Bakaði tugi bananabrauða úr bönunum nágrannanna og gaf þau öll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. október 2023 21:55 Hjördís var í miðjum bakstri þegar fréttastofa leit við. Vísir/Steingrímur Dúi Ung kona varði helginni í að baka bananabrauð úr bönunum sem hún fékk meðal annars hjá nágrönnum sínum. Brauðin fara í frískápa um borgina og til þeirra sem mest gætu þurft á að halda. Hin 18 ára gamla Hjördís Freyja Kjartansdóttir leitaði á náðir nágranna sinna í Laugarneshverfi fyrir helgi, þegar hún auglýsti eftir brúnum bönunum sem annars hefðu endað í ruslinu. Bananana sem hún fékk notaði hún síðan til að baka bananabrauð alla helgina, sem rataði í frískápa í borginni. Fréttastofa leit við í eldhúsið hjá Hjördísi í dag, en þá var hún búin að baka um sextíu bananabrauð. Í það hafi farið um 110 bananar. Þeir hafi þó ekki allir komið frá nágrönnum hennar. „Ég fékk líka frá Bónus. Ég vissi ekki að maður gæti bara labbað inn í matvöruverslun og beðið um ósöluhæfa banana. Annars hefði ég kannski ekki beðið nágranna mína um þá,“ segir Hjördís létt í bragði. Brauðin sem Hjördís bakaði í gær fór hún með í frískápa um borgina. „Í Laugardal, Vesturbæinn og á tvo staði í miðbænum,“ segir Hjördís. Sömu sögu verði að segja um brauðin sem bökuðust í dag. Hún ætli þó einnig að hafa samband við Kvennaathvarfið og athuga hvort þar væri áhugi á því að fá nokkur brauð. Margs vísari Hjördís segist ekki hafa vitað hversu margir frískápar voru í borginni, fyrr en hún réðist í baksturshelgina miklu. Þá hafi hún heldur ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hversu margir nýttu sér skápana, eða mataraðstoð af einhverju tagi hér á landi „Ég hlustaði á nokkur viðtöl við fólk á Íslandi, bæði útigangsfólk, fólk sem leitar á kaffistofu Samhjálpar og alls konar þannig. Þá áttaði ég mig miklu meira á því hvernig staðan raunverulega er,“ segir Hjördís. Hún hafi lengi íhugað að gera eitthvað þessu líkt, en loksins ákveðið að taka af skarið. „Þessi helgi, það eru lok mánaðar. Þetta er bara fullkominn tími, af hverju ekki?“ Hjördís segist eiga von á því að ráðast í aðra baksturshelgi fyrir jólin, en hún á sína eigin súkkulaðikökuuppskrift sem hún ætlar að beita við það tilefni. „Ég held að það verði næsta skref.“ Viðtal við Hjördísi úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Góðverk Reykjavík Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Hin 18 ára gamla Hjördís Freyja Kjartansdóttir leitaði á náðir nágranna sinna í Laugarneshverfi fyrir helgi, þegar hún auglýsti eftir brúnum bönunum sem annars hefðu endað í ruslinu. Bananana sem hún fékk notaði hún síðan til að baka bananabrauð alla helgina, sem rataði í frískápa í borginni. Fréttastofa leit við í eldhúsið hjá Hjördísi í dag, en þá var hún búin að baka um sextíu bananabrauð. Í það hafi farið um 110 bananar. Þeir hafi þó ekki allir komið frá nágrönnum hennar. „Ég fékk líka frá Bónus. Ég vissi ekki að maður gæti bara labbað inn í matvöruverslun og beðið um ósöluhæfa banana. Annars hefði ég kannski ekki beðið nágranna mína um þá,“ segir Hjördís létt í bragði. Brauðin sem Hjördís bakaði í gær fór hún með í frískápa um borgina. „Í Laugardal, Vesturbæinn og á tvo staði í miðbænum,“ segir Hjördís. Sömu sögu verði að segja um brauðin sem bökuðust í dag. Hún ætli þó einnig að hafa samband við Kvennaathvarfið og athuga hvort þar væri áhugi á því að fá nokkur brauð. Margs vísari Hjördís segist ekki hafa vitað hversu margir frískápar voru í borginni, fyrr en hún réðist í baksturshelgina miklu. Þá hafi hún heldur ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hversu margir nýttu sér skápana, eða mataraðstoð af einhverju tagi hér á landi „Ég hlustaði á nokkur viðtöl við fólk á Íslandi, bæði útigangsfólk, fólk sem leitar á kaffistofu Samhjálpar og alls konar þannig. Þá áttaði ég mig miklu meira á því hvernig staðan raunverulega er,“ segir Hjördís. Hún hafi lengi íhugað að gera eitthvað þessu líkt, en loksins ákveðið að taka af skarið. „Þessi helgi, það eru lok mánaðar. Þetta er bara fullkominn tími, af hverju ekki?“ Hjördís segist eiga von á því að ráðast í aðra baksturshelgi fyrir jólin, en hún á sína eigin súkkulaðikökuuppskrift sem hún ætlar að beita við það tilefni. „Ég held að það verði næsta skref.“ Viðtal við Hjördísi úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Góðverk Reykjavík Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira