Innlent

Haf­steinn Dan tekur við for­mennsku í refsiréttarnefnd

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík, er nýr formaður refsiréttarnefndar.
Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík, er nýr formaður refsiréttarnefndar. HR

Hafsteinn Dan Kritjánsson hefur verið skipaður formaður refsiréttarnefndar. Nefndin hefur það hlutverk að vera dómsmálaráðuneytinu til ráðgjafar á sviði refsiréttar en Hafsteinn tekur við starfinu af doktor Svölu Ísfeld Ólafsdóttur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu, en Hafsteinn er prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík. Auk Hafsteins taka sæti í nefndinni þau Daði Kristjánsson héraðsdómari og Hulda Elsa Björgvinsdóttir lögfræðingur. Áfram eiga einnig sæti í nefndinni þau Símon Sigvaldason landsréttardómari og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.

Fram kemur í tilkynningunni um verkefni nefndarinnar að þau felist meðal annars í því að vera dómsmálaráðherra til ráðgjafar um samningu frumvarpa og annarra reglna á sviði refsiréttar, að semja frumvörp og aðrar reglur að beiðni ráðherra á því sviði og í samræmi við áætlun og áherslur ráðherra, veita umsagnir um frumvörp og aðrar tillögur er varða refsirétt og að fylgjast með þróun á sviði refsiréttar, þar með talið erlendra refsilaga, einkum á Norðurlöndum, og alþjóðlegum viðhorfum á þessu sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×