Lífið samstarf

Frá­bær upp­lifun í jóla­pakkann

Smárabíó
Fótboltaland er fyrsti skemmtigarður sinnar tegundar hér á landi, með fjölda tækja og þrautum tengdum fótbolta.
Fótboltaland er fyrsti skemmtigarður sinnar tegundar hér á landi, með fjölda tækja og þrautum tengdum fótbolta.

Upplifun er góð gjöf sem hittir í mark. Smárabíó býður upp á fjölbreytta samverustund.

„Við erum með uppskrift að gæðastund með fjölskyldunni eða vinum, sannkallaðan Skemmtidag sem hefst í Fótboltalandi og Skemmtisvæðinu og endar á bíósýningu í Lúxussal. Slíkar gæðastundir henta öllum og eru því til dæmis frábær jólagjöf til starfsmanna fyrirtækja,“ segir Ólafur Þórisson, markaðsstjóri Smárabíós.

Heildarupplifun í einum pakka

Þessi upplifunarpakki er orðin mjög vinsæl vara hjá okkur. Við seljum alltaf mikið af lúxusbíómiðum fyrir jólin, þeir eru vinsæl jólagjöf og líka sniðugir sem viðbót við aðrar jólagjafir eins og bækur eða matarkörfur en eftir að við opnuðum Fótboltaland til viðbótar við Skemmtisvæðið hér í Smáralind getur fólk nú keypt heildarpakka,“ útskýrir Ólafur en Fótboltaland er fyrsti skemmtigarður sinnar tegundar hér á landi, með fjölda tækja og þrautum tengdum fótbolta.

Hvað felst í pakkanum?

„Við erum með 30 mínútna og 60 mínútna kort á Skemmtisvæðið þar sem hægt er að fara í öll tækin í leiktækjasalnum og svo erum við með 30 mínútna, 60 mínútna og 90 mínútna kort í Fótboltaland sem samanstendur af ólíkum þrautum og tækjum. Svæðin henta öllum aldri allt frá 7 ára og upp úr. 

Þessi samsetning er svo skemmtileg því dagurinn hefst með hreyfingu og fjöri og endar í slökun í lúxusbíósal. 

Í svona upplifun hangir enginn í símanum og alls ekki í bíósal. Fólk nýtur samverunnar og er í núinu,“ segir Ólafur og bætir við að Fótboltaland hafi slegið í gegn hjá gestum. „Við fáum alltaf að heyra „Vá ég vissi ekki að þetta væri svona flott“ þegar fólk kemur hingað inn,“ segir Ólafur.

Afmæli og hópahittingar

Skemmtisvæðið og Fótboltaland eru einnig vinsæll vettvangur fyrir afmæli og hópa.

„Við erum í góðu samstarfi við veitingastaðina hér í Smáralind varðandi veitingar fyrir hópa og er janframt boðið upp á pítsur á Skemmtisvæðinu í afmælum og fyrir allra handa hópahitting. Við erum með vínveitingaleyfi og höfum við haft reglulega á fimmtudögum happy hour eftir klukkan sex í Fótboltaland sem við höfum þá kallað Bumbuboltakvöld.

Þá hafa fyrirtæki reglulega bókað bíósalina hjá okkur fyrir allra handa ráðstefnur og hópefli,“ segir Ólafur.

Hægt er að kaupa gjafabréfin hér.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×