Usher sér um hálfleikstónleika Ofurskálarinnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2023 17:35 Usher hefur lengi verið ein stærsta poppstjarna heims. getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Usher mun mun troða upp í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta á næsta ári. Í tilkynningu er greint frá tíðindunum á skemmtilegan hátt með aðstoð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian: USHER. LAS VEGAS. APPLE MUSIC HALFTIME SHOW. #SBLVIII https://t.co/Vh4qVbiAa4@Usher, @nfl, @rocnation, @nfloncbs pic.twitter.com/scsFio8FmO— Apple Music (@AppleMusic) September 24, 2023 Ofurskálin, sem heitir á frummálinu Super bowl, hefur undanfarin ár verið einn vinsælasti sjónvarpsviðburður heims. Æ fleiri hérlendis fylgjast með leiknum en margir hafa meiri áhuga á hálfleikstónleikunum, sem og tilheyrandi bandarískum veitingum sem áhorfendur gæða sér jafnan á í Ofurskálarpartíum. „Það er heiður lífs míns að fá loksins að spila á Ofurskálartónleikum. Ég get ekki beðið eftir að færa heiminum tónleika, sem verða ólíkir nokkru öðru en fólk hefur séð af mér áður,“ er haft eftir Usher. Usher, sem verður 45 ára í október, hefur lengi verið einn vinsælasti R&B söngvari heims. Hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1994 og hefur reglulega gefið út slagara frá þeim tíma. Margir vinsælustu tónlistarmenn heims hafa komið fram á Ofurskálartónleikunum, nú síðast söngkonan Rihanna sem sýndi óléttubumbu sína í fyrsta sinn á tónleikunum í febrúar en hún og rapparinn A$AP Rocky eignuðust sitt annað barn í síðasta mánuði. Ofurskálin Tónlist Bandaríkin Bandaríski fótboltinn Hollywood Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59 Rihanna og ASAP gáfu syninum óvenjulegt nafn Sonur bandaríska tónlistarfólksins Rihönnu og ASAP Rocky hefur verið nefndur. Hann heitir Riot Rose Mayers og er þess getið í erlendum slúðurmiðlum að nafnið vekji athygli en talið er að hann sé nefndur eftir einu frægasta lagi rapparans. 8. september 2023 11:57 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Í tilkynningu er greint frá tíðindunum á skemmtilegan hátt með aðstoð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian: USHER. LAS VEGAS. APPLE MUSIC HALFTIME SHOW. #SBLVIII https://t.co/Vh4qVbiAa4@Usher, @nfl, @rocnation, @nfloncbs pic.twitter.com/scsFio8FmO— Apple Music (@AppleMusic) September 24, 2023 Ofurskálin, sem heitir á frummálinu Super bowl, hefur undanfarin ár verið einn vinsælasti sjónvarpsviðburður heims. Æ fleiri hérlendis fylgjast með leiknum en margir hafa meiri áhuga á hálfleikstónleikunum, sem og tilheyrandi bandarískum veitingum sem áhorfendur gæða sér jafnan á í Ofurskálarpartíum. „Það er heiður lífs míns að fá loksins að spila á Ofurskálartónleikum. Ég get ekki beðið eftir að færa heiminum tónleika, sem verða ólíkir nokkru öðru en fólk hefur séð af mér áður,“ er haft eftir Usher. Usher, sem verður 45 ára í október, hefur lengi verið einn vinsælasti R&B söngvari heims. Hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1994 og hefur reglulega gefið út slagara frá þeim tíma. Margir vinsælustu tónlistarmenn heims hafa komið fram á Ofurskálartónleikunum, nú síðast söngkonan Rihanna sem sýndi óléttubumbu sína í fyrsta sinn á tónleikunum í febrúar en hún og rapparinn A$AP Rocky eignuðust sitt annað barn í síðasta mánuði.
Ofurskálin Tónlist Bandaríkin Bandaríski fótboltinn Hollywood Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59 Rihanna og ASAP gáfu syninum óvenjulegt nafn Sonur bandaríska tónlistarfólksins Rihönnu og ASAP Rocky hefur verið nefndur. Hann heitir Riot Rose Mayers og er þess getið í erlendum slúðurmiðlum að nafnið vekji athygli en talið er að hann sé nefndur eftir einu frægasta lagi rapparans. 8. september 2023 11:57 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59
Rihanna og ASAP gáfu syninum óvenjulegt nafn Sonur bandaríska tónlistarfólksins Rihönnu og ASAP Rocky hefur verið nefndur. Hann heitir Riot Rose Mayers og er þess getið í erlendum slúðurmiðlum að nafnið vekji athygli en talið er að hann sé nefndur eftir einu frægasta lagi rapparans. 8. september 2023 11:57