Þrjú taka kast fyrir Ísland á HM Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 12:00 Hilmar Örn Jónsson var eini Íslendingurinn á HM í fyrra en nú fær hann góðan félagsskap. Getty/Dean Mouhtaropoulos Einn nýliði er í þriggja manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Búdapest í Ungverjalandi. Mótið fer fram dagana 19.-27. ágúst. Fulltrúar Íslands keppa allir í kastgreinum en það eru þau Hilmar Örn Jónsson úr FH og Guðni Valur Guðnason og Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR. Hilmar, sem keppir í sleggjukasti, fer á sitt þriðja heimsmeistaramót því hann var einnig með á HM í London 2017 og í Eugene í Bandaríkjunum í fyrra. Guðni keppir í kringlukasti á sínu öðru heimsmeistaramóti, eftir að hafa verið með í Doha í Katar árið 2019. Þeir Guðni og Hilmar komust báðir í úrslit í sinni grein á EM í fyrra. Kúluvarparinn Erna Sóley er hins vegar á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðmundur Karlsson, afreks- og framkvæmdastjóri frjálsíþróttasambands Íslands, gleðst yfir því að Ísland eigi nú þrjá fulltrúa á HM. „Það er sérstaklega ánægjulegt að ná inn þremur keppendum á Heimsmeistaramótið að þessu sinni, síðustu tvö HM hefur einn keppandi náð tilskildum árangri og ljóst að við erum á uppleið. Öll eru þau á góðri vegferð og sem kastarar öll ung og eiga mikið eftir af ferlinum. Við hjá FRÍ erum fyrst og fremst stolt af árangrinum á árinu hingað til og þessi þrjú eiga stóran þátt í því. Við nálgumst þetta verkefni með bjartsýni, eftirvæntingu og skýrum markmiðum,“ segir Guðmundur á vef FRÍ. Með á fyrsta keppnisdegi Guðni Valur og Hilmar Örn kasta í undankeppni í kringlu- og sleggjukasti á fyrsta keppnisdeginum, mánudaginn 19. ágúst. Úrslitakeppnin fer fram á þriðjudeginum í sleggjukasti en á miðvikudeginum í kringlukasti. Erna Sóley kastar í undankeppni í kúluvarpi á áttunda keppnisdegi, laugardaginn 26. ágúst. Úrslitin fara fram sama dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
Fulltrúar Íslands keppa allir í kastgreinum en það eru þau Hilmar Örn Jónsson úr FH og Guðni Valur Guðnason og Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR. Hilmar, sem keppir í sleggjukasti, fer á sitt þriðja heimsmeistaramót því hann var einnig með á HM í London 2017 og í Eugene í Bandaríkjunum í fyrra. Guðni keppir í kringlukasti á sínu öðru heimsmeistaramóti, eftir að hafa verið með í Doha í Katar árið 2019. Þeir Guðni og Hilmar komust báðir í úrslit í sinni grein á EM í fyrra. Kúluvarparinn Erna Sóley er hins vegar á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðmundur Karlsson, afreks- og framkvæmdastjóri frjálsíþróttasambands Íslands, gleðst yfir því að Ísland eigi nú þrjá fulltrúa á HM. „Það er sérstaklega ánægjulegt að ná inn þremur keppendum á Heimsmeistaramótið að þessu sinni, síðustu tvö HM hefur einn keppandi náð tilskildum árangri og ljóst að við erum á uppleið. Öll eru þau á góðri vegferð og sem kastarar öll ung og eiga mikið eftir af ferlinum. Við hjá FRÍ erum fyrst og fremst stolt af árangrinum á árinu hingað til og þessi þrjú eiga stóran þátt í því. Við nálgumst þetta verkefni með bjartsýni, eftirvæntingu og skýrum markmiðum,“ segir Guðmundur á vef FRÍ. Með á fyrsta keppnisdegi Guðni Valur og Hilmar Örn kasta í undankeppni í kringlu- og sleggjukasti á fyrsta keppnisdeginum, mánudaginn 19. ágúst. Úrslitakeppnin fer fram á þriðjudeginum í sleggjukasti en á miðvikudeginum í kringlukasti. Erna Sóley kastar í undankeppni í kúluvarpi á áttunda keppnisdegi, laugardaginn 26. ágúst. Úrslitin fara fram sama dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira