Lofsamar Katrínu Tönju og setur aðeins eina fyrir ofan hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2023 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur haldið sig við toppinn í sinni íþrótt síðan hún varð heimsmeistari tvö ár í röð. @katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur ekki orðið heimsmeistari í sjö ár en hún hefur samt verið í heimklassa allan þennan tíma. Austin Heaton hjá Morning Chalk tók okkar konu fyrir og fór yfir magnaðan stöðugleika íslensku CrossFit drottningarinnar. Katrín Tanja náði sjöunda sætinu á heimsleikunum í haust eftir að hafa misst af heimsleikunum árið á undan. Það var mikil áfall fyrir okkar konu en hún kom sterk til baka og kom sér enn á ný í hóp þeirra bestu á heimsmeistaramótinu í ár. Það er vissulega ástæða til að hrósa okkar konu fyrir að halda sér meðal þeirra bestu í heimi í svo langan tíma og þegar samkeppnin verður alltaf meiri og meiri. Samantekt Heaton á því fullan rétt á sér og er mikið hrós fyrir okkar konu. Katrín varð heimsmeistari tvö ár í röð frá 2015 til 2016. Hún komst líka á verðlaunapallinn á heimsleikunum 2018 (3. sæti) og 2020 (2. sæti) og hefur því unnið fern verðlaun á heimsleikum. Katrín hélt sér meðal þeirra fimm bestu á öllum heimsleikunum frá 2015 til 2020 en það ótrúlega gengi endaði þegar hún varð tíunda á heimsleikunum 2021. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Katrín var ótrúlega nálægt því að tyggja sér sæti á heimsleikunum 2022 en rétt misst af því á lokamótinu. Þeir sem þekkja til hennar vita að hún er oftast öflugust á úrslitastundu og í maður á mann keppni. Það hefur hún sýnt og sannað margoft enda erfitt að finna meiri keppnismanneskju. Í ár keppti hún Norður-Ameríkumegin en ekki í Evrópu. Katrín er að vinna að því að verða bandarískur ríkisborgari en hún býr nú með kærasta sínum í Idaho. Hún varð þriðja inn á heimsleikana úr vesturhluta Norður Ameríku. Heaton lofsamar stöðugleika okkar konu sem hann segir þann næstbesta hjá CrosssFit konu undanfarin áratug á eftir sexfalda heimsmeistaranum Tiu Clair Toomey-Orr. Toomey-Orr varð í öðru sæti bæði árin sem Katrín varð heimsmeistari en vann síðan næstu sex ár í röð, 2017-2022, sem er met. Toomey var ekki með í ár þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn í maí. Það á því engin möguleika á því að taka fyrsta sætið af henni. Ungverjinn Laura Horvath tryggði sér heimsmeistaratitilinn í haust og varð þar með sú fyrsta síðan 2015, sem ekki heitir Katrín Tanja eða Tia Clair, til að vinna heimsmeistaratitilinn. Grein Heaton má finna hér en hún er reyndar á bak við læstan vegg Morning Chalk up vefsins. Aðeins áskrifendur geta því lesið samantekt hans. CrossFit Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Katrín Tanja náði sjöunda sætinu á heimsleikunum í haust eftir að hafa misst af heimsleikunum árið á undan. Það var mikil áfall fyrir okkar konu en hún kom sterk til baka og kom sér enn á ný í hóp þeirra bestu á heimsmeistaramótinu í ár. Það er vissulega ástæða til að hrósa okkar konu fyrir að halda sér meðal þeirra bestu í heimi í svo langan tíma og þegar samkeppnin verður alltaf meiri og meiri. Samantekt Heaton á því fullan rétt á sér og er mikið hrós fyrir okkar konu. Katrín varð heimsmeistari tvö ár í röð frá 2015 til 2016. Hún komst líka á verðlaunapallinn á heimsleikunum 2018 (3. sæti) og 2020 (2. sæti) og hefur því unnið fern verðlaun á heimsleikum. Katrín hélt sér meðal þeirra fimm bestu á öllum heimsleikunum frá 2015 til 2020 en það ótrúlega gengi endaði þegar hún varð tíunda á heimsleikunum 2021. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Katrín var ótrúlega nálægt því að tyggja sér sæti á heimsleikunum 2022 en rétt misst af því á lokamótinu. Þeir sem þekkja til hennar vita að hún er oftast öflugust á úrslitastundu og í maður á mann keppni. Það hefur hún sýnt og sannað margoft enda erfitt að finna meiri keppnismanneskju. Í ár keppti hún Norður-Ameríkumegin en ekki í Evrópu. Katrín er að vinna að því að verða bandarískur ríkisborgari en hún býr nú með kærasta sínum í Idaho. Hún varð þriðja inn á heimsleikana úr vesturhluta Norður Ameríku. Heaton lofsamar stöðugleika okkar konu sem hann segir þann næstbesta hjá CrosssFit konu undanfarin áratug á eftir sexfalda heimsmeistaranum Tiu Clair Toomey-Orr. Toomey-Orr varð í öðru sæti bæði árin sem Katrín varð heimsmeistari en vann síðan næstu sex ár í röð, 2017-2022, sem er met. Toomey var ekki með í ár þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn í maí. Það á því engin möguleika á því að taka fyrsta sætið af henni. Ungverjinn Laura Horvath tryggði sér heimsmeistaratitilinn í haust og varð þar með sú fyrsta síðan 2015, sem ekki heitir Katrín Tanja eða Tia Clair, til að vinna heimsmeistaratitilinn. Grein Heaton má finna hér en hún er reyndar á bak við læstan vegg Morning Chalk up vefsins. Aðeins áskrifendur geta því lesið samantekt hans.
CrossFit Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira