Þriðji besti CrossFit kappi landsins óttast það að vera rekinn úr landi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 08:01 Carlos Fernandez varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu í CrossFit á dögunum. S2 Sport Carlos Fernandez hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í Crossfit á dögunum en hann bíður nú eftir niðurstöðum frá Útlendingastofnun og óttast að hann verði rekinn úr landi. Carlos hefur nú verið búsettur í Keflavík í tæplega ár. Carlos sem er frá Venesúela gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í opnu flokki sem haldið var í Crossfit Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Hann var á eftir þeim Bjarna Leifi og Frederik Ægidius. Hann segist hafa fallið fyrir íþróttinni um leið. „Þegar ég æfi geri ég það alltaf til að vinna. Ég keppti á móti ótrúlega góðum íþróttamönnum á mjög háu plani,“ sagði Carlos í samtali við Stefán Árni Pálsson. Mjög slæmt ástand í Venesúela Hann kom frá Venesúela en hvernig er ástandið þar? „Í augnablikinu er það mjög slæmt ef satt skal segja. Íslensk stjórnvöld segja að ástandið fari batnandi en það er ekki rétt. Allir sem eru hér og eiga fjölskyldu þar vita hvernig ástandið er. Við erum erum virkilega hrædd við að fara þangað af þeim ástæðum,“ sagði Carlos. „Ég vil vera hér og byggja upp líf mitt hér sem CrossFit íþróttamaður og sem manneskja. Ísland er mjög fallegt land til að eiga líf og það allt,“ sagði Carlos. Kom hingað fyrir ellefu mánuðum Carlos kom til landsins fyrir ellefu mánuðum sem flóttamaður. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum fólks frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi. Um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelja hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu í málum sínum hjá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Er Carlos hræddur um að verða vísað úr landi núna? „Svo sannarlega. Mér líður vel í landinu og ég er ánægður hérna. Ég er þakklátur stjórnvöldum og fólkinu og þá sérstaklega í bænum mínum Keflavík. Fólkið hjá CrossFit Suðurnes kemur fram við mig eins og annað fólk hérna. Eins og ég sé einn af fjölskyldunni,“ sagði Carlos. Hefur áfrýjað Carlos hefur áfrýjað ákvörðun útlendingarstofnunnar um að senda hann úr landi og bíður nú eftir niðurstöðu. Ef ákvörðunin verður ekki honum hagstæð gæti hann þurft að fara úr landi strax næsta dag. „Ef ég fæ svarið á morgun verð ég sennilega að yfirgefa landið innan fimmtán daga eða eitthvað. Ég hef þegar fengið fyrsta svarið í mínu máli. Ég áfrýjaði ákvörðuninni eins og ég sagði þér áðan en ef ég fær svarið á morgun eða hvenær sem þau vilja þá þarf ég að fara úr landi,“ sagði Carlos. Er hann bjartsýnn um að vera hér áfram? „Já hundrað prósent. Alltaf,“ sagði Carlos. CrossFit Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Carlos sem er frá Venesúela gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í opnu flokki sem haldið var í Crossfit Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Hann var á eftir þeim Bjarna Leifi og Frederik Ægidius. Hann segist hafa fallið fyrir íþróttinni um leið. „Þegar ég æfi geri ég það alltaf til að vinna. Ég keppti á móti ótrúlega góðum íþróttamönnum á mjög háu plani,“ sagði Carlos í samtali við Stefán Árni Pálsson. Mjög slæmt ástand í Venesúela Hann kom frá Venesúela en hvernig er ástandið þar? „Í augnablikinu er það mjög slæmt ef satt skal segja. Íslensk stjórnvöld segja að ástandið fari batnandi en það er ekki rétt. Allir sem eru hér og eiga fjölskyldu þar vita hvernig ástandið er. Við erum erum virkilega hrædd við að fara þangað af þeim ástæðum,“ sagði Carlos. „Ég vil vera hér og byggja upp líf mitt hér sem CrossFit íþróttamaður og sem manneskja. Ísland er mjög fallegt land til að eiga líf og það allt,“ sagði Carlos. Kom hingað fyrir ellefu mánuðum Carlos kom til landsins fyrir ellefu mánuðum sem flóttamaður. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum fólks frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi. Um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelja hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu í málum sínum hjá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Er Carlos hræddur um að verða vísað úr landi núna? „Svo sannarlega. Mér líður vel í landinu og ég er ánægður hérna. Ég er þakklátur stjórnvöldum og fólkinu og þá sérstaklega í bænum mínum Keflavík. Fólkið hjá CrossFit Suðurnes kemur fram við mig eins og annað fólk hérna. Eins og ég sé einn af fjölskyldunni,“ sagði Carlos. Hefur áfrýjað Carlos hefur áfrýjað ákvörðun útlendingarstofnunnar um að senda hann úr landi og bíður nú eftir niðurstöðu. Ef ákvörðunin verður ekki honum hagstæð gæti hann þurft að fara úr landi strax næsta dag. „Ef ég fæ svarið á morgun verð ég sennilega að yfirgefa landið innan fimmtán daga eða eitthvað. Ég hef þegar fengið fyrsta svarið í mínu máli. Ég áfrýjaði ákvörðuninni eins og ég sagði þér áðan en ef ég fær svarið á morgun eða hvenær sem þau vilja þá þarf ég að fara úr landi,“ sagði Carlos. Er hann bjartsýnn um að vera hér áfram? „Já hundrað prósent. Alltaf,“ sagði Carlos.
CrossFit Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira