„Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2023 20:01 Óskar Logi Ágústsson, stofnaði Vintage Caravan árið 2006 þegar hann var tólf ára gamall. Sveitin er enn starfandi og er fræg víða um heim. Vísir/Vilhelm Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Vintage Caravan, segist í eitt sinn hafa verið hræddur þegar aðdáendur börðu hann augum í fyrsta skiptið þar sem hann var staddur á tónleikaferðalagi í Mexíkó. Það hafi verið eina skiptið sem hann hafi hræðst. Óskar Logi segir frá þessu í Einkalífinu á Vísi. Þáttinn má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan en hann er einnig að finna á helstu streymisveitum í hlaðvarpsformi. Þar ræðir Óskar barnæskuna, hvernig það er að vera stórstjarna í útlöndum en einnig sviplegt fráfall eldri bróður hans sem hefur haft mikil áhrif á hann. Nýkominn úr tónleikaferð um Suður-Ameríku „Við vorum í sex löndum. Þetta var Brasilía, Argentína, Síle, Kosta-Ríka, Kólumbía og Mexíkó,“ segir Óskar. Hann segir aðdáendur hafa verið gríðarlega þakkláta fyrir komu sveitarinnar. „Það var fólk að bíða eftir okkur á flugvöllum, bíða eftir okkur á hótelum. Fók var að gráta þegar það hitti okkur og eitthvað sem við erum ekki vanir neins staðar annars staðar.“ Það er bara þannig? „Það er bara svoleiðis. Mér líður alltaf eins og ég sé að skrökva þegar ég segi frá þessu, af því að ég er bara einhver rauðhaus á Álftanesi,“ segir Óskar hlæjandi. Óskar Logi segir aðdáendur allajafna gríðarlega spennta að fá að hitta meðlimi sveitarinnar. Hann segist reka minni til þess þegar aðdáendur hafi fengið að hitta hljómsveitarmeðlimi Vintage Caravan að loknum tónleikum í Mexíkó. Þá hafi orðið uppi fótur og fit í rúmlega 300 manna hópi. „Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur á ævinni. Við förum alltaf beint að spjalla við fólk eftir tónleika, að taka myndir og áritanir og eitthvað,“ segir Óskar. „Í Mexíkó þá var einhver hringstigi aftast í salnum og ég kem þarna fyrstur. Einnhver einn spottar mig og svo koma 300 manns eða eitthvað og hlaupa að mér og byrja að kremja mig upp að vegg. Það þurftu einhverjir tveir jakkafataklæddir öryggisverðir að koma og ýta fólki í burtu. Þarna vildi fólk verða fyrst með mér á mynd. Svo kom Alexander bassaleikari niður stigann og þá ýtti gæi sem var nýbúinn að fá mynd með mér mér til hliðar til að fá mynd af honum,“ segir Óskar hlæjandi. Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Tónlist Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Óskar Logi segir frá þessu í Einkalífinu á Vísi. Þáttinn má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan en hann er einnig að finna á helstu streymisveitum í hlaðvarpsformi. Þar ræðir Óskar barnæskuna, hvernig það er að vera stórstjarna í útlöndum en einnig sviplegt fráfall eldri bróður hans sem hefur haft mikil áhrif á hann. Nýkominn úr tónleikaferð um Suður-Ameríku „Við vorum í sex löndum. Þetta var Brasilía, Argentína, Síle, Kosta-Ríka, Kólumbía og Mexíkó,“ segir Óskar. Hann segir aðdáendur hafa verið gríðarlega þakkláta fyrir komu sveitarinnar. „Það var fólk að bíða eftir okkur á flugvöllum, bíða eftir okkur á hótelum. Fók var að gráta þegar það hitti okkur og eitthvað sem við erum ekki vanir neins staðar annars staðar.“ Það er bara þannig? „Það er bara svoleiðis. Mér líður alltaf eins og ég sé að skrökva þegar ég segi frá þessu, af því að ég er bara einhver rauðhaus á Álftanesi,“ segir Óskar hlæjandi. Óskar Logi segir aðdáendur allajafna gríðarlega spennta að fá að hitta meðlimi sveitarinnar. Hann segist reka minni til þess þegar aðdáendur hafi fengið að hitta hljómsveitarmeðlimi Vintage Caravan að loknum tónleikum í Mexíkó. Þá hafi orðið uppi fótur og fit í rúmlega 300 manna hópi. „Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur á ævinni. Við förum alltaf beint að spjalla við fólk eftir tónleika, að taka myndir og áritanir og eitthvað,“ segir Óskar. „Í Mexíkó þá var einhver hringstigi aftast í salnum og ég kem þarna fyrstur. Einnhver einn spottar mig og svo koma 300 manns eða eitthvað og hlaupa að mér og byrja að kremja mig upp að vegg. Það þurftu einhverjir tveir jakkafataklæddir öryggisverðir að koma og ýta fólki í burtu. Þarna vildi fólk verða fyrst með mér á mynd. Svo kom Alexander bassaleikari niður stigann og þá ýtti gæi sem var nýbúinn að fá mynd með mér mér til hliðar til að fá mynd af honum,“ segir Óskar hlæjandi. Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Tónlist Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira