Frumsamdi tíu tónverk um eyðibýli Íris Hauksdóttir skrifar 1. september 2023 09:04 Gunnar Ingi Guðmundsson gaf nýverið út sína fyrstu plötu. Ólöf Sif Þráinsdóttir Gunnar Ingi Guðmundsson bassaleikari, lagahöfundur og nemandi í kvikmyndatónsmíðum gaf í dag út sína fyrstu sóló plötu sem nefnist Eyðibýli sem hefur að geyma tíu frumsamin tónverk í kvikmyndastíl. Platan er aðgengileg á Spotify og Apple music. „Ég hef alltaf haft rosalega gaman af kvikmyndatónlist og það sem vakti áhugan minn á þeirri tónlist var þegar ég sá stór myndirnar Jurrasic Park, Braveheart, Titanic og tala nú ekki um þættina um þá bræður Nonna og Manna á sínum tíma,“ segir Gunnar Ingi í samtali við blaðakonu og heldur áfram. Draumurinn alltaf að flytja út „Það sem mér finnst svo áhugavert við tónlist í kvikmyndum og þáttum er þegar hver og einn karakter hefur sitt eigið stef í gegnum heila kvikmynd eða þáttaröð. Mín uppáhalds kvikmyndatónskáld eru John Williams, James Horner og Alan Silvestri. Draumurinn var alltaf að flytja til Bandaríkjanna og læra kvikmyndatónlist en það er stórt í sniðum og mikill pakki að vera tónskáld, útsetjari og stjórandi hljómsveitar svo ekki sé minnst á kostnaðarhliðina. Ég lét mér því nægja að fara í fjarnám frá Berklee College of music í Boston. Það hefur verið gríðarlega gagnlegt og skemmtilegt nám.“ Dökk og dramatísk tónverk Kveikjan að plötunni Eyðibýli kviknaði þegar Gunnar Ingi sá afskekktan sveitabæ. Í kjölfarið samdi hann söguþráð með tónverkum sem segja sögu sveitabæjarins. Innblástur plötunnar eru þær sögur sem átt hafa sér stað á íslenskum sveitabæjum.Ólöf Sif Þráinsdóttir „Mér finnst eitthvað svo heillandi að hugsa til fólksins sem átti líf þarna á þessum afskekkta stað. Ástföngnu hjónunum, síasta ábúandanum, reimleikunum, ættingjunum sem komu í heimsókn, börnunum sem uxu þarna úr grasi, umhverfinu, veðurofsanum og öllu því sem fylgir íslenskri sveit. Ég reyndi að hafa tónlistina dökka, dramatíska og bjarta á köflum sem myndi passa við þetta þema. Þegar maður sér eyðibýli í fjarska í rökkri eru þau dökk og drungaleg en eiga sér áratuga langa sögu. Upptökur hófust snemma í janúar á þessu ári og stóðu fram í júní.“ Hann segir megin markmið plötunnar að vekja athygli á sér sem tónskáldi og höfundi með þeirri von um að fá verkefni að semja tónlist fyrir kvikmyndir og þætti. Sköpunin kemur í tímabilum „Ég var lengi vel bassaleikari í hinum og þessum hljómsveitum og dreymdi um að meika það,“ segir Gunnar Ingi í léttum tón. „Að vera í hljómsveit með er brútal barátta og getur tekið mikið á svo árið 2019 sagði ég skilið við hljómsveitabransann og einbeitti mér alfarið að eigin efni.“ Gunnar segir það hafa gengið mjög vel að sameina námið, vinnu og að semja öll tónverkin á plötunni þótt honum finnist skemmtilegast að vera í hljóðveri og taka upp tónlist. „Sköpunin kemur í tímabilum, stundum gerist ekkert en aðra stundina er ég óstöðvandi við tónsmíðarnar og lagasmíðar. Ætli leiðinlegasti hlutinn sé ekki að koma efninu mínu á framfæri,“ segir Gunnar að lokum en áhugasamir geta hlustað á plötuna hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
„Ég hef alltaf haft rosalega gaman af kvikmyndatónlist og það sem vakti áhugan minn á þeirri tónlist var þegar ég sá stór myndirnar Jurrasic Park, Braveheart, Titanic og tala nú ekki um þættina um þá bræður Nonna og Manna á sínum tíma,“ segir Gunnar Ingi í samtali við blaðakonu og heldur áfram. Draumurinn alltaf að flytja út „Það sem mér finnst svo áhugavert við tónlist í kvikmyndum og þáttum er þegar hver og einn karakter hefur sitt eigið stef í gegnum heila kvikmynd eða þáttaröð. Mín uppáhalds kvikmyndatónskáld eru John Williams, James Horner og Alan Silvestri. Draumurinn var alltaf að flytja til Bandaríkjanna og læra kvikmyndatónlist en það er stórt í sniðum og mikill pakki að vera tónskáld, útsetjari og stjórandi hljómsveitar svo ekki sé minnst á kostnaðarhliðina. Ég lét mér því nægja að fara í fjarnám frá Berklee College of music í Boston. Það hefur verið gríðarlega gagnlegt og skemmtilegt nám.“ Dökk og dramatísk tónverk Kveikjan að plötunni Eyðibýli kviknaði þegar Gunnar Ingi sá afskekktan sveitabæ. Í kjölfarið samdi hann söguþráð með tónverkum sem segja sögu sveitabæjarins. Innblástur plötunnar eru þær sögur sem átt hafa sér stað á íslenskum sveitabæjum.Ólöf Sif Þráinsdóttir „Mér finnst eitthvað svo heillandi að hugsa til fólksins sem átti líf þarna á þessum afskekkta stað. Ástföngnu hjónunum, síasta ábúandanum, reimleikunum, ættingjunum sem komu í heimsókn, börnunum sem uxu þarna úr grasi, umhverfinu, veðurofsanum og öllu því sem fylgir íslenskri sveit. Ég reyndi að hafa tónlistina dökka, dramatíska og bjarta á köflum sem myndi passa við þetta þema. Þegar maður sér eyðibýli í fjarska í rökkri eru þau dökk og drungaleg en eiga sér áratuga langa sögu. Upptökur hófust snemma í janúar á þessu ári og stóðu fram í júní.“ Hann segir megin markmið plötunnar að vekja athygli á sér sem tónskáldi og höfundi með þeirri von um að fá verkefni að semja tónlist fyrir kvikmyndir og þætti. Sköpunin kemur í tímabilum „Ég var lengi vel bassaleikari í hinum og þessum hljómsveitum og dreymdi um að meika það,“ segir Gunnar Ingi í léttum tón. „Að vera í hljómsveit með er brútal barátta og getur tekið mikið á svo árið 2019 sagði ég skilið við hljómsveitabransann og einbeitti mér alfarið að eigin efni.“ Gunnar segir það hafa gengið mjög vel að sameina námið, vinnu og að semja öll tónverkin á plötunni þótt honum finnist skemmtilegast að vera í hljóðveri og taka upp tónlist. „Sköpunin kemur í tímabilum, stundum gerist ekkert en aðra stundina er ég óstöðvandi við tónsmíðarnar og lagasmíðar. Ætli leiðinlegasti hlutinn sé ekki að koma efninu mínu á framfæri,“ segir Gunnar að lokum en áhugasamir geta hlustað á plötuna hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira