„Við ætlum að berjast með hverjum blóðdropa“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 28. september 2023 19:25 Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV Vísir/Hulda Margrét „Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik, mér fannst við hrikalega góðir hér í kvöld. Hugfarið og karakterin var upp á tíu og það sást langar leiðir að okkur langaði í þrjú stig,“ sagði Hermann Hreiðarson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tap á móti KA á Greifavellinum í dag. „Við gerðum allt í okkar valdi til að ná í þessi þrjú stig á móti sterku liði KA manna. Við vorum sjálfum okkur verstir hér í kvöld. Við afhendum þeim mörkin á silfurfati en fáum okkar dauðafæri sem við nýtum ekki. Ég met þetta sem svo að við vorum heilt yfir sterkara liðið.“ KA skoraði sitt fyrsta mark úr eina færi leiksins á þeim tímapunkti en það kom á 18. mínútu leiksins. „Það var ekkert að gerast í leiknum á því augnabliki, hvorki hjá okkur né þeim en svona gerast bara hlutir. Við vorum ekkert að dvelja við það, við keyrðum okkur í gang strax og skoruðum fljótlega. Þegar þeir skora þetta þriðja mark að þá fannst mér við detta of langt niður. Það var þungt að taka þessu marki númer tvö því aftur var þetta klaufagangur hjá okkur.“ Síðustu tuttugu mínútur leiksins voru ÍBV með yfirhöndina en náðu ekki að nýta sér þau færi og sénsa sem þeir fengu. „Síðustu 20 mínútur fór hins vegar allt í gang hjá okkur og það var mikill hugur í okkur en það var bara ekki nóg. Mér fannst við klaufar hér í lokin, við vorum stundum ekki að klára hlaupin okkar en ég beið samt eftir að við myndum skora. Mér fannst vera það mikil orka í liðinu. Ég held að allir skynji það að við ætlum að berjast með hverjum einasta blóðdropa sem við höfum til að ná í nógu mörg stig til að halda okkur uppi.“ Hermann var þrátt fyrir tapið ánægður með leik sinna manna í dag. „Það er fullt hrós á hópinn, það skiluðu allir sínu og rúmlega það hvort sem þeir byrjuðu eða komu inn af bekknum. Það er gott að sjá hvað er mikil samstaða hjá okkur, við vitum alveg að það styttist í lok mót. Það eru tveir leikir eftir og þar eru sex stig sem við ætlum að ná í.“ Í lok leiks kom léleg sending niður á Steinþór Már Auðunsson í marki KA, Sverrir Páll Hjalsted hljóp á eftir boltanum en þeir tveir skullu saman sem varð til þess að Sverrir fór meiddur af velli. Dómari leiksins dæmi aukaspyrnu á Sverrir en það var mjög umdeilt hvort um vítaspyrnu væri að ræða sem ÍBV fékk þá ekki. „Ég sá þetta ekki nógu vel þannig ég get ekki dæmt um það en við höfum svo sem ekki verið að fá víti yfir höfuð þegar við höfum átt það skilið þannig það er engin breyting þar á.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson, Alex Freyr Hilmarsson og Sverrir Páll Hjalsted fóru allir af velli meiddir. „Ég veit ekki hvernig staðan er á Sverri en það er möguleiki að Alex og Eiður spili næsta leik. Það er mjög stutt í næsta leik. Sverrir fer í myndatöku, þetta var rosalegt högg. Þetta er mjög fúlt og endurspeglar sumarið svolítið því það hafa verið mikið um meiðsli hjá okkur. Það kom hins vegar maður í mann stað í dag og við vitum að það eru sex stig í pottinum og við ætlum að ná í þau.“ ÍBV KA Besta deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira
„Við gerðum allt í okkar valdi til að ná í þessi þrjú stig á móti sterku liði KA manna. Við vorum sjálfum okkur verstir hér í kvöld. Við afhendum þeim mörkin á silfurfati en fáum okkar dauðafæri sem við nýtum ekki. Ég met þetta sem svo að við vorum heilt yfir sterkara liðið.“ KA skoraði sitt fyrsta mark úr eina færi leiksins á þeim tímapunkti en það kom á 18. mínútu leiksins. „Það var ekkert að gerast í leiknum á því augnabliki, hvorki hjá okkur né þeim en svona gerast bara hlutir. Við vorum ekkert að dvelja við það, við keyrðum okkur í gang strax og skoruðum fljótlega. Þegar þeir skora þetta þriðja mark að þá fannst mér við detta of langt niður. Það var þungt að taka þessu marki númer tvö því aftur var þetta klaufagangur hjá okkur.“ Síðustu tuttugu mínútur leiksins voru ÍBV með yfirhöndina en náðu ekki að nýta sér þau færi og sénsa sem þeir fengu. „Síðustu 20 mínútur fór hins vegar allt í gang hjá okkur og það var mikill hugur í okkur en það var bara ekki nóg. Mér fannst við klaufar hér í lokin, við vorum stundum ekki að klára hlaupin okkar en ég beið samt eftir að við myndum skora. Mér fannst vera það mikil orka í liðinu. Ég held að allir skynji það að við ætlum að berjast með hverjum einasta blóðdropa sem við höfum til að ná í nógu mörg stig til að halda okkur uppi.“ Hermann var þrátt fyrir tapið ánægður með leik sinna manna í dag. „Það er fullt hrós á hópinn, það skiluðu allir sínu og rúmlega það hvort sem þeir byrjuðu eða komu inn af bekknum. Það er gott að sjá hvað er mikil samstaða hjá okkur, við vitum alveg að það styttist í lok mót. Það eru tveir leikir eftir og þar eru sex stig sem við ætlum að ná í.“ Í lok leiks kom léleg sending niður á Steinþór Már Auðunsson í marki KA, Sverrir Páll Hjalsted hljóp á eftir boltanum en þeir tveir skullu saman sem varð til þess að Sverrir fór meiddur af velli. Dómari leiksins dæmi aukaspyrnu á Sverrir en það var mjög umdeilt hvort um vítaspyrnu væri að ræða sem ÍBV fékk þá ekki. „Ég sá þetta ekki nógu vel þannig ég get ekki dæmt um það en við höfum svo sem ekki verið að fá víti yfir höfuð þegar við höfum átt það skilið þannig það er engin breyting þar á.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson, Alex Freyr Hilmarsson og Sverrir Páll Hjalsted fóru allir af velli meiddir. „Ég veit ekki hvernig staðan er á Sverri en það er möguleiki að Alex og Eiður spili næsta leik. Það er mjög stutt í næsta leik. Sverrir fer í myndatöku, þetta var rosalegt högg. Þetta er mjög fúlt og endurspeglar sumarið svolítið því það hafa verið mikið um meiðsli hjá okkur. Það kom hins vegar maður í mann stað í dag og við vitum að það eru sex stig í pottinum og við ætlum að ná í þau.“
ÍBV KA Besta deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira