Fimmtán ára gamall koss orðinn að hitamáli í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2023 11:00 Charlotte Kalla hefur unnið fjölda verðlauna á ferli sínum þar á meðal HM-gull og Ólympíugull. Getty/Matthias Hangs Sænski leikarinn og grínistinn Peter Settman smellti óumbeðnum kossi á sænsku íþróttastjörnuna Charlottu Kalla árið 2008. Hann þarf nú að svara fyrir hann fimmtán árum síðar. Kossinn leit dagsins ljós á uppgjörshátíð sænskra íþrótta, Sports Gala, og í beinni sjónvarpsútsendingu. Fyrir fimmtán árum hafði þá hin 21 árs gamla Charlotte Kalla slegið í gegn með því að vinna Tour de Ski mótið á heimsbikarnum í skíðagöngu. Kossinn vakti athygli en ekki hneykslun fyrir einum og hálfum áratug síðan. Nú er hann hins vegar fréttamál eftir að Kalla sagði frá upplifun sinni af honum í nýrri ævisögu sinni. „Það sem ég lenti í fyrir framan milljónir sjónvarpsáhorfenda var svívirðilegt og ámælisvert,“ skrifar Kalla í ævisögu sinni. Bókin ber titilinn „Skam den som ger sig“ sem mætti þýða lauslega: „Sá sem gefst upp ætti að skammast sín.“ View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Kalla segist hafa hlegið vandræðalega en inn í sér kraumuðu aðrar tilfinningar. „Ég varð reið en ég vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Kalla í ævisögu sinni. Hún var í fullum sal af fólki og með sjónvarpsvélarnar á sér. Þetta mál minnir á þegar Luis Rubiales, þáverandi forseti spænska knattspyrnusambandsuns, smellti koss á spænsku landsliðskonuna Jenni Hermoso. Hann fékk þriggja ára bann frá fótbolta hjá FIFA fyrir það. Kalla átti eftir að vera mjög sigursæl og hefur meðal annars unnið níu verðlaun á Ólympíuleikum þar af þrjú gull á þremur mismunandi Vetrarólympíuleikum, 2010, 2014 og 2018. Sænska ríkisútvarpið spurði Peter Settman um kossinn í tilefni af þessum skrifum Kalla. „Það er mjög leiðinlegt að heyra af því að henni hafi liðið svona af því að það var ekki ætlun mín. Ég sé mikið eftir þessu. Þetta var árið 2008 og það er langur tími liðinn. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera langur tími en menningarlega eru fimmtán ár mjög langur tími,“ sagði Settman. Hann segist hafa hugsað allt öðruvísi í þá daga og svona grín kæmi aldrei til greina í dag. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Skíðaíþróttir Svíþjóð Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Sjá meira
Kossinn leit dagsins ljós á uppgjörshátíð sænskra íþrótta, Sports Gala, og í beinni sjónvarpsútsendingu. Fyrir fimmtán árum hafði þá hin 21 árs gamla Charlotte Kalla slegið í gegn með því að vinna Tour de Ski mótið á heimsbikarnum í skíðagöngu. Kossinn vakti athygli en ekki hneykslun fyrir einum og hálfum áratug síðan. Nú er hann hins vegar fréttamál eftir að Kalla sagði frá upplifun sinni af honum í nýrri ævisögu sinni. „Það sem ég lenti í fyrir framan milljónir sjónvarpsáhorfenda var svívirðilegt og ámælisvert,“ skrifar Kalla í ævisögu sinni. Bókin ber titilinn „Skam den som ger sig“ sem mætti þýða lauslega: „Sá sem gefst upp ætti að skammast sín.“ View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Kalla segist hafa hlegið vandræðalega en inn í sér kraumuðu aðrar tilfinningar. „Ég varð reið en ég vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Kalla í ævisögu sinni. Hún var í fullum sal af fólki og með sjónvarpsvélarnar á sér. Þetta mál minnir á þegar Luis Rubiales, þáverandi forseti spænska knattspyrnusambandsuns, smellti koss á spænsku landsliðskonuna Jenni Hermoso. Hann fékk þriggja ára bann frá fótbolta hjá FIFA fyrir það. Kalla átti eftir að vera mjög sigursæl og hefur meðal annars unnið níu verðlaun á Ólympíuleikum þar af þrjú gull á þremur mismunandi Vetrarólympíuleikum, 2010, 2014 og 2018. Sænska ríkisútvarpið spurði Peter Settman um kossinn í tilefni af þessum skrifum Kalla. „Það er mjög leiðinlegt að heyra af því að henni hafi liðið svona af því að það var ekki ætlun mín. Ég sé mikið eftir þessu. Þetta var árið 2008 og það er langur tími liðinn. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera langur tími en menningarlega eru fimmtán ár mjög langur tími,“ sagði Settman. Hann segist hafa hugsað allt öðruvísi í þá daga og svona grín kæmi aldrei til greina í dag. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Skíðaíþróttir Svíþjóð Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Sjá meira