Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2023 10:41 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að sjúkrasjóður félagsins hafi ákveðið að taka þátt í kostnaði við útför manns sem lést í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða í vikunni þrátt fyrir að hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Stöð 2/Ívar Fannar Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð. Adrian Wisniewski Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að faðir sinn hefði búið við hrikalegar aðstæður í iðnaðarhúsnæðinu. Hann stæði ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. Þá sagði hann föður sinn hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Í fyrstu hafi hann unnið við byggingariðnað í Borgarnesi en síðustu tvö ár hafi hann verið á atvinnuleysisbótum. Hann kvaðst ekki vita hvernig hann ætti að standa straum af útfararkostnaði. Enga hjálp virtist vera að fá hjá Eflingu, stéttarfélagi föður hans. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvatti í vikunni félagsfólk Eflingar sem byggi í húsnæðinu á Funahöfða til að hafa samband við félagið. Sólveig segir að þegar sonur mannsins hafi haft samband við stéttarfélagið eftir slysið hafi starfsmaður Eflingar bent á að faðir hans hefði ekki greitt nóg til félagsins til að það tæki þátt í útfararkostnaðinum. Félagið hafi þó aðrar leiðir til að aðstoða fólk í þessari neyð og því hafi verið ákveðið að aðstoða aðstandendur mannsins til að standa straum í útfararkostnaðinum. „Félagið hefur nú sett sig í samband við son mannsins sem lést við þessar hræðilegu aðstæður. Þegar fólk sem ætti að vera félagsfólk í Eflingu en hefur ekki að einhverjum ástæðum ekki náð að vinna sér inn réttindi getur stjórn sjúkrasjóðsins liðsinnt fólki og það höfum við gert og munum halda áfram að gera. Við getum veitt margvíslega aðstoð en það er í höndum sjóðsins að taka ákvörðun um það,“ segir Sólveig. Sonur mannsins sem lést í slysinu sagði í frétt Stöðvar 2 í gær að eigendur hússins hefðu ekki sett sig í samband við sig síðustu í kjölfar slyssins og sér þætti það sorglegt. Hann tjáði fréttastofu í morgun að eftir fréttina í gær hefðu eigendurnir sett sig í samband við sig og boðist til að taka þátt í útfararkostnaðinum. Bruni á Funahöfða Kjaramál Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Adrian Wisniewski Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að faðir sinn hefði búið við hrikalegar aðstæður í iðnaðarhúsnæðinu. Hann stæði ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. Þá sagði hann föður sinn hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Í fyrstu hafi hann unnið við byggingariðnað í Borgarnesi en síðustu tvö ár hafi hann verið á atvinnuleysisbótum. Hann kvaðst ekki vita hvernig hann ætti að standa straum af útfararkostnaði. Enga hjálp virtist vera að fá hjá Eflingu, stéttarfélagi föður hans. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvatti í vikunni félagsfólk Eflingar sem byggi í húsnæðinu á Funahöfða til að hafa samband við félagið. Sólveig segir að þegar sonur mannsins hafi haft samband við stéttarfélagið eftir slysið hafi starfsmaður Eflingar bent á að faðir hans hefði ekki greitt nóg til félagsins til að það tæki þátt í útfararkostnaðinum. Félagið hafi þó aðrar leiðir til að aðstoða fólk í þessari neyð og því hafi verið ákveðið að aðstoða aðstandendur mannsins til að standa straum í útfararkostnaðinum. „Félagið hefur nú sett sig í samband við son mannsins sem lést við þessar hræðilegu aðstæður. Þegar fólk sem ætti að vera félagsfólk í Eflingu en hefur ekki að einhverjum ástæðum ekki náð að vinna sér inn réttindi getur stjórn sjúkrasjóðsins liðsinnt fólki og það höfum við gert og munum halda áfram að gera. Við getum veitt margvíslega aðstoð en það er í höndum sjóðsins að taka ákvörðun um það,“ segir Sólveig. Sonur mannsins sem lést í slysinu sagði í frétt Stöðvar 2 í gær að eigendur hússins hefðu ekki sett sig í samband við sig síðustu í kjölfar slyssins og sér þætti það sorglegt. Hann tjáði fréttastofu í morgun að eftir fréttina í gær hefðu eigendurnir sett sig í samband við sig og boðist til að taka þátt í útfararkostnaðinum.
Bruni á Funahöfða Kjaramál Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58
Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41
Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01