Rannsaka koss Rubiales sem mögulegt kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 10:27 Rubiales þegar hann ávarpaði aukaþing spænska knattspyrnusambandsins fyrir helgi. AP/Spænska knattspyrnusambandið/Europa Press Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) setti Rubiales í níutíu daga bann á meðan aganefnd þess rannsakar framferði hans þegar hann kyssti Jenni Hermoso á munni eftir sigur Spánverja á Englendingum um þarsíðustu helgi. Rubiales sást einnig grípa um klof sér í heiðursstúku á leikvanginum nærri spænsku drottningunni og unglingsdóttur hennar. Rubiales segir að kossinn hafi verið með samþykki Hermoso og þvertekur fyrir að segja af sér þrátt fyrir háværa gagnrýni og þrýsting frá spænskum stjórnvöldum, leikmönnum, knattspyrnuliðum og stjórnendum þeirra. Leikmenn landsliðsins segjast ekki ætla að keppa fyrir hönd Spánar á meðan Rubiales er forseti knattspyrnusambandsins. Forsetinn segist vera fórnarlamb „nornaveiða“ og „falskra femínista.“ Hann nýtur stuðnings knattspyrnusambandsins sem hefur jafnvel hótað Hermoso málsókn fyrir að styðja ekki forsetann. Fjöldi þjálfara og starfsmanna kvennalandsliða Spánar sögðu af sér eftir að Rubiales neitaði að stíga til hliðar. Eitthvað virðist þó tekið að fjara undan stuðningi við Rubiales innan knattspyrnusambandsins. Spænskir fjölmiðlar segja að forsetar héraðssambanda kalli nú eftir afsögn Rubiales eftir fimm klukkustunda maraþonfund í gær. Jenni Hermoso í leik með Spáni á HM.AP/John Cowpland Hefja ekki fulla rannsókn nema Hermoso kæri sjálf Saksóknarar við landsdóm Spánar sögðu í gær að þeir hefðu hafið bráðabirgðarannsókn á máli Rubiales eftir að þeim bárust sex kærur frá einstaklingum og samtökum. Spænska blaðið El País segir saksóknarana þó trega til að hefja fulla rannsókn á málinu ef Hermoso kýs að kæra ekki sjálf. Henni verður boðið að leggja fram formlega kæru. Hún hefur fimmtán daga til þess. Hermoso lýsti því að hún hefði upplifað sig fórnarlamb árásar forsetans. Kossinn hefði alls ekki verið með samþykki hennar. Þá segir hún að knattspyrnusambandið hafi beitt sig þrýstingi til þess að styðja frásögn Rubiales af kossinum en einnig ættingja hennar og vini, að því er segir í frétt spænska íþróttadagblaðsins Marca. Lýsingar Rubiales eigi ekki við nein rök að styðjast. Spánn Erlend sakamál Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11 Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01 Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29 Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) setti Rubiales í níutíu daga bann á meðan aganefnd þess rannsakar framferði hans þegar hann kyssti Jenni Hermoso á munni eftir sigur Spánverja á Englendingum um þarsíðustu helgi. Rubiales sást einnig grípa um klof sér í heiðursstúku á leikvanginum nærri spænsku drottningunni og unglingsdóttur hennar. Rubiales segir að kossinn hafi verið með samþykki Hermoso og þvertekur fyrir að segja af sér þrátt fyrir háværa gagnrýni og þrýsting frá spænskum stjórnvöldum, leikmönnum, knattspyrnuliðum og stjórnendum þeirra. Leikmenn landsliðsins segjast ekki ætla að keppa fyrir hönd Spánar á meðan Rubiales er forseti knattspyrnusambandsins. Forsetinn segist vera fórnarlamb „nornaveiða“ og „falskra femínista.“ Hann nýtur stuðnings knattspyrnusambandsins sem hefur jafnvel hótað Hermoso málsókn fyrir að styðja ekki forsetann. Fjöldi þjálfara og starfsmanna kvennalandsliða Spánar sögðu af sér eftir að Rubiales neitaði að stíga til hliðar. Eitthvað virðist þó tekið að fjara undan stuðningi við Rubiales innan knattspyrnusambandsins. Spænskir fjölmiðlar segja að forsetar héraðssambanda kalli nú eftir afsögn Rubiales eftir fimm klukkustunda maraþonfund í gær. Jenni Hermoso í leik með Spáni á HM.AP/John Cowpland Hefja ekki fulla rannsókn nema Hermoso kæri sjálf Saksóknarar við landsdóm Spánar sögðu í gær að þeir hefðu hafið bráðabirgðarannsókn á máli Rubiales eftir að þeim bárust sex kærur frá einstaklingum og samtökum. Spænska blaðið El País segir saksóknarana þó trega til að hefja fulla rannsókn á málinu ef Hermoso kýs að kæra ekki sjálf. Henni verður boðið að leggja fram formlega kæru. Hún hefur fimmtán daga til þess. Hermoso lýsti því að hún hefði upplifað sig fórnarlamb árásar forsetans. Kossinn hefði alls ekki verið með samþykki hennar. Þá segir hún að knattspyrnusambandið hafi beitt sig þrýstingi til þess að styðja frásögn Rubiales af kossinum en einnig ættingja hennar og vini, að því er segir í frétt spænska íþróttadagblaðsins Marca. Lýsingar Rubiales eigi ekki við nein rök að styðjast.
Spánn Erlend sakamál Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11 Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01 Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29 Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11
Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01
Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29
Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31