Endurtekning á úrslitaleiknum frá því fyrir tveimur árum Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 10:31 Medvedev mætir Novak Djokovic í úrslitum opna bandaríska mótsins annað kvöld. Vísir/Getty Daniil Medvedev tryggði sér í nótt sæti í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Hann vann sigur á Carlos Alcaraz í fjórum settum og mætir Novak Djokovic í úrslitum. Margir vonuðust til þess að úrslitaleikurinn yrði næsti kafli í áhugaverðri baráttu þeirra Novak Djokovic og Carlos Alcaraz. Þeir mættust í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar þar sem Spánverjinn Alcaraz hafði betur en Djokovic er sigursælasti karlmaður í sögu tennisíþróttarinnar og gæti jafnað met Margaret Court yfir flesta sigra á risamótum vinni hann sigur í úrslitaleiknum á morgun. Medvedev lék hins vegar frábærlega í nótt. Hann vann 7-6, 6-1, 3-6 og 6-3 í settum og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum sem fram fer annað kvöld. Þar verður um að ræða endurtekningu á úrslitaleik þeirra Djokovic og Medvedev fyrir tveimur árum síðar. Þá vann Medvedev og kom í veg fyrir að Djokovic ynni sigur á öllum fjórum risamótum ársins. Daniil Medvedev wants the noise after that win! pic.twitter.com/VwVniY9aLr— US Open Tennis (@usopen) September 9, 2023 „Þetta er ótrúlegt og sérstaklega að vinna einhvern eins og Carlos. Hann hefur unnið með auðveldlega í tvígang á þessu ári þannig að ég efaðist mjög fyrir leikinn,“ sagði Medvedev eftir leikinn í nótt. „Hann er frábær og þú þarft í raun að vera betri en þú ert til að vinna og sem betur fer var það þannig hjá mér,“ sagði Medvedev en hann átti hvert frábæra skotið á fætur öðru í leiknum. Rússinn Medvedev hefur átt í stormasömu sambandi við áhorfendur á opna bandaríska meistaramótinu síðustu tvö árin. „Í sannleika sagt þá voru áhorfendur ótrúlegir í dag. Við háðum magnaða baráttu og ég fann fyrir stuðningi við okkur báða. Í stöðunni 5-3 voru einhverjir Spánverjar sem kölluðu á milli fyrstu og annarar uppgjafar en þeir geta farið og lagt sig núna.“ Tennis Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Margir vonuðust til þess að úrslitaleikurinn yrði næsti kafli í áhugaverðri baráttu þeirra Novak Djokovic og Carlos Alcaraz. Þeir mættust í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar þar sem Spánverjinn Alcaraz hafði betur en Djokovic er sigursælasti karlmaður í sögu tennisíþróttarinnar og gæti jafnað met Margaret Court yfir flesta sigra á risamótum vinni hann sigur í úrslitaleiknum á morgun. Medvedev lék hins vegar frábærlega í nótt. Hann vann 7-6, 6-1, 3-6 og 6-3 í settum og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum sem fram fer annað kvöld. Þar verður um að ræða endurtekningu á úrslitaleik þeirra Djokovic og Medvedev fyrir tveimur árum síðar. Þá vann Medvedev og kom í veg fyrir að Djokovic ynni sigur á öllum fjórum risamótum ársins. Daniil Medvedev wants the noise after that win! pic.twitter.com/VwVniY9aLr— US Open Tennis (@usopen) September 9, 2023 „Þetta er ótrúlegt og sérstaklega að vinna einhvern eins og Carlos. Hann hefur unnið með auðveldlega í tvígang á þessu ári þannig að ég efaðist mjög fyrir leikinn,“ sagði Medvedev eftir leikinn í nótt. „Hann er frábær og þú þarft í raun að vera betri en þú ert til að vinna og sem betur fer var það þannig hjá mér,“ sagði Medvedev en hann átti hvert frábæra skotið á fætur öðru í leiknum. Rússinn Medvedev hefur átt í stormasömu sambandi við áhorfendur á opna bandaríska meistaramótinu síðustu tvö árin. „Í sannleika sagt þá voru áhorfendur ótrúlegir í dag. Við háðum magnaða baráttu og ég fann fyrir stuðningi við okkur báða. Í stöðunni 5-3 voru einhverjir Spánverjar sem kölluðu á milli fyrstu og annarar uppgjafar en þeir geta farið og lagt sig núna.“
Tennis Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira