Sport

Hilmar Örn úr leik á HM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hilmar Örn Jónsson er úr leik á HM í frjálsum.
Hilmar Örn Jónsson er úr leik á HM í frjálsum. Getty/Dean Mouhtaropoulos

Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson er úr leik á HM í frjálsum íþróttum. Hann komst ekki í gegnum undanriðilinn.

Hilmar þurfti að eiga góðan dag til að komast upp úr undanriðlinum þar sem þurfti að kasta yfir 77 metra til að komast áfram, en Íslandsmet Hilmars er 77,10 metrar.

Dagurinn hjá Hilmari var hins vegar langt frá hans besta þar sem hann gerði ógilt í öllum þremur köstunum sínum og er því úr leik.

Kanadamaðurinn Ethan Katzberg kastaði lengst allra í undanriðli Hilmars með kast upp á 81,18 metra sem er landsmet. Næstur kom Bence Halász frá Ungverjalandi með kast upp á 78,13 metra og þriðji varð Wojciech Nowicki sem kastaði 78,04 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×