustu viku ef þú ert að hugsa um að finna þér staði í Ástralíu á lífsóskalistann þinn,“ skrifaði Sara. Það má sjá listann hennar hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Sara flaug hálfan hnöttinn og alla leið til Ástralíu til að keppa á Down Under Championship mótinu sem fór fram á dögunum. Ekkert varð þó af því að hún keppti þar. Sara var mætt snemma út og ætlaði að stimpla sig aftur inn eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti á Rouge Invitational mótinu og ekki náð að komast inn á heimsleikana síðasta haust. Mótlæti og meiðsli hafa herjað á okkar konu síðustu árum eða allar götur síðan hún sleit krossband rétt fyrir 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Í undirbúningi sínum fyrir mótið í Wollongong í New South Wales þá fór Sara hins vegar að finna til óþæginda þegar hún hljóp og þetta ágerðist meira og meira. Á endanum var það eina skynsamlega í stöðunni að hætta við keppni og reyna að ná sér góðri fyrir komandi tímabil. Sara hefur ekki verið með á heimsleikunum þrjú undanfarin ár og þarf að mæta heil inn í komandi CrossFit tímabil ef hún ætlar að ná að breyta þeirri svekkjandi þróun hjá sér. Sara skrifaði póst um þessa erfiðuðu ákvörðun þar sem hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hafi öðrum fremur haldið henni gangandi á þessum þremur vonbrigðaárum. Ef Sara er þekkt fyrir eitthvað þá er það að halda alltaf áfram og sjá það jákvæða og góða út úr öllu. Hún breytti því keppnisferð sinni til Ástralíu í mikla ævintýraferð. Þeir sem eru á leið til Ástralíu á næstunni ættu þannig að geta fengið góðar leiðbeiningar frá okkar konu. Sara sagði frá öllum ævintýrastöðunum sem hún heimsótti í pistli á samfélagmiðlum. „Af því að ég náði ekki að keppa á Down Under mótinu þá ákvað ég í staðinn að merkja við fullt af stöðum af lífsóskalistanum yfir þau ævintýri sem mig dreymdi um að upplifa í Ástralíu,“ skrifaði Sara. „Þetta var miklu meira en stórkostlegt. Nú er ég á leiðinni til Dúbæ til að skipuleggja endurhæfingu mína með hinum einum og sanna Nik,“ skrifaði Sara og er þar að tala um Nik Jordan hjá Momentum. „Hér eru nokkrir af þeim ótrúlegu stöðum sem ég heimsótti í síðustu viku ef þú ert að hugsa um að finna þér staði í Ástralíu á lífsóskalistann þinn,“ skrifaði Sara. Það má sjá listann hennar hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira