Heimsmeistari tekur við af heimsmeistara Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. september 2023 23:01 Fabio Grosso tekur nú við sem þjálfari Lyon. Hér sést hann í leik með liðinu árið 2008. Nordic Photos / AFP Laurent Blanc var á dögunum rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Lyon. Ítalski þjálfarinn og fyrrum leikmaðurinn Fabio Grosso tekur við af honum. Laurent Blanc er fyrrum landsliðsmaður Frakklands og vann bæði Evrópu- og heimsmeistaratitil fyrir landið. Hann var ráðinn til starfa hjá Lyon í október í fyrra og stýrði liðinu til 7. sætis í deildinni. Það dugði ekki til að ná sæti í Evrópukeppni, sem var mikið áfall fyrir liðið og gerði slæma fjárhagsstöðu félagsins enn verri. Lyon neyddist til að selja fjölda leikmanna í sumar og misstu frítt frá sér stjörnur á borð við Hassem Aouar, Moussa Dembelé og Toko-Ekambi. Liðið fór því mjög laskað inn í þetta tímabil, hefur aðeins náð 1 stigi í fyrstu fjórum leikjum sínum og situr í neðsta sæti frönsku deildarinnar. Beðið er eftir formlegri tilkynningu frá félaginu en Fabrizio Romano staðfestir á Twitter síðu sinni að fyrrum landsliðsmaður Ítala, Fabio Grosso, sé að taka við liðinu. Fabio Grosso to Olympique Lyon as new head coach, here we go! Agreement in place tonight, now waiting to prepare documents, formal details and get it signed 🔵🔴🇮🇹 #OLJohn Textor wanted Grosso as surprise candidate — 1st call by @hugoguillemet, now almost done. pic.twitter.com/m6k7uuOEc2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2023 Fabio Grosso var hetja Ítala á HM 2006, setti sigurmarkið í undanúrslitaleik og skoraði svo úr vítaspyrnunni sem tryggði þeim heimsmeistaratitilinn. Grosso spilaði svo með Lyon árin 2007–2009. Hann þjálfaði Frosinone á síðasta tímabili og tókst að stýra þeim upp í efstu deild á Ítalíu. Franski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Laurent Blanc er fyrrum landsliðsmaður Frakklands og vann bæði Evrópu- og heimsmeistaratitil fyrir landið. Hann var ráðinn til starfa hjá Lyon í október í fyrra og stýrði liðinu til 7. sætis í deildinni. Það dugði ekki til að ná sæti í Evrópukeppni, sem var mikið áfall fyrir liðið og gerði slæma fjárhagsstöðu félagsins enn verri. Lyon neyddist til að selja fjölda leikmanna í sumar og misstu frítt frá sér stjörnur á borð við Hassem Aouar, Moussa Dembelé og Toko-Ekambi. Liðið fór því mjög laskað inn í þetta tímabil, hefur aðeins náð 1 stigi í fyrstu fjórum leikjum sínum og situr í neðsta sæti frönsku deildarinnar. Beðið er eftir formlegri tilkynningu frá félaginu en Fabrizio Romano staðfestir á Twitter síðu sinni að fyrrum landsliðsmaður Ítala, Fabio Grosso, sé að taka við liðinu. Fabio Grosso to Olympique Lyon as new head coach, here we go! Agreement in place tonight, now waiting to prepare documents, formal details and get it signed 🔵🔴🇮🇹 #OLJohn Textor wanted Grosso as surprise candidate — 1st call by @hugoguillemet, now almost done. pic.twitter.com/m6k7uuOEc2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2023 Fabio Grosso var hetja Ítala á HM 2006, setti sigurmarkið í undanúrslitaleik og skoraði svo úr vítaspyrnunni sem tryggði þeim heimsmeistaratitilinn. Grosso spilaði svo með Lyon árin 2007–2009. Hann þjálfaði Frosinone á síðasta tímabili og tókst að stýra þeim upp í efstu deild á Ítalíu.
Franski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira