Bergrós eftir að hafa nælt í bronsið: „Vildi enda þetta með stæl“ Aron Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2023 11:01 Bergrós Björnsdóttir náði mögnuðum árangri á heimsleikum Crossfit á dögunum Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær bronsverðlaun í flokki sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heimsleikum CrossFit og gekk hún í gegnum allan tilfinningaskalann í þetta skipti því strax á fyrsta keppnisdegi lenti hún í erfiðri reynslu. Fékk hitaslag. „Við þurftum sem sagt að taka þátt í tveimur keppnisgreinum með mjög stuttu millibili og eftir fyrri greinina fór ég að finna fyrir örari hjartslætti og þurfti um leið að keyra á næstu grein,“ segir Bergrós um stundina erfiðu þegar að hún fór að finna fyrir einkennum hitaslag.„Í miðri seinni greininni fór mér að líða mjög skringilega, mér fannst eins og líkaminn væri að bregðast mér. Ég átti mjög erfitt andardrátt og leið bara ógeðslega illa. Þegar sú æfing var að fara klárast fann ég hvernig það slökknaði bara alveg á líkamanum og ég bara gat ekki haldið áfram.Starfslið heimsleikanna þurfti að bera mig út af keppnisgólfinu og það kom mér um leið í ískalt bað til þess að kæla líkamann niður. Ég hélt að með þessu væri ég búinn að klúðra tækifæri mínu í keppninni því með því að ná ekki að klára endaði ég í tíunda sæti greinarinnar og fékk fá stig.“ Hafði engu að tapa En svo kom á daginn að enn voru möguleikar á sæti á verðlaunapalli og á loka keppnisdeginum setti Bergrós í fluggír, endaði í 2.sæti í næstsíðustu greininni og gerði sér svo lítið fyrir og vann lokagrein mótsins. „Þessir þrír dagar einkenndust af miklum hæðum og lægðum og keppnin á milli okkar stelpnanna var mjög jöfn. Við vorum fimm eða sex stelpur að keppa um sæti á verðlaunapallinum og áttum allar mjög góðan möguleika.“ „Tvær síðustu greinar leikanna voru mjög góðar fyrir mig og ég vissi það alveg. Þær pössuðu mjög vel við mína styrkleika og ég var bara mjög örugg með sjálfa mig fyrir allar þessar hreyfingar, vissi að ég gæti staðið mig vel. Ég hafði engu að tapa, keyrði því bara á þetta og vonaði það besta. Vildi bara enda þetta með stæl.“ „Vil eiga langan og góðan feril“ Tilfinningin eftir að hafa sigrað lokagrein mótsins og tryggt sér þriðja sætið er ólýsanleg að sögn Bergrósar. „Þetta er það besta sem ég veit um og er fullkominn endir á tímabilinu fyrir mig, þetta hefur verið erfitt tímabil og ég er enn að meðtaka þetta. Ég er mjög ánægð með allt saman og stolt af sjálfri mér fyrir það hvernig ég tókst á við bakslög á mótinu.“ Virkilega flottur árangur hjá Bergrós svona snemma á ferlinum. Hverju viltu áorka í framhaldinu, hvert stefnirðu? „Ég vil eiga langan og góðan feril í CrossFit, langar að verða atvinnukona í íþróttinni alveg 100%. Ég ætla því að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að ná því markmiði.“ CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
„Við þurftum sem sagt að taka þátt í tveimur keppnisgreinum með mjög stuttu millibili og eftir fyrri greinina fór ég að finna fyrir örari hjartslætti og þurfti um leið að keyra á næstu grein,“ segir Bergrós um stundina erfiðu þegar að hún fór að finna fyrir einkennum hitaslag.„Í miðri seinni greininni fór mér að líða mjög skringilega, mér fannst eins og líkaminn væri að bregðast mér. Ég átti mjög erfitt andardrátt og leið bara ógeðslega illa. Þegar sú æfing var að fara klárast fann ég hvernig það slökknaði bara alveg á líkamanum og ég bara gat ekki haldið áfram.Starfslið heimsleikanna þurfti að bera mig út af keppnisgólfinu og það kom mér um leið í ískalt bað til þess að kæla líkamann niður. Ég hélt að með þessu væri ég búinn að klúðra tækifæri mínu í keppninni því með því að ná ekki að klára endaði ég í tíunda sæti greinarinnar og fékk fá stig.“ Hafði engu að tapa En svo kom á daginn að enn voru möguleikar á sæti á verðlaunapalli og á loka keppnisdeginum setti Bergrós í fluggír, endaði í 2.sæti í næstsíðustu greininni og gerði sér svo lítið fyrir og vann lokagrein mótsins. „Þessir þrír dagar einkenndust af miklum hæðum og lægðum og keppnin á milli okkar stelpnanna var mjög jöfn. Við vorum fimm eða sex stelpur að keppa um sæti á verðlaunapallinum og áttum allar mjög góðan möguleika.“ „Tvær síðustu greinar leikanna voru mjög góðar fyrir mig og ég vissi það alveg. Þær pössuðu mjög vel við mína styrkleika og ég var bara mjög örugg með sjálfa mig fyrir allar þessar hreyfingar, vissi að ég gæti staðið mig vel. Ég hafði engu að tapa, keyrði því bara á þetta og vonaði það besta. Vildi bara enda þetta með stæl.“ „Vil eiga langan og góðan feril“ Tilfinningin eftir að hafa sigrað lokagrein mótsins og tryggt sér þriðja sætið er ólýsanleg að sögn Bergrósar. „Þetta er það besta sem ég veit um og er fullkominn endir á tímabilinu fyrir mig, þetta hefur verið erfitt tímabil og ég er enn að meðtaka þetta. Ég er mjög ánægð með allt saman og stolt af sjálfri mér fyrir það hvernig ég tókst á við bakslög á mótinu.“ Virkilega flottur árangur hjá Bergrós svona snemma á ferlinum. Hverju viltu áorka í framhaldinu, hvert stefnirðu? „Ég vil eiga langan og góðan feril í CrossFit, langar að verða atvinnukona í íþróttinni alveg 100%. Ég ætla því að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að ná því markmiði.“
CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira