Lofsamar Katrínu Tönju og setur aðeins eina fyrir ofan hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2023 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur haldið sig við toppinn í sinni íþrótt síðan hún varð heimsmeistari tvö ár í röð. @katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur ekki orðið heimsmeistari í sjö ár en hún hefur samt verið í heimklassa allan þennan tíma. Austin Heaton hjá Morning Chalk tók okkar konu fyrir og fór yfir magnaðan stöðugleika íslensku CrossFit drottningarinnar. Katrín Tanja náði sjöunda sætinu á heimsleikunum í haust eftir að hafa misst af heimsleikunum árið á undan. Það var mikil áfall fyrir okkar konu en hún kom sterk til baka og kom sér enn á ný í hóp þeirra bestu á heimsmeistaramótinu í ár. Það er vissulega ástæða til að hrósa okkar konu fyrir að halda sér meðal þeirra bestu í heimi í svo langan tíma og þegar samkeppnin verður alltaf meiri og meiri. Samantekt Heaton á því fullan rétt á sér og er mikið hrós fyrir okkar konu. Katrín varð heimsmeistari tvö ár í röð frá 2015 til 2016. Hún komst líka á verðlaunapallinn á heimsleikunum 2018 (3. sæti) og 2020 (2. sæti) og hefur því unnið fern verðlaun á heimsleikum. Katrín hélt sér meðal þeirra fimm bestu á öllum heimsleikunum frá 2015 til 2020 en það ótrúlega gengi endaði þegar hún varð tíunda á heimsleikunum 2021. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Katrín var ótrúlega nálægt því að tyggja sér sæti á heimsleikunum 2022 en rétt misst af því á lokamótinu. Þeir sem þekkja til hennar vita að hún er oftast öflugust á úrslitastundu og í maður á mann keppni. Það hefur hún sýnt og sannað margoft enda erfitt að finna meiri keppnismanneskju. Í ár keppti hún Norður-Ameríkumegin en ekki í Evrópu. Katrín er að vinna að því að verða bandarískur ríkisborgari en hún býr nú með kærasta sínum í Idaho. Hún varð þriðja inn á heimsleikana úr vesturhluta Norður Ameríku. Heaton lofsamar stöðugleika okkar konu sem hann segir þann næstbesta hjá CrosssFit konu undanfarin áratug á eftir sexfalda heimsmeistaranum Tiu Clair Toomey-Orr. Toomey-Orr varð í öðru sæti bæði árin sem Katrín varð heimsmeistari en vann síðan næstu sex ár í röð, 2017-2022, sem er met. Toomey var ekki með í ár þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn í maí. Það á því engin möguleika á því að taka fyrsta sætið af henni. Ungverjinn Laura Horvath tryggði sér heimsmeistaratitilinn í haust og varð þar með sú fyrsta síðan 2015, sem ekki heitir Katrín Tanja eða Tia Clair, til að vinna heimsmeistaratitilinn. Grein Heaton má finna hér en hún er reyndar á bak við læstan vegg Morning Chalk up vefsins. Aðeins áskrifendur geta því lesið samantekt hans. CrossFit Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira
Katrín Tanja náði sjöunda sætinu á heimsleikunum í haust eftir að hafa misst af heimsleikunum árið á undan. Það var mikil áfall fyrir okkar konu en hún kom sterk til baka og kom sér enn á ný í hóp þeirra bestu á heimsmeistaramótinu í ár. Það er vissulega ástæða til að hrósa okkar konu fyrir að halda sér meðal þeirra bestu í heimi í svo langan tíma og þegar samkeppnin verður alltaf meiri og meiri. Samantekt Heaton á því fullan rétt á sér og er mikið hrós fyrir okkar konu. Katrín varð heimsmeistari tvö ár í röð frá 2015 til 2016. Hún komst líka á verðlaunapallinn á heimsleikunum 2018 (3. sæti) og 2020 (2. sæti) og hefur því unnið fern verðlaun á heimsleikum. Katrín hélt sér meðal þeirra fimm bestu á öllum heimsleikunum frá 2015 til 2020 en það ótrúlega gengi endaði þegar hún varð tíunda á heimsleikunum 2021. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Katrín var ótrúlega nálægt því að tyggja sér sæti á heimsleikunum 2022 en rétt misst af því á lokamótinu. Þeir sem þekkja til hennar vita að hún er oftast öflugust á úrslitastundu og í maður á mann keppni. Það hefur hún sýnt og sannað margoft enda erfitt að finna meiri keppnismanneskju. Í ár keppti hún Norður-Ameríkumegin en ekki í Evrópu. Katrín er að vinna að því að verða bandarískur ríkisborgari en hún býr nú með kærasta sínum í Idaho. Hún varð þriðja inn á heimsleikana úr vesturhluta Norður Ameríku. Heaton lofsamar stöðugleika okkar konu sem hann segir þann næstbesta hjá CrosssFit konu undanfarin áratug á eftir sexfalda heimsmeistaranum Tiu Clair Toomey-Orr. Toomey-Orr varð í öðru sæti bæði árin sem Katrín varð heimsmeistari en vann síðan næstu sex ár í röð, 2017-2022, sem er met. Toomey var ekki með í ár þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn í maí. Það á því engin möguleika á því að taka fyrsta sætið af henni. Ungverjinn Laura Horvath tryggði sér heimsmeistaratitilinn í haust og varð þar með sú fyrsta síðan 2015, sem ekki heitir Katrín Tanja eða Tia Clair, til að vinna heimsmeistaratitilinn. Grein Heaton má finna hér en hún er reyndar á bak við læstan vegg Morning Chalk up vefsins. Aðeins áskrifendur geta því lesið samantekt hans.
CrossFit Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira