Fer nýjar leiðir í myndlistinni samhliða glænýju föðurhlutverki Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. september 2023 10:01 Árni Már opnar listasýninguna Húsvörður á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustíg á fimmtudaginn. Hrafn Jónsson Myndlistarmaðurinn Árni Már opnar listasýninguna Húsvörðurinn á Mokka á morgun. Eins og lesa má úr titli sýningarinnar sækir Árni innblástur í húsvörðinn, sem hann segir „örugglega vera geggjað starf“. Hrifinn af húsvarðarstarfinu „Ég er í raun að nota alls konar verkfæri sem húsverðir nota við sýninguna. Ég er með kústa og fægiskóflur, sópa og alls konar dót og þaðan kom í raun titillinn, Húsvörður.“ Hann segist alltaf hafa verið hrifinn af húsvarðar starfinu og útiloki ekki að enda þar síðustu árin fyrir eftirlaun. „Að rölta gangana og passa að allir séu góðir og skipta um skrúfur og ljósaperur. Ég mun auðvitað alltaf vera með vinnustofu í gegnum lífið mitt en það væri alveg stemning að breyta til. Hver veit!“ Vill vera myndlistarmaður, ekki framleiðandi Árni Már hefur vakið mikla athygli í myndlistarheiminum fyrir ölduseríur sínar en er nú með splunkuný verk þar sem hann fer nýjar leiðir. „Þessi sería var unnin sérstaklega fyrir Mokka og þetta er svona áframhald og þróun á þessum verkum síðustu ár. Ég kalla þessi verk Afbrigði og þau eru í raun tilraunir af vinnustofunni minni. Öldurnar hjá mér gengu svo ótrúlega vel og seldust stöðugt upp en þá er svo mikilvægt að halda áfram að ögra sér. Það var kominn tími fyrir mig persónulega til að þróast og gera eitthvað meira og annað. Maður þarf stöðugt að vera tilbúinn til að þróast, annars hefði ég í raun hætt að verða myndlistarmaður og bara orðið framleiðandi á því sama.“ Meðal verka í seríunni Afbrigði hjá Árna Má fyrir sýninguna Húsvörðurinn.Árni Már Nýbakaður faðir og fer aftur í ræturnar Hann segir þó að það sé ekki alltaf auðvelt að breyta til. „Auðvitað var auðvelt að festast í því sama þar sem serían seldist upp, ég tala nú ekki um þegar maður er að takast á við nýtt hlutverk sem pabbi,“ segir Árni en hann og Sigrún Karlsdóttir sambýliskona hans eignuðust frumburð sinn Una Árnason í apríl síðastliðnum. „Það er þó svo miklu skemmtilegra að gera eitthvað nýtt og prófa sig áfram. Ég er líka kominn aftur í spreybrúsann, aftur til rótanna má segja, en ég byrjaði mína vegferð í listsköpun sem unglingur að gera veggjalist.“ Nýju verk Árna, Afbrigði, hafa fengið góðar viðtökur og selst vel að hans sögn. „Ég held að svo lengi sem þú ert sannur því sem þú ert að gera og vandar til verka þá gengur vel. Það hefur allavega sýnt sig síðustu ár hjá mér.“ Árni Már segir mikilvægt að ögra sér og þróast.Vísir/Vilhelm Goðsagnakenndur sýningarstaður ýmissa kempa Árni segir það mikinn heiður að fá að sýna á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustíg en Mokka hefur í áraraðir sett um sýningar eftir marga listamenn sem hafa skrifað sig í sögubækurnar. „Ég fékk símtal frá þeim þar sem þau buðu mér að vera með sýningu þarna og ég sagði strax já. Þetta er goðsagnakenndur staður sem hefur verið í virku sýningarhaldi í 65 ár. Ég held að þetta sé með lengst starfandi sýningarsölunum í Reykjavík. Þetta er að sjálfsögðu líka kaffihús en þarna hafa rosa margar kempur sýnt í gegnum tíðina og bóhem skáld og listamenn voru tíðir gestir. Það er gaman að haka í það að hafa tekið þátt í því ævintýri sem Mokka er.“ Hann segir einnig að það sé fallegt að sjá að staðurinn helst alltaf inni í fjölskyldunni sem stofnaði hann. „Ég fór og hitti manninn sem sér um sýningarhaldið hjá þeim og það er tengdasonur fólksins sem stofnaði þetta á sínum tíma. Það er svo magnað.“ Sýningin stendur til 22. nóvember næstkomandi. Hún opnar á fimmtudaginn 21. september frá klukkan 16:00 - 18:00 og eru öll velkomin. Árni Már rekur einnig Gallery Port á Laugavegi. Hann var viðmælandi í þættinum Kúnst í seríu tvö en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 „Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: 2. apríl 2022 07:01 „Uppskera og lokahóf menningarársins“ Gallery Port stendur fyrir samsýningunum Jólagestir Gallery Port og Laufabrauð sjöundu jólin í röð en sýningin opnar næstkomandi laugardag. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að sjá og upplifa verk einhverra fremstu listamanna landsins en sýningin er jafnframt sölusýning. 30. nóvember 2022 14:01 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Hrifinn af húsvarðarstarfinu „Ég er í raun að nota alls konar verkfæri sem húsverðir nota við sýninguna. Ég er með kústa og fægiskóflur, sópa og alls konar dót og þaðan kom í raun titillinn, Húsvörður.“ Hann segist alltaf hafa verið hrifinn af húsvarðar starfinu og útiloki ekki að enda þar síðustu árin fyrir eftirlaun. „Að rölta gangana og passa að allir séu góðir og skipta um skrúfur og ljósaperur. Ég mun auðvitað alltaf vera með vinnustofu í gegnum lífið mitt en það væri alveg stemning að breyta til. Hver veit!“ Vill vera myndlistarmaður, ekki framleiðandi Árni Már hefur vakið mikla athygli í myndlistarheiminum fyrir ölduseríur sínar en er nú með splunkuný verk þar sem hann fer nýjar leiðir. „Þessi sería var unnin sérstaklega fyrir Mokka og þetta er svona áframhald og þróun á þessum verkum síðustu ár. Ég kalla þessi verk Afbrigði og þau eru í raun tilraunir af vinnustofunni minni. Öldurnar hjá mér gengu svo ótrúlega vel og seldust stöðugt upp en þá er svo mikilvægt að halda áfram að ögra sér. Það var kominn tími fyrir mig persónulega til að þróast og gera eitthvað meira og annað. Maður þarf stöðugt að vera tilbúinn til að þróast, annars hefði ég í raun hætt að verða myndlistarmaður og bara orðið framleiðandi á því sama.“ Meðal verka í seríunni Afbrigði hjá Árna Má fyrir sýninguna Húsvörðurinn.Árni Már Nýbakaður faðir og fer aftur í ræturnar Hann segir þó að það sé ekki alltaf auðvelt að breyta til. „Auðvitað var auðvelt að festast í því sama þar sem serían seldist upp, ég tala nú ekki um þegar maður er að takast á við nýtt hlutverk sem pabbi,“ segir Árni en hann og Sigrún Karlsdóttir sambýliskona hans eignuðust frumburð sinn Una Árnason í apríl síðastliðnum. „Það er þó svo miklu skemmtilegra að gera eitthvað nýtt og prófa sig áfram. Ég er líka kominn aftur í spreybrúsann, aftur til rótanna má segja, en ég byrjaði mína vegferð í listsköpun sem unglingur að gera veggjalist.“ Nýju verk Árna, Afbrigði, hafa fengið góðar viðtökur og selst vel að hans sögn. „Ég held að svo lengi sem þú ert sannur því sem þú ert að gera og vandar til verka þá gengur vel. Það hefur allavega sýnt sig síðustu ár hjá mér.“ Árni Már segir mikilvægt að ögra sér og þróast.Vísir/Vilhelm Goðsagnakenndur sýningarstaður ýmissa kempa Árni segir það mikinn heiður að fá að sýna á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustíg en Mokka hefur í áraraðir sett um sýningar eftir marga listamenn sem hafa skrifað sig í sögubækurnar. „Ég fékk símtal frá þeim þar sem þau buðu mér að vera með sýningu þarna og ég sagði strax já. Þetta er goðsagnakenndur staður sem hefur verið í virku sýningarhaldi í 65 ár. Ég held að þetta sé með lengst starfandi sýningarsölunum í Reykjavík. Þetta er að sjálfsögðu líka kaffihús en þarna hafa rosa margar kempur sýnt í gegnum tíðina og bóhem skáld og listamenn voru tíðir gestir. Það er gaman að haka í það að hafa tekið þátt í því ævintýri sem Mokka er.“ Hann segir einnig að það sé fallegt að sjá að staðurinn helst alltaf inni í fjölskyldunni sem stofnaði hann. „Ég fór og hitti manninn sem sér um sýningarhaldið hjá þeim og það er tengdasonur fólksins sem stofnaði þetta á sínum tíma. Það er svo magnað.“ Sýningin stendur til 22. nóvember næstkomandi. Hún opnar á fimmtudaginn 21. september frá klukkan 16:00 - 18:00 og eru öll velkomin. Árni Már rekur einnig Gallery Port á Laugavegi. Hann var viðmælandi í þættinum Kúnst í seríu tvö en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 „Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: 2. apríl 2022 07:01 „Uppskera og lokahóf menningarársins“ Gallery Port stendur fyrir samsýningunum Jólagestir Gallery Port og Laufabrauð sjöundu jólin í röð en sýningin opnar næstkomandi laugardag. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að sjá og upplifa verk einhverra fremstu listamanna landsins en sýningin er jafnframt sölusýning. 30. nóvember 2022 14:01 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01
„Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: 2. apríl 2022 07:01
„Uppskera og lokahóf menningarársins“ Gallery Port stendur fyrir samsýningunum Jólagestir Gallery Port og Laufabrauð sjöundu jólin í röð en sýningin opnar næstkomandi laugardag. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að sjá og upplifa verk einhverra fremstu listamanna landsins en sýningin er jafnframt sölusýning. 30. nóvember 2022 14:01