Frumsýndu lag og boðuðu fyrstu nýju plötuna í tæpa tvo áratugi Árni Sæberg skrifar 6. september 2023 23:11 Sir Mick Jagger, Keith Richards og Ronnie Wood fyrir viðburðinn í dag. TOLGA AKMEN/EPA Rokkgoðsagnirnar í The Rolling Stones frumsýndu í dag nýtt lag og tónlistarmyndband og boðuðu útgáfu nýrrar plötu, þeirrar fyrstu frá árinu 2005. Platan kemur út þann 20. október næstkomandi og ber heitið Hackney Diamonds, eða Hackney demantar. Hackney er hverfi í Lundúnum, þar sem hljómsveitin var stofnuð, og Hackney diamonds er breskt slangur yfir glerbrot á vettvangi innbrots. Hljómsveitin kynnti plötuna í hverfinu í dag á viðburði þar sem spjallþáttastjórnandinn geðþekki Jimmy Fallon spurði meðlimi hljómsveitarinnar um efni hennar. Platan samanstendur af tólf nýjum lögum, þar af tveimur sem tekin voru upp ásamt Charlie Watts heitnum, trymbli hljómsveitarinnar til áratuga sem lést árið 2021. Trymbillinn Steve Jordan hefur tekið sæti Watts og spilar nú ásamt þeim Sir Mick Jagger, Keith Richards og Ronnie Wood. Richards sagði á viðburðinum í dag að það hefði verið erfitt að taka plötuna upp án Watts en að hann hefði veitt blessun sína fyrir því að Jordan tæki við af honum fyrir andlát hans. Fengu stórstjörnur í lið með sér Ásamt því að kynna plötuna frumsýndu þeir félagar nýja lagið Angry og tónlistarmyndband við það. Leikkonan Sydney Sweeney, sem hefur getið sér gott orð undanfarið í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Euphoria og The White Lotus, leikur aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandinu. Þá kom fram á viðburðinum í dag að stórstjarnan Lady Gaga syngi inn á plötuna og í frétt breska ríkisútvarpsins segir að sagan segi að sjálfir Sir Paul McCartney og Stevie Wonder geri það sömuleiðis. Sveitin gaf síðast út smáskífu árið 2016. „Við höfum verið á tónleikaferðalagi nánast sleitulaust síðan þá og kannski vorum við aðeins of latir. Síðan sögðum við „setjum okkur frest.“,“ sagði Jagger í dag. Tónlist Bretland Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Platan kemur út þann 20. október næstkomandi og ber heitið Hackney Diamonds, eða Hackney demantar. Hackney er hverfi í Lundúnum, þar sem hljómsveitin var stofnuð, og Hackney diamonds er breskt slangur yfir glerbrot á vettvangi innbrots. Hljómsveitin kynnti plötuna í hverfinu í dag á viðburði þar sem spjallþáttastjórnandinn geðþekki Jimmy Fallon spurði meðlimi hljómsveitarinnar um efni hennar. Platan samanstendur af tólf nýjum lögum, þar af tveimur sem tekin voru upp ásamt Charlie Watts heitnum, trymbli hljómsveitarinnar til áratuga sem lést árið 2021. Trymbillinn Steve Jordan hefur tekið sæti Watts og spilar nú ásamt þeim Sir Mick Jagger, Keith Richards og Ronnie Wood. Richards sagði á viðburðinum í dag að það hefði verið erfitt að taka plötuna upp án Watts en að hann hefði veitt blessun sína fyrir því að Jordan tæki við af honum fyrir andlát hans. Fengu stórstjörnur í lið með sér Ásamt því að kynna plötuna frumsýndu þeir félagar nýja lagið Angry og tónlistarmyndband við það. Leikkonan Sydney Sweeney, sem hefur getið sér gott orð undanfarið í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Euphoria og The White Lotus, leikur aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandinu. Þá kom fram á viðburðinum í dag að stórstjarnan Lady Gaga syngi inn á plötuna og í frétt breska ríkisútvarpsins segir að sagan segi að sjálfir Sir Paul McCartney og Stevie Wonder geri það sömuleiðis. Sveitin gaf síðast út smáskífu árið 2016. „Við höfum verið á tónleikaferðalagi nánast sleitulaust síðan þá og kannski vorum við aðeins of latir. Síðan sögðum við „setjum okkur frest.“,“ sagði Jagger í dag.
Tónlist Bretland Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira