Sport

Mari í­hugar að hætta hlaupi og eignast börn

Oddur Ævar Gunnarsson og Garpur I. Elísabetarson skrifa
Mari er ein fremsta hlaupakona landsins og veltir nú framtíðinni fyrir sér.
Mari er ein fremsta hlaupakona landsins og veltir nú framtíðinni fyrir sér. Vísir

Mari Järsk, ein fremsta hlaupa­kona landsins, lauk keppni í morgun í bak­garðs­hlaupi í Heið­mörk eftir 25 hringi. Hún segist nú í­huga að taka sér frí frá hlaupi og huga að barn­eignum.

„Ég var úti að keppa fyrir fimm vikum og mig langaði að sjá hvar ég myndi enda og hvernig líkaminn yrði,“ segir þessi ó­trú­legasta hlaupa­kona landsins sem hljóp 260 kíló­metra í ágúst og nú 167,5 kíló­metra í Heið­mörk. Horfa má á við­tal við Mari neðst í fréttinni.

„Ég vissi alltaf að þetta væri heimsku­legt. Hefðu kannski liðið tveir mánuðir þá hefði þetta gengið, en einn mánuður er bara ekki nóg. Ég byrjaði að finna fyrir verk í hnjánum í gær­kvöldi og þar spilar veðrið pott­þétt inn í.“

Mari segist aldrei raun­veru­lega hafa tekið á­kvörðun um að hætta í hlaupinu nú. Hún hafi hins vegar níðst á hnjánum síðan í gær­kvöldi og ekki séð til­ganginn í því að halda því á­fram.

Ekki búin að vera á­nægð með árangurinn

Þannig að þú á­kvaðst að vera skyn­söm hérna í dag?

„Já! Vá. Þetta er rétta orðið,“ segir Mari hlæjandi sem kveðst samt alltaf vilja meira. Hún sé þess vegna leið.

Hvað tekur við núna hjá þér?

„Þarf ég ekki að fara að eignast börn með þessum silfur­ref eða?“ segir Mari enn hlæjandi og bætir við:

„Ég er ekki búin að vera á­nægð með árangurinn minn undan­farið. Þannig að þetta er smá svona, kannski punkturinn yfir I-ið og hvað svo? Er ég að fara að leita að næstu keppni í vor eða er ég raun­veru­lega að fara að hugsa um barn­eignir?“

Það er það sem þú ert að í­huga núna?

„Það er allt í lagi að taka sér árs­frí. Ég get alveg hlaupið um leið og ég er búin að punga þessu út. Það eru engin vanda­mál.“


Tengdar fréttir

Mari lenti í öðru sæti eftir 260 kílómetra hlaup

Ofurhlauparinn Mari Jaersk hafnaði í öðru sæti í Heavy metal ultra bakgarðshlaupinu í Eistlandi í kvöld eftir 39 hringja hlaup. Hver hringur er 6,7 kílómetrar og hljóp Mari því samtals 261 kílómetra á mótinu. 

Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér

Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.