Innlent

Ný Dimmali­mm gangi nærri sæmdar­rétti og rétt­mætum við­skipta­háttum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ný útgáfa af Sögunni af Dimmalimm sem merkt er Guðmundi Thorsteinssyni hefur vakið mikla athygli.
Ný útgáfa af Sögunni af Dimmalimm sem merkt er Guðmundi Thorsteinssyni hefur vakið mikla athygli. Óðinsauga

Mynd­stef - Mynd­höfundar­sjóður Ís­lands, telur nýja út­gáfu Óðins­auga af barna­bókinni Sagan af Dimmali­mm eftir Guð­mund Thor­steins­son, Mugg, ganga nærri sæmdar­rétti höfundarins og rétt­mætum við­skipta­háttum. Þá telja sam­tökin á­lita­mál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati sam­takanna að stíga var­lega til jarðar við breyttar fram­tíðar­út­gáfur verksins.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá sam­tökunum. Til­efnið er frétt Vísis af því að að­stand­endur Muggs telji það ó­sið­legt að ný út­gáfa sé undir hans nafni, þar sem verkið sé ekki lengur eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Nýja út­gáfan er væntan­leg í verslanir í októ­ber.

Sæmdar­réttur höfunda falli ekki úr gildi

Í til­kynningu sinni segir Mynd­stef að hlut­verk sitt sé að standa vörð um hags­muni mynd­höfunda og annarra sjón­höfunda. Það er mat sam­takanna að Sagan af Dimmali­mm sé eitt ást­sælasta verk þjóðarinnar og ó­metan­legur hluti af menningar­arfi Ís­lands.

Segja sam­tökin að þó verkið sé úr höfundar­vernd, þar sem höfundar­réttur haldist í sjö­tíu ár, gildi sér­stök sjónar­mið um sæmdar­rétt höfunda sem ekki falla úr gildi.

„Aftur á móti gilda sér­stök sjónar­mið um sæmdar­rétt höfunda sem falla ekki úr gildi, en þrátt fyrir að verk renni úr höfunda­vernd, er eftir sem áður ó­heimilt að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því sam­hengi, að skert geti höfunda­heiður eða höfunda­sér­kenni, sbr. 2. mgr. 4. gr. höfunda­laga.“

Segja um að ræða grund­vallar­breytingu

Nú standi til að gefa verkið út í nýrri og breyttri mynd af út­gáfu­fé­laginu Óðins­auga. Þar sé nafn verksins ó­breytt og nafn Muggs jafn­framt notað við út­gáfuna.

„Vilja því ofan­greind sam­tök höfunda benda á að slík út­gáfa gæti bæði talist ganga nærri sæmdar­rétti höfundar og rétt­mætum við­skipta­háttum, og einnig kvikna sjónar­mið um fölsun, og þarf því að mati sam­takanna að stíga var­lega til jarðar við breyttar fram­tíðar­út­gáfur verksins.“

Benda sam­tökin á að Sagan um Dimmali­mm sé fyrsta eigin­lega ís­lenska mynda­sagan (e. Picture story). Þar sé um að ræða tegund verks þar sem saga sé sögð með röð mynda og þar sem textinn styðji frá­sögnina en ekki öfugt.

„Og er því heild­ræn og list­ræn fram­setning verksins hvar textanum er fundinn staður í frá­sögninni. Í fyrir­hugaðri út­gáfu er búið að snúa fram­setningunni við þannig að um sé að ræða mynd­skreytt bók­mennta­verk en ekki öfugt. Þetta er grund­vallar­breyting á heildar­verkinu.“

Telja brýnt að út­gefandi hafi sam­band

Þá segja sam­tökin að það þurfi að sama skapi að­fara var­lega með miðil frum­myndanna. Í upp­haf­legu verki hafi þær verið vatns­litaðar og með á­kveðnu sér­kenni höfundar.

„Ef myndirnar eru af­bakaðar þannig að breyting er á list­rænni fram­setningu heildar­verksins, gæti slík fram­setning og breyting talist ganga nærri sæmdar­rétti höfundar.“

Segja sam­tökin að endingu að sé endur­út­gáfa af bókinni fyrir­huguð, telji Mynd­stef brýnt að út­gefandi setji sig í sam­band við Mynd­stef og þiggi ráð­gjöf um fyrir­hugaða út­gáfu, fram­setningu og kynningu á út­gáfunni.

„Til að freista þess að ný út­gáfa verði talin sjálf­stætt verk og gangi ekki nærri frum­verkinu. Hjá Mynd­stef starfar sér­fræðingur í höfunda­rétti sem getur veitt slíka ráð­gjöf.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.