Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2023 10:41 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að sjúkrasjóður félagsins hafi ákveðið að taka þátt í kostnaði við útför manns sem lést í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða í vikunni þrátt fyrir að hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Stöð 2/Ívar Fannar Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð. Adrian Wisniewski Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að faðir sinn hefði búið við hrikalegar aðstæður í iðnaðarhúsnæðinu. Hann stæði ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. Þá sagði hann föður sinn hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Í fyrstu hafi hann unnið við byggingariðnað í Borgarnesi en síðustu tvö ár hafi hann verið á atvinnuleysisbótum. Hann kvaðst ekki vita hvernig hann ætti að standa straum af útfararkostnaði. Enga hjálp virtist vera að fá hjá Eflingu, stéttarfélagi föður hans. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvatti í vikunni félagsfólk Eflingar sem byggi í húsnæðinu á Funahöfða til að hafa samband við félagið. Sólveig segir að þegar sonur mannsins hafi haft samband við stéttarfélagið eftir slysið hafi starfsmaður Eflingar bent á að faðir hans hefði ekki greitt nóg til félagsins til að það tæki þátt í útfararkostnaðinum. Félagið hafi þó aðrar leiðir til að aðstoða fólk í þessari neyð og því hafi verið ákveðið að aðstoða aðstandendur mannsins til að standa straum í útfararkostnaðinum. „Félagið hefur nú sett sig í samband við son mannsins sem lést við þessar hræðilegu aðstæður. Þegar fólk sem ætti að vera félagsfólk í Eflingu en hefur ekki að einhverjum ástæðum ekki náð að vinna sér inn réttindi getur stjórn sjúkrasjóðsins liðsinnt fólki og það höfum við gert og munum halda áfram að gera. Við getum veitt margvíslega aðstoð en það er í höndum sjóðsins að taka ákvörðun um það,“ segir Sólveig. Sonur mannsins sem lést í slysinu sagði í frétt Stöðvar 2 í gær að eigendur hússins hefðu ekki sett sig í samband við sig síðustu í kjölfar slyssins og sér þætti það sorglegt. Hann tjáði fréttastofu í morgun að eftir fréttina í gær hefðu eigendurnir sett sig í samband við sig og boðist til að taka þátt í útfararkostnaðinum. Bruni á Funahöfða Kjaramál Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
Adrian Wisniewski Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að faðir sinn hefði búið við hrikalegar aðstæður í iðnaðarhúsnæðinu. Hann stæði ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. Þá sagði hann föður sinn hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Í fyrstu hafi hann unnið við byggingariðnað í Borgarnesi en síðustu tvö ár hafi hann verið á atvinnuleysisbótum. Hann kvaðst ekki vita hvernig hann ætti að standa straum af útfararkostnaði. Enga hjálp virtist vera að fá hjá Eflingu, stéttarfélagi föður hans. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvatti í vikunni félagsfólk Eflingar sem byggi í húsnæðinu á Funahöfða til að hafa samband við félagið. Sólveig segir að þegar sonur mannsins hafi haft samband við stéttarfélagið eftir slysið hafi starfsmaður Eflingar bent á að faðir hans hefði ekki greitt nóg til félagsins til að það tæki þátt í útfararkostnaðinum. Félagið hafi þó aðrar leiðir til að aðstoða fólk í þessari neyð og því hafi verið ákveðið að aðstoða aðstandendur mannsins til að standa straum í útfararkostnaðinum. „Félagið hefur nú sett sig í samband við son mannsins sem lést við þessar hræðilegu aðstæður. Þegar fólk sem ætti að vera félagsfólk í Eflingu en hefur ekki að einhverjum ástæðum ekki náð að vinna sér inn réttindi getur stjórn sjúkrasjóðsins liðsinnt fólki og það höfum við gert og munum halda áfram að gera. Við getum veitt margvíslega aðstoð en það er í höndum sjóðsins að taka ákvörðun um það,“ segir Sólveig. Sonur mannsins sem lést í slysinu sagði í frétt Stöðvar 2 í gær að eigendur hússins hefðu ekki sett sig í samband við sig síðustu í kjölfar slyssins og sér þætti það sorglegt. Hann tjáði fréttastofu í morgun að eftir fréttina í gær hefðu eigendurnir sett sig í samband við sig og boðist til að taka þátt í útfararkostnaðinum.
Bruni á Funahöfða Kjaramál Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58
Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41
Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01