Þriðji besti CrossFit kappi landsins óttast það að vera rekinn úr landi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 08:01 Carlos Fernandez varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu í CrossFit á dögunum. S2 Sport Carlos Fernandez hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í Crossfit á dögunum en hann bíður nú eftir niðurstöðum frá Útlendingastofnun og óttast að hann verði rekinn úr landi. Carlos hefur nú verið búsettur í Keflavík í tæplega ár. Carlos sem er frá Venesúela gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í opnu flokki sem haldið var í Crossfit Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Hann var á eftir þeim Bjarna Leifi og Frederik Ægidius. Hann segist hafa fallið fyrir íþróttinni um leið. „Þegar ég æfi geri ég það alltaf til að vinna. Ég keppti á móti ótrúlega góðum íþróttamönnum á mjög háu plani,“ sagði Carlos í samtali við Stefán Árni Pálsson. Mjög slæmt ástand í Venesúela Hann kom frá Venesúela en hvernig er ástandið þar? „Í augnablikinu er það mjög slæmt ef satt skal segja. Íslensk stjórnvöld segja að ástandið fari batnandi en það er ekki rétt. Allir sem eru hér og eiga fjölskyldu þar vita hvernig ástandið er. Við erum erum virkilega hrædd við að fara þangað af þeim ástæðum,“ sagði Carlos. „Ég vil vera hér og byggja upp líf mitt hér sem CrossFit íþróttamaður og sem manneskja. Ísland er mjög fallegt land til að eiga líf og það allt,“ sagði Carlos. Kom hingað fyrir ellefu mánuðum Carlos kom til landsins fyrir ellefu mánuðum sem flóttamaður. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum fólks frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi. Um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelja hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu í málum sínum hjá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Er Carlos hræddur um að verða vísað úr landi núna? „Svo sannarlega. Mér líður vel í landinu og ég er ánægður hérna. Ég er þakklátur stjórnvöldum og fólkinu og þá sérstaklega í bænum mínum Keflavík. Fólkið hjá CrossFit Suðurnes kemur fram við mig eins og annað fólk hérna. Eins og ég sé einn af fjölskyldunni,“ sagði Carlos. Hefur áfrýjað Carlos hefur áfrýjað ákvörðun útlendingarstofnunnar um að senda hann úr landi og bíður nú eftir niðurstöðu. Ef ákvörðunin verður ekki honum hagstæð gæti hann þurft að fara úr landi strax næsta dag. „Ef ég fæ svarið á morgun verð ég sennilega að yfirgefa landið innan fimmtán daga eða eitthvað. Ég hef þegar fengið fyrsta svarið í mínu máli. Ég áfrýjaði ákvörðuninni eins og ég sagði þér áðan en ef ég fær svarið á morgun eða hvenær sem þau vilja þá þarf ég að fara úr landi,“ sagði Carlos. Er hann bjartsýnn um að vera hér áfram? „Já hundrað prósent. Alltaf,“ sagði Carlos. CrossFit Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira
Carlos sem er frá Venesúela gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í opnu flokki sem haldið var í Crossfit Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Hann var á eftir þeim Bjarna Leifi og Frederik Ægidius. Hann segist hafa fallið fyrir íþróttinni um leið. „Þegar ég æfi geri ég það alltaf til að vinna. Ég keppti á móti ótrúlega góðum íþróttamönnum á mjög háu plani,“ sagði Carlos í samtali við Stefán Árni Pálsson. Mjög slæmt ástand í Venesúela Hann kom frá Venesúela en hvernig er ástandið þar? „Í augnablikinu er það mjög slæmt ef satt skal segja. Íslensk stjórnvöld segja að ástandið fari batnandi en það er ekki rétt. Allir sem eru hér og eiga fjölskyldu þar vita hvernig ástandið er. Við erum erum virkilega hrædd við að fara þangað af þeim ástæðum,“ sagði Carlos. „Ég vil vera hér og byggja upp líf mitt hér sem CrossFit íþróttamaður og sem manneskja. Ísland er mjög fallegt land til að eiga líf og það allt,“ sagði Carlos. Kom hingað fyrir ellefu mánuðum Carlos kom til landsins fyrir ellefu mánuðum sem flóttamaður. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum fólks frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi. Um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelja hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu í málum sínum hjá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Er Carlos hræddur um að verða vísað úr landi núna? „Svo sannarlega. Mér líður vel í landinu og ég er ánægður hérna. Ég er þakklátur stjórnvöldum og fólkinu og þá sérstaklega í bænum mínum Keflavík. Fólkið hjá CrossFit Suðurnes kemur fram við mig eins og annað fólk hérna. Eins og ég sé einn af fjölskyldunni,“ sagði Carlos. Hefur áfrýjað Carlos hefur áfrýjað ákvörðun útlendingarstofnunnar um að senda hann úr landi og bíður nú eftir niðurstöðu. Ef ákvörðunin verður ekki honum hagstæð gæti hann þurft að fara úr landi strax næsta dag. „Ef ég fæ svarið á morgun verð ég sennilega að yfirgefa landið innan fimmtán daga eða eitthvað. Ég hef þegar fengið fyrsta svarið í mínu máli. Ég áfrýjaði ákvörðuninni eins og ég sagði þér áðan en ef ég fær svarið á morgun eða hvenær sem þau vilja þá þarf ég að fara úr landi,“ sagði Carlos. Er hann bjartsýnn um að vera hér áfram? „Já hundrað prósent. Alltaf,“ sagði Carlos.
CrossFit Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira