Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2025 09:52 Almannarómur mun þjóna sem starfsstöð New Nordics AI á Íslandi. Almannarómur er óháð sjálfseignarstofnun og miðstöð máltækni, samkvæmt samningi við menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið. New Nordics AI, ný norræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð, verður opnuð í dag. Aðalskrifstofur miðstöðvarinnar verða í Stokkhólmi en opnunarhátíðin fer fram í Helsinki, í tenglsum við formennsku Finnlands og Álandseyja í Norrænu ráðherranefndinni. Um er að ræða samstarf fimm leiðandi aðila í gervigreind: Almannaróms á Íslandi, Ai Sweden í Svíþjóð, AI Finland í Finnlandi, Digital Dogme í Danmörku og Tek Norge í Noregi. „Þessar stofnanir munu þjóna sem starfsstöðvar miðstöðvarinnar í hverju landi fyrir sig og vinna náið með höfuðstöðvunum í Stokkhólmi. Ætlunin er að Eystrasaltsríkin taki þátt í miðstöðinni á komandi misserum. Með því að sameina krafta sína geta löndin auðveldað notkun og þróun gervigreindar og styrkt stöðu sína í málaflokknum í alþjóðlegu samhengi,“ segir í tilkynningu frá Almannarómi. Meðal fyrstu verkefna New Nordics AI verður að koma á fót vettvangi til innleiðingar og túlkunar á nýrri gervigreindarreglugerð Evrópusambandsins, samstarfsvettvangi um stór mállíkön fyrir svæið og verkefni um samspil gervigreindar og orkunotkunar. Verkefnið nýtur stuðnings allra norrænu ríkjanna og hlaut í sumar stofnframlag frá Norrænu ráðherranefndinni upp á tæpar 570 milljónir króna. Þá hafa Google, Microsoft og Nordic Innovation samþykkt að styðja verkefnið fjárhagslega. „Gervigreindarmiðstöðin er lykilatriði í markmiði okkar um að gera Norðurlöndin að sjálbærasta og tengdasta svæði í heimi. Norrræna-baltneska svæðið hefur einstakt tækifæri til að verða leiðandi í ábyrgri gervigreind, með góðri samvinnu þvert á landamæri og geria og styrkja þannig samkeppnishæfni svæðisins með uppbyggingu sjálfbærrar framtíðar,“ segir Karen Elleman, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Ég er stolt af því að Norræna ráðherranefndin styrki og styðji við þetta verkefni. Í miðju alþjóðlegu gervigreindarkapphlaupi kostar að afhafast ekkert. Því gleður það mig að við getum státað af þessu verkefni og að við séum í því saman.“ Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir að í gegnum þátttöku í New Nordics AI muni Íslendingar geta byggt á styrkleikum nágrannaþjóðanna í gervigreind og deilt sínum styrkleikum með þeim. „Norðurlöndin senda með þessu skilaboð út í heim um samstöðu og áherslu á þróun og innleiðingu gervigreindar sem tekur mið af okkar gildum og menningu. Þar kemur Almannarómur inn með mikla reynslu af þróun tækni sem er sérsniðin að litlu málsvæði og menningu, og mun sú reynsla nýtast miðstöðinni vel í komandi verkefnum fyrir svæðið í heild sinni.“ Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Um er að ræða samstarf fimm leiðandi aðila í gervigreind: Almannaróms á Íslandi, Ai Sweden í Svíþjóð, AI Finland í Finnlandi, Digital Dogme í Danmörku og Tek Norge í Noregi. „Þessar stofnanir munu þjóna sem starfsstöðvar miðstöðvarinnar í hverju landi fyrir sig og vinna náið með höfuðstöðvunum í Stokkhólmi. Ætlunin er að Eystrasaltsríkin taki þátt í miðstöðinni á komandi misserum. Með því að sameina krafta sína geta löndin auðveldað notkun og þróun gervigreindar og styrkt stöðu sína í málaflokknum í alþjóðlegu samhengi,“ segir í tilkynningu frá Almannarómi. Meðal fyrstu verkefna New Nordics AI verður að koma á fót vettvangi til innleiðingar og túlkunar á nýrri gervigreindarreglugerð Evrópusambandsins, samstarfsvettvangi um stór mállíkön fyrir svæið og verkefni um samspil gervigreindar og orkunotkunar. Verkefnið nýtur stuðnings allra norrænu ríkjanna og hlaut í sumar stofnframlag frá Norrænu ráðherranefndinni upp á tæpar 570 milljónir króna. Þá hafa Google, Microsoft og Nordic Innovation samþykkt að styðja verkefnið fjárhagslega. „Gervigreindarmiðstöðin er lykilatriði í markmiði okkar um að gera Norðurlöndin að sjálbærasta og tengdasta svæði í heimi. Norrræna-baltneska svæðið hefur einstakt tækifæri til að verða leiðandi í ábyrgri gervigreind, með góðri samvinnu þvert á landamæri og geria og styrkja þannig samkeppnishæfni svæðisins með uppbyggingu sjálfbærrar framtíðar,“ segir Karen Elleman, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Ég er stolt af því að Norræna ráðherranefndin styrki og styðji við þetta verkefni. Í miðju alþjóðlegu gervigreindarkapphlaupi kostar að afhafast ekkert. Því gleður það mig að við getum státað af þessu verkefni og að við séum í því saman.“ Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir að í gegnum þátttöku í New Nordics AI muni Íslendingar geta byggt á styrkleikum nágrannaþjóðanna í gervigreind og deilt sínum styrkleikum með þeim. „Norðurlöndin senda með þessu skilaboð út í heim um samstöðu og áherslu á þróun og innleiðingu gervigreindar sem tekur mið af okkar gildum og menningu. Þar kemur Almannarómur inn með mikla reynslu af þróun tækni sem er sérsniðin að litlu málsvæði og menningu, og mun sú reynsla nýtast miðstöðinni vel í komandi verkefnum fyrir svæðið í heild sinni.“
Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira