Sýndi áhorfendum fingurinn eftir leik Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 23:32 Medvedev var ekki sáttur með baul áhorfenda á meðan á leik stóð og kvartaði í dómara leiksins. Vísir/Getty Rússinn Daniil Medvedev er einn af sterkustu tennisleikurum heims. Í gær sýndi hann áhorfendum á móti í Frakklandi dónaskap eftir að baulað hafði verið á hann. Daniil Medvedev er í þriðja sæti heimslistans en hann vann meðal annars sigur á opna bandaríska meistaramótinu árið 2021. Medvedev er búsettur í Mónakó og talar reiprennandi frönsku. Það kom þó ekki í veg fyrir að áhorfendur á móti í París bauluðu duglega á Rússann í gær. Í öðru setti byrjuðu áhorfendur að hrópa nafn andstæðingsins Grigor Dimitrov frá Búlgaríu og baula hátt og snjallt á Medvedev. Medvedev var ekki sáttur og sagði við yfirdómarann að hann myndi hætta keppni ef baulið myndi halda áfram. Dimitrov fór að lokum með sigur af hólmi í leiknum. Á leið sinni til búningsherbergja sást þegar Medvedev lyfti löngutöng í átt að áhorfendum sem bauluðu duglega. Medvedev reaction after booed him in Paris-Bercy pic.twitter.com/TcNGyYBdfM— João Pinto (@joaopintoatp) November 1, 2023 „Nei nei, ég var bara að skoða neglurnar mínar. Af hverju ætti ég að sýna þessum frábæru áhorfendum fingurinn?“ sagði Medvedev á mjög svo kaldhæðnislegan hátt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem baulað er á Medvedev í Frakklandi. „Ég held að það sé ekki af þeirri ástæðu að við spilum í Frakklandi. Þetta snýst meira um á hvaða móti við erum að spila og hvaða hegðun ég sýni úti á vellinum. Ég á marga franska vini og margir þeirra eru ekki ánægðir með þeta mót. Kannski er ástæða fyrir því. Margir leikmenn vilja ekki spila hérna af þeirri ástæðu. Sjálfur lék ég miklu betur á þessu móti í faraldrinum þegar stúkurnar voru tómar,“ sagði Rússinn eftir leikinn í gær. Tennis Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Daniil Medvedev er í þriðja sæti heimslistans en hann vann meðal annars sigur á opna bandaríska meistaramótinu árið 2021. Medvedev er búsettur í Mónakó og talar reiprennandi frönsku. Það kom þó ekki í veg fyrir að áhorfendur á móti í París bauluðu duglega á Rússann í gær. Í öðru setti byrjuðu áhorfendur að hrópa nafn andstæðingsins Grigor Dimitrov frá Búlgaríu og baula hátt og snjallt á Medvedev. Medvedev var ekki sáttur og sagði við yfirdómarann að hann myndi hætta keppni ef baulið myndi halda áfram. Dimitrov fór að lokum með sigur af hólmi í leiknum. Á leið sinni til búningsherbergja sást þegar Medvedev lyfti löngutöng í átt að áhorfendum sem bauluðu duglega. Medvedev reaction after booed him in Paris-Bercy pic.twitter.com/TcNGyYBdfM— João Pinto (@joaopintoatp) November 1, 2023 „Nei nei, ég var bara að skoða neglurnar mínar. Af hverju ætti ég að sýna þessum frábæru áhorfendum fingurinn?“ sagði Medvedev á mjög svo kaldhæðnislegan hátt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem baulað er á Medvedev í Frakklandi. „Ég held að það sé ekki af þeirri ástæðu að við spilum í Frakklandi. Þetta snýst meira um á hvaða móti við erum að spila og hvaða hegðun ég sýni úti á vellinum. Ég á marga franska vini og margir þeirra eru ekki ánægðir með þeta mót. Kannski er ástæða fyrir því. Margir leikmenn vilja ekki spila hérna af þeirri ástæðu. Sjálfur lék ég miklu betur á þessu móti í faraldrinum þegar stúkurnar voru tómar,“ sagði Rússinn eftir leikinn í gær.
Tennis Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira