„Við ætlum að berjast með hverjum blóðdropa“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 28. september 2023 19:25 Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV Vísir/Hulda Margrét „Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik, mér fannst við hrikalega góðir hér í kvöld. Hugfarið og karakterin var upp á tíu og það sást langar leiðir að okkur langaði í þrjú stig,“ sagði Hermann Hreiðarson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tap á móti KA á Greifavellinum í dag. „Við gerðum allt í okkar valdi til að ná í þessi þrjú stig á móti sterku liði KA manna. Við vorum sjálfum okkur verstir hér í kvöld. Við afhendum þeim mörkin á silfurfati en fáum okkar dauðafæri sem við nýtum ekki. Ég met þetta sem svo að við vorum heilt yfir sterkara liðið.“ KA skoraði sitt fyrsta mark úr eina færi leiksins á þeim tímapunkti en það kom á 18. mínútu leiksins. „Það var ekkert að gerast í leiknum á því augnabliki, hvorki hjá okkur né þeim en svona gerast bara hlutir. Við vorum ekkert að dvelja við það, við keyrðum okkur í gang strax og skoruðum fljótlega. Þegar þeir skora þetta þriðja mark að þá fannst mér við detta of langt niður. Það var þungt að taka þessu marki númer tvö því aftur var þetta klaufagangur hjá okkur.“ Síðustu tuttugu mínútur leiksins voru ÍBV með yfirhöndina en náðu ekki að nýta sér þau færi og sénsa sem þeir fengu. „Síðustu 20 mínútur fór hins vegar allt í gang hjá okkur og það var mikill hugur í okkur en það var bara ekki nóg. Mér fannst við klaufar hér í lokin, við vorum stundum ekki að klára hlaupin okkar en ég beið samt eftir að við myndum skora. Mér fannst vera það mikil orka í liðinu. Ég held að allir skynji það að við ætlum að berjast með hverjum einasta blóðdropa sem við höfum til að ná í nógu mörg stig til að halda okkur uppi.“ Hermann var þrátt fyrir tapið ánægður með leik sinna manna í dag. „Það er fullt hrós á hópinn, það skiluðu allir sínu og rúmlega það hvort sem þeir byrjuðu eða komu inn af bekknum. Það er gott að sjá hvað er mikil samstaða hjá okkur, við vitum alveg að það styttist í lok mót. Það eru tveir leikir eftir og þar eru sex stig sem við ætlum að ná í.“ Í lok leiks kom léleg sending niður á Steinþór Már Auðunsson í marki KA, Sverrir Páll Hjalsted hljóp á eftir boltanum en þeir tveir skullu saman sem varð til þess að Sverrir fór meiddur af velli. Dómari leiksins dæmi aukaspyrnu á Sverrir en það var mjög umdeilt hvort um vítaspyrnu væri að ræða sem ÍBV fékk þá ekki. „Ég sá þetta ekki nógu vel þannig ég get ekki dæmt um það en við höfum svo sem ekki verið að fá víti yfir höfuð þegar við höfum átt það skilið þannig það er engin breyting þar á.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson, Alex Freyr Hilmarsson og Sverrir Páll Hjalsted fóru allir af velli meiddir. „Ég veit ekki hvernig staðan er á Sverri en það er möguleiki að Alex og Eiður spili næsta leik. Það er mjög stutt í næsta leik. Sverrir fer í myndatöku, þetta var rosalegt högg. Þetta er mjög fúlt og endurspeglar sumarið svolítið því það hafa verið mikið um meiðsli hjá okkur. Það kom hins vegar maður í mann stað í dag og við vitum að það eru sex stig í pottinum og við ætlum að ná í þau.“ ÍBV KA Besta deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sjá meira
„Við gerðum allt í okkar valdi til að ná í þessi þrjú stig á móti sterku liði KA manna. Við vorum sjálfum okkur verstir hér í kvöld. Við afhendum þeim mörkin á silfurfati en fáum okkar dauðafæri sem við nýtum ekki. Ég met þetta sem svo að við vorum heilt yfir sterkara liðið.“ KA skoraði sitt fyrsta mark úr eina færi leiksins á þeim tímapunkti en það kom á 18. mínútu leiksins. „Það var ekkert að gerast í leiknum á því augnabliki, hvorki hjá okkur né þeim en svona gerast bara hlutir. Við vorum ekkert að dvelja við það, við keyrðum okkur í gang strax og skoruðum fljótlega. Þegar þeir skora þetta þriðja mark að þá fannst mér við detta of langt niður. Það var þungt að taka þessu marki númer tvö því aftur var þetta klaufagangur hjá okkur.“ Síðustu tuttugu mínútur leiksins voru ÍBV með yfirhöndina en náðu ekki að nýta sér þau færi og sénsa sem þeir fengu. „Síðustu 20 mínútur fór hins vegar allt í gang hjá okkur og það var mikill hugur í okkur en það var bara ekki nóg. Mér fannst við klaufar hér í lokin, við vorum stundum ekki að klára hlaupin okkar en ég beið samt eftir að við myndum skora. Mér fannst vera það mikil orka í liðinu. Ég held að allir skynji það að við ætlum að berjast með hverjum einasta blóðdropa sem við höfum til að ná í nógu mörg stig til að halda okkur uppi.“ Hermann var þrátt fyrir tapið ánægður með leik sinna manna í dag. „Það er fullt hrós á hópinn, það skiluðu allir sínu og rúmlega það hvort sem þeir byrjuðu eða komu inn af bekknum. Það er gott að sjá hvað er mikil samstaða hjá okkur, við vitum alveg að það styttist í lok mót. Það eru tveir leikir eftir og þar eru sex stig sem við ætlum að ná í.“ Í lok leiks kom léleg sending niður á Steinþór Már Auðunsson í marki KA, Sverrir Páll Hjalsted hljóp á eftir boltanum en þeir tveir skullu saman sem varð til þess að Sverrir fór meiddur af velli. Dómari leiksins dæmi aukaspyrnu á Sverrir en það var mjög umdeilt hvort um vítaspyrnu væri að ræða sem ÍBV fékk þá ekki. „Ég sá þetta ekki nógu vel þannig ég get ekki dæmt um það en við höfum svo sem ekki verið að fá víti yfir höfuð þegar við höfum átt það skilið þannig það er engin breyting þar á.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson, Alex Freyr Hilmarsson og Sverrir Páll Hjalsted fóru allir af velli meiddir. „Ég veit ekki hvernig staðan er á Sverri en það er möguleiki að Alex og Eiður spili næsta leik. Það er mjög stutt í næsta leik. Sverrir fer í myndatöku, þetta var rosalegt högg. Þetta er mjög fúlt og endurspeglar sumarið svolítið því það hafa verið mikið um meiðsli hjá okkur. Það kom hins vegar maður í mann stað í dag og við vitum að það eru sex stig í pottinum og við ætlum að ná í þau.“
ÍBV KA Besta deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sjá meira