Sport

Fór yfir hvað hann borðaði þegar hann hljóp í 108 klukku­tíma og setti heims­met

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harvey Lewis er heimsmeistari í bakgarðshlaupi eftir magnaða frammistöðu á dögunum.
Harvey Lewis er heimsmeistari í bakgarðshlaupi eftir magnaða frammistöðu á dögunum. @harveylewisultrarunner

Harvey Lewis setti nýtt heimsmet á dögunum þegar hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn með sigri í Bigs Backyard Ultra bakgarðshlaupinu.

Lewis hljóp í alls 108 klukkutíma og fór því alls 450 mílur eða 724 kílómetra. Þetta er magnað afrek enda að byrjaði hann að hlaupa á laugardegi og hætti ekki fyrr en fjórum og hálfum sólarhring síðar.

Það fylgir líka að Lewis er vegan og þurfti því að passa enn betur upp á hvað hann lét ofan í sig á meðan keppninni stóð.

Lewis sagðist hafa fengið margar spurningar um það hvað hann hefði eiginlega borðað á meðan hann hljóp alla þessa kílómetra. Lewis varð við ósk fylgjenda sinn og fór yfir það hvað hann lét ofan í sig.

Lewis drakk allskyns próteindrykki, boraði hafragraut, fékk sér vegan súpur og alls kyns vegan mat. Hann fékk sér hinar ýmsar skvísur og borðaði líka þurrkaðan mat. Að hans mati er það betra að vera vegan í hlaupi sem þessu.

„Kosturinn við að vera vegan er að það eru minni líkur á því að þú lendir í vandræðum með magann á þér í hitanum,“ sagði Harvey Lewis.

„Það er því auðveldara að ná því að borða fleiri kalóríur sem þýðir að þú hefur meiri orku í hlaupið,“ sagði Lewis.

„Þessi matur var hápunkturinn hjá mér og oft það sem rak mann áfram vitandi hvað biði manns að borða þegar maður kláraði hringinn. Mér leið mjög vel í maganum allan tímann,“ sagði Lewis.

Hér fyrir neðan má hann sýna hvað hann borðaði í keppninni. Ef Instafram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×