Kolbeinn berst við Bosníumann í Vínarborg í jólamánuðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 16:00 Kolbeinn Kristinsson hefur aldrei tapað bardaga á atvinnumannaferli sínum. theicebearkristinsson Íslenski hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er búinn að fá bardaga í næsta mánuði en sá bardagi kemur fljótt eftir þann síðasta þar sem okkar maður vann frábæran sigur. Kolbeinn vann yfirburðasigur á Englendingnum Michael Bassett í Vínarborg í september og fær nú annan átta lotu bardaga á sama stað 2. desember næstkomandi. Kolbeinn er ósigraður á ferlinum með fjórtán bardaga að baki og hann hefur endað átta þeirra með rothöggi. Andstæðingur Kolbeins verður að þessu sinni Mirko Tintor, 36 ára gamall Bosníumaður, en hann er örvhentur hnefaleikakappi. Tintor hefur unnið sextán bardaga á ferlinum og tapað átta. Báðir eru þekktir fyrir að klára bardagana sína snemma og því verður þetta æsispennandi viðeign í byrjun desember. „Ég er spenntur að fara aftur til Vínarborgar og skila frábærri frammistöðu og highlight reel rothöggi. Svo í kjölfarið að halda áfram að vinna mig í átt að því að verða heimsmeistari,“ sagði Kolbeinn Kristinsson kokhraustur í fréttatilkynningu. Kolbeinn hefur stundað hnefaleika í fimmtán ár og hann keppti líka lengi í ólympískum hnefaleikum. Hann hefur verið okkar fremsti hnefaleikakappi í mörg ár ásamt því að vera eini íslenski atvinnumaðurinn í sportinu. Kolli eins og hann er kallaður er 35 ára gamall og á tvö börn og unnustu hér á landi og leggur mikið á sig til að vera til staðar fyrir þau ásamt því að stunda atvinnumennskuna. Eftir að hafa ekki fengið að keppa í tvö ár er það kærkomið að fá að stíga í hringinn og gera það sem hann hefur ástríðu fyrir, að kýla menn í klessu inni í boxhring þó að flestir sem þekkja Kolla sjá hann sem rólyndis dreng og frábæran náunga þá breytist það þegar inn í hringinn er komið. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Box Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Kolbeinn vann yfirburðasigur á Englendingnum Michael Bassett í Vínarborg í september og fær nú annan átta lotu bardaga á sama stað 2. desember næstkomandi. Kolbeinn er ósigraður á ferlinum með fjórtán bardaga að baki og hann hefur endað átta þeirra með rothöggi. Andstæðingur Kolbeins verður að þessu sinni Mirko Tintor, 36 ára gamall Bosníumaður, en hann er örvhentur hnefaleikakappi. Tintor hefur unnið sextán bardaga á ferlinum og tapað átta. Báðir eru þekktir fyrir að klára bardagana sína snemma og því verður þetta æsispennandi viðeign í byrjun desember. „Ég er spenntur að fara aftur til Vínarborgar og skila frábærri frammistöðu og highlight reel rothöggi. Svo í kjölfarið að halda áfram að vinna mig í átt að því að verða heimsmeistari,“ sagði Kolbeinn Kristinsson kokhraustur í fréttatilkynningu. Kolbeinn hefur stundað hnefaleika í fimmtán ár og hann keppti líka lengi í ólympískum hnefaleikum. Hann hefur verið okkar fremsti hnefaleikakappi í mörg ár ásamt því að vera eini íslenski atvinnumaðurinn í sportinu. Kolli eins og hann er kallaður er 35 ára gamall og á tvö börn og unnustu hér á landi og leggur mikið á sig til að vera til staðar fyrir þau ásamt því að stunda atvinnumennskuna. Eftir að hafa ekki fengið að keppa í tvö ár er það kærkomið að fá að stíga í hringinn og gera það sem hann hefur ástríðu fyrir, að kýla menn í klessu inni í boxhring þó að flestir sem þekkja Kolla sjá hann sem rólyndis dreng og frábæran náunga þá breytist það þegar inn í hringinn er komið. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson)
Box Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira