Neitar að hafa klifrað yfir deyjandi mann á K2 Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. ágúst 2023 19:31 Haila segist vera fórnarlamb rógburðar og hatursfullra skilaboða vegna ásakananna. EPA Fyrsta konan til þess að klífa fjórtán hæstu tinda heims á þremur mánuðum sætir nú mikilli gagnrýni eftir að myndskeið af gönguhópi að ganga yfir líkama deyjandi burðarmanns á fjallinu K2 daginn sem hún kleif fjallið var birt á samfélagsmiðla. Norski fjallgöngugarpurinn Kristin Harila setti í síðasta mánuði heimsmet þegar hún kleif fjórtán hæstu tinda heims á einungis 92 dögum. Tindana kleif hún ásamt Tenjen Sherpa. Metið var slegið þann 27. júlí síðastliðinn þegar hún náði tindi K2, næst hæsta fjalls heims. Á myndskeiði sem dreift hefur verið um samfélagsmiðla má sjá gönguhóp, sem Harila tilheyrði ekki, á fjallinu að klifra yfir slasaðan burðarmann sem hafði fallið af klettasyllu, án þess að veita honum hjálp. Maðurinn hét Mohammed Hassan og var pakistanskur burðarmaður fyrir þá sem leggja leið sína upp tindinn. Hann lést nokkrum klukkustundum eftir að myndskeiðið var tekið upp. Reyndu að bjarga honum Myndskeiðið var tekið sama dag og Harila gekk fjallið. Eftir að því var deilt á samfélagsmiðla hefur hún sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki hjálpað deyjandi manninum, sem hafði runnið af syllunni og flækst í klifurreipum. Kristin Harila segir í samtali við Sky News að hún sé sé fórnarlamb rógburðar og hatursfullra skilaboða vegna atviksins. Að hennar sögn hafi hópurinn reynt að hjálpa manninum í margar klukkustundir en aðstæðurnar hafi verið of erfiðar. Hún segir að hópurinn hennar hafi verið skammt fyrir aftan manninn þegar hann féll. Hluti fjallsins sem hann féll á er oft líkt við flöskuháls og hættulegt er að vera þar lengi. Harila segir að hópnum hafi verið skipt í tvennt þannig að meðal annars hún og Sherpa héldu förinni áfram en annar hluti hópsins varð eftir og reyndi að bjarga manninum, án árangurs. Sagan önnur ef um Vesturlandabúa ræddi Maðurinn sem tók myndskeiðið er þýski ljósmyndarinn Philip Flaeming. Hann sneri við á miðri leið vegna of hættulegra aðstæðna. Hann segir í samtali við Sky News að ekki sé hægt að svara fyrir hegðun göngufólksins á fjallinu. „Enginn getur sagt mér að manninum hefði ekki getað verið bjargað,“ segir hann. Flaeming segir að í mörgum tilfellum hafi fólki verið bjargað í átta þúsund metra hæð, auðveldlega hefði verið hægt að hjálpa Hassan að komast aftur niður á þessum hluta tindsins. Austurríski fjallgöngumaðurinn Wilhelm Steindl, sem var á K2 sama dag og atvikið átti sér stað, segir að komið hefði verið fram við Hassan eins og annars flokks manneskju á fjallinu. Hefði hann verið frá vesturlöndum hefði honum umsvifalaust verið bjargað. „Enginn bar ábyrgð á honum. Það sem gerðist er til skammar. Lifandi manneskja var skilin eftir til þess að hægt yrði að setja ný met,“ sagði Steindl við austurríska miðla. The Telegraph deildi myndskeiðinu á Twitter, sem nálgast má hér að neðan. WATCH: What happened there is a disgrace. A living human was left lying so that records could be set. Top mountaineer, Kristin Harila, defends walking past dying Sherpa, Mohammed Hassan, in pursuit of K2 record.https://t.co/4jGlf5syS6 pic.twitter.com/g9K0zwTQd7— The Telegraph (@Telegraph) August 10, 2023 Fjallamennska Noregur Pakistan Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Sjá meira
Norski fjallgöngugarpurinn Kristin Harila setti í síðasta mánuði heimsmet þegar hún kleif fjórtán hæstu tinda heims á einungis 92 dögum. Tindana kleif hún ásamt Tenjen Sherpa. Metið var slegið þann 27. júlí síðastliðinn þegar hún náði tindi K2, næst hæsta fjalls heims. Á myndskeiði sem dreift hefur verið um samfélagsmiðla má sjá gönguhóp, sem Harila tilheyrði ekki, á fjallinu að klifra yfir slasaðan burðarmann sem hafði fallið af klettasyllu, án þess að veita honum hjálp. Maðurinn hét Mohammed Hassan og var pakistanskur burðarmaður fyrir þá sem leggja leið sína upp tindinn. Hann lést nokkrum klukkustundum eftir að myndskeiðið var tekið upp. Reyndu að bjarga honum Myndskeiðið var tekið sama dag og Harila gekk fjallið. Eftir að því var deilt á samfélagsmiðla hefur hún sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki hjálpað deyjandi manninum, sem hafði runnið af syllunni og flækst í klifurreipum. Kristin Harila segir í samtali við Sky News að hún sé sé fórnarlamb rógburðar og hatursfullra skilaboða vegna atviksins. Að hennar sögn hafi hópurinn reynt að hjálpa manninum í margar klukkustundir en aðstæðurnar hafi verið of erfiðar. Hún segir að hópurinn hennar hafi verið skammt fyrir aftan manninn þegar hann féll. Hluti fjallsins sem hann féll á er oft líkt við flöskuháls og hættulegt er að vera þar lengi. Harila segir að hópnum hafi verið skipt í tvennt þannig að meðal annars hún og Sherpa héldu förinni áfram en annar hluti hópsins varð eftir og reyndi að bjarga manninum, án árangurs. Sagan önnur ef um Vesturlandabúa ræddi Maðurinn sem tók myndskeiðið er þýski ljósmyndarinn Philip Flaeming. Hann sneri við á miðri leið vegna of hættulegra aðstæðna. Hann segir í samtali við Sky News að ekki sé hægt að svara fyrir hegðun göngufólksins á fjallinu. „Enginn getur sagt mér að manninum hefði ekki getað verið bjargað,“ segir hann. Flaeming segir að í mörgum tilfellum hafi fólki verið bjargað í átta þúsund metra hæð, auðveldlega hefði verið hægt að hjálpa Hassan að komast aftur niður á þessum hluta tindsins. Austurríski fjallgöngumaðurinn Wilhelm Steindl, sem var á K2 sama dag og atvikið átti sér stað, segir að komið hefði verið fram við Hassan eins og annars flokks manneskju á fjallinu. Hefði hann verið frá vesturlöndum hefði honum umsvifalaust verið bjargað. „Enginn bar ábyrgð á honum. Það sem gerðist er til skammar. Lifandi manneskja var skilin eftir til þess að hægt yrði að setja ný met,“ sagði Steindl við austurríska miðla. The Telegraph deildi myndskeiðinu á Twitter, sem nálgast má hér að neðan. WATCH: What happened there is a disgrace. A living human was left lying so that records could be set. Top mountaineer, Kristin Harila, defends walking past dying Sherpa, Mohammed Hassan, in pursuit of K2 record.https://t.co/4jGlf5syS6 pic.twitter.com/g9K0zwTQd7— The Telegraph (@Telegraph) August 10, 2023
Fjallamennska Noregur Pakistan Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Sjá meira