Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2023 21:05 María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, segir mikilvægt að ræða um stafrænt kynferðisofbeldi við fólk. Vísir/Vilhelm Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. Slík máli hafi þó ekki komið á borð lögreglu, en tilkynningum um stafrænt kynferðisofbeldi hefur fjölgað. El País fjallaði um það í vikunni að unglingsstúlkur á Spáni hefðu lent í því að koma aftur í skólann og komist að því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Umræddar myndir hafi verið gerðar í gervigreind. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, ræddi um stafrænt kynferðisofbeldi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún veit ekki til þess að mál líkt og það á Spáni hafi komið upp á Íslandi. Slíkt myndi þó ekki koma henni á óvart vegna þess hversu nýjungagjarnir Íslendingar séu. Líkt og oft áður, segir María, sé bæði hægt að nota tæknina til góðs og ills. „Þetta er ansi gott dæmi um það. Þarna er verið að nota tæknina til ills. Og það er eitthvað sem við verðum alltaf að hafa í huga: allar þessar framfarir eru ekki bara jákvæðar. Þær fela líka í sér neikvæðar hliðar,“ segir hún. Eins og ef um raunverulega mynd væri að ræða María bendir á að lagaákvæði varðandi kynferðislegt friðhelgi einstaklinga myndi vernda fólk í málum sem þessum. Spurð um hvort sömu viðurlög væru við því að deila raunverulegum nektarmyndum og samskonar myndum gerðar af gervigreind segir hún svo vera. „Það sem að við horfum til varðandi matið á viðurlögunum er til dæmis hversu umfangsmikil dreifingin er. Hvers eðlis myndirnar eru og til hverra þeirra er dreift,“ Þá segir María löggjöfina á Íslandi betri en víða í Evrópu þar sem dreifing á nektarmyndum, fölsuðum af gervigreind, myndi ekki endilega teljast til lögbrota. Spurð um hvort ábyrgð gerenda geti verið óljós þegar gervigreind eigi í hlut bendir María á að í sumum gervigreindarforritum þurfi ekki að skrá sig inn. Það verði til þess að erfitt geti verið að finna út hver hafi látið gera myndina. Telji brotin stundum fyndin Eitt af vandamálum þessara mála sé að þeir sem fremji stafræn kynferðisbrot geri það ekki með illum ásetningi. Það telji til að mynda að brotin geti verið fyndin. María bendir á að fræðimenn hafi bent á að normalísering brota í líkingu við þau sem um er rætt hafi mikil áhrif. „Þá erum við um leið að breyta félagslegum viðmiðum okkar um það hvað sé ásættanlegt í samskiptum okkar við aðra einstaklinga.“ Því segir hún mikilvægt að bregðast við ef einhver haldi því fram að stafrænt kynferðisbrot sé framið í háði. „Ef við ýtum ekki til baka þá verður það normaliserað, og hefur síðan áhrif á það hvað okkur finnst eðlilegt og ásættanlegt alveg óháð löggjöfinni.“ María segir mikilvægt að ræða við börn, og fólk almennt, um það hvað sé viðeigandi að gera á netinu og með tækni eins og þessa. Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tækni Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Slík máli hafi þó ekki komið á borð lögreglu, en tilkynningum um stafrænt kynferðisofbeldi hefur fjölgað. El País fjallaði um það í vikunni að unglingsstúlkur á Spáni hefðu lent í því að koma aftur í skólann og komist að því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Umræddar myndir hafi verið gerðar í gervigreind. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, ræddi um stafrænt kynferðisofbeldi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún veit ekki til þess að mál líkt og það á Spáni hafi komið upp á Íslandi. Slíkt myndi þó ekki koma henni á óvart vegna þess hversu nýjungagjarnir Íslendingar séu. Líkt og oft áður, segir María, sé bæði hægt að nota tæknina til góðs og ills. „Þetta er ansi gott dæmi um það. Þarna er verið að nota tæknina til ills. Og það er eitthvað sem við verðum alltaf að hafa í huga: allar þessar framfarir eru ekki bara jákvæðar. Þær fela líka í sér neikvæðar hliðar,“ segir hún. Eins og ef um raunverulega mynd væri að ræða María bendir á að lagaákvæði varðandi kynferðislegt friðhelgi einstaklinga myndi vernda fólk í málum sem þessum. Spurð um hvort sömu viðurlög væru við því að deila raunverulegum nektarmyndum og samskonar myndum gerðar af gervigreind segir hún svo vera. „Það sem að við horfum til varðandi matið á viðurlögunum er til dæmis hversu umfangsmikil dreifingin er. Hvers eðlis myndirnar eru og til hverra þeirra er dreift,“ Þá segir María löggjöfina á Íslandi betri en víða í Evrópu þar sem dreifing á nektarmyndum, fölsuðum af gervigreind, myndi ekki endilega teljast til lögbrota. Spurð um hvort ábyrgð gerenda geti verið óljós þegar gervigreind eigi í hlut bendir María á að í sumum gervigreindarforritum þurfi ekki að skrá sig inn. Það verði til þess að erfitt geti verið að finna út hver hafi látið gera myndina. Telji brotin stundum fyndin Eitt af vandamálum þessara mála sé að þeir sem fremji stafræn kynferðisbrot geri það ekki með illum ásetningi. Það telji til að mynda að brotin geti verið fyndin. María bendir á að fræðimenn hafi bent á að normalísering brota í líkingu við þau sem um er rætt hafi mikil áhrif. „Þá erum við um leið að breyta félagslegum viðmiðum okkar um það hvað sé ásættanlegt í samskiptum okkar við aðra einstaklinga.“ Því segir hún mikilvægt að bregðast við ef einhver haldi því fram að stafrænt kynferðisbrot sé framið í háði. „Ef við ýtum ekki til baka þá verður það normaliserað, og hefur síðan áhrif á það hvað okkur finnst eðlilegt og ásættanlegt alveg óháð löggjöfinni.“ María segir mikilvægt að ræða við börn, og fólk almennt, um það hvað sé viðeigandi að gera á netinu og með tækni eins og þessa.
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tækni Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira