„Það er í lagi að vera forvitinn, en komiði samt kurteisislega fram“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. september 2023 23:23 David og Móey auk tveggja barna þeirra. Aðsend David Telusnord, íbúi í Kópavogi, biðlar til fólks að koma fram af virðingu eftir að hafa lent í leiðinlegu atviki í sturtuklefanum í Breiðholtslaug í dag sem lyktaði af kynþáttafordómum. Eiginkona hans og barnsmóðir segir atvikið ekki eitthvað sem hún vilji bjóða börnum þeirra, sem einnig eru dökk á hörund, upp á. David segist hafa verið að koma upp úr sundi með vini sínum þegar íslenskur maður í sturtuklefanum segir við þá „What's up Africa?“ Honum hafi brugðið og spurt hvers vegna maðurinn héldi að hann sé frá Afríku og bætir við að fordómafullt sé að gera ráð fyrir slíku. Maðurinn hafi þá sagt, „Skoðanir eru bara eins og rassgöt, við erum öll með þær.“ Í kjölfarið hafi leiðinlegar rökræður orðið sem ekki bættu úr skák. David segist furða sig á því að enginn hafi gripið inn í þrátt fyrir að margir hafi verið á staðnum. Þá segist hann vonsvikinn á framkomu mannsins en reynsla hans sem svartur maður á Íslandi hafi fram að þessu verið góð. Móey Pála Rúnarsdóttir eiginkona hans segir mikilvægt að vera á varðbergi og grípa inn í verði maður vitni að fordómafullum athugasemdum. „Við eigum tvö blönduð börn og þetta er ekki eitthvað sem ég vil bjóða þeim upp á,“ segir Móey í samtali við Vísi. David segir mikilvægt að fólk gæti að viðhorfi sínu til allra innflytjenda, ekki bara svartra. „Það er allt í lagi að vera forvitinn. En komið samt kurteisislega fram,“ segir David. Kynþáttafordómar Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
David segist hafa verið að koma upp úr sundi með vini sínum þegar íslenskur maður í sturtuklefanum segir við þá „What's up Africa?“ Honum hafi brugðið og spurt hvers vegna maðurinn héldi að hann sé frá Afríku og bætir við að fordómafullt sé að gera ráð fyrir slíku. Maðurinn hafi þá sagt, „Skoðanir eru bara eins og rassgöt, við erum öll með þær.“ Í kjölfarið hafi leiðinlegar rökræður orðið sem ekki bættu úr skák. David segist furða sig á því að enginn hafi gripið inn í þrátt fyrir að margir hafi verið á staðnum. Þá segist hann vonsvikinn á framkomu mannsins en reynsla hans sem svartur maður á Íslandi hafi fram að þessu verið góð. Móey Pála Rúnarsdóttir eiginkona hans segir mikilvægt að vera á varðbergi og grípa inn í verði maður vitni að fordómafullum athugasemdum. „Við eigum tvö blönduð börn og þetta er ekki eitthvað sem ég vil bjóða þeim upp á,“ segir Móey í samtali við Vísi. David segir mikilvægt að fólk gæti að viðhorfi sínu til allra innflytjenda, ekki bara svartra. „Það er allt í lagi að vera forvitinn. En komið samt kurteisislega fram,“ segir David.
Kynþáttafordómar Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira