Rennibrautarferð lögreglumanns vekur kátínu netverja Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2023 14:14 Löggan renndi sér á ógnarhraða niður rennibrautina og skall í börmum brautarinnar. Lögreglumaður í Boston slasaðist þegar hann renndi sér á ógnarhraða niður málmrennibraut í borginni. Myndband sem sýnir manninn þeytast út úr rennibrautinni og lenda á andlitinu hefur vakið mikla athygli. Atvikið átti sér stað á leikvelli við ráðhústorgið í Boston á þriðjudag. Í myndbandi af atvikinu heyrast fyrst háværir dynkir innan úr henni, síðan heyrast viðstaddir hlæja og á endanum skýst lögreglumaðurinn út, skellur á börmum brautarinnar og lendir á andlitinu. Maðurinn stendur síðan á fætur og segir „ó fokk“ á meðan það heyrist í bakgrunni „af hverju fórstu svona hratt?“ áður en myndbandið klárast. Lögreglan í Boston hefur greint frá því að lögreglumaðurinn hafi fengið aðhlynningu vegna smávægilegra áverka en það væri í lagi með hann. Þá tók lögreglan sérstaklega fram að hann hafi borgað fyrir það með eigin sjúkratryggingu og hafi ekki misst neitt úr vinnu. Fréttamiðlar í Boston segjast vita hver lögreglumaðurinn er ætla þó ekki gefa upp nafn hans þar sem atvikið er ekki til rannsóknar. Föt lögreglumannsins líklega ábyrg fyrir hraðanum Gríðarlegur hraði lögreglumannsins hefur vakið mikla athygli og hefur verið horft á myndbandið milljón sinnum á TikTok og sömuleiðis á X, sem áður hét Twitter. Netverjar hafa verið duglegir að gera grín að lögreglumanninum, bæði með bröndurum og með því að breyta myndbandinu. Í útgáfunni hér fyrir neðan má sjá hvernig er búið að bæta prumpuhljóðum við. as requested! pic.twitter.com/nJW4fq99Tf— Jeff Burnett (@burnettski92) August 3, 2023 Aðrir hafa birt myndbönd af sér renna sér niður rennibrautina til að sýna hvernig hún virkar venjulega. Borgarfulltrúinn Erin Murphy birti myndband af sér þar sem hún fór töluvert hægar en lögregluþjónninn missti reyndar skóinn sinn. Just another day at City Hall. No, but seriously, the new City Hall Plaza is amazing. Toured it today before the grand opening this Friday. Come on by to check it out. Just be careful on the slide. #accessibility #bospoli #cityhallplaza pic.twitter.com/1fCL6Csvhm— Erin Murphy (@ErinforBoston) November 15, 2022 Huffington Post ræddi við Rhett Allain, eðlisfræðiprófessor við Southeastern Louisiana háskóla, um rennibrautir og hvað olli þessum mikla hraða mannsins. „Venjulegt fólk, þegar þau fara niður rennibraut þá er allt í lagi með þau,“ sagði Allen og bætti við að hraði mannsins hefði eitthvað að gera með fötin sem hann var í. Hann tók sem dæmi að ef fullorðinn einstaklingur og barn færu niður rennibrautina í eins fötum þá kæmu þau niður á sama tíma. Það er ekki massinn sem hefur áhrif á hraðann heldur tregðan. Here is my 3yo and husband using the slide. It s big, but not throw you out the bottom big. pic.twitter.com/bVqxPswv0u— Rev. Skadi, godess of righteouss anger (@BlairTStowe) August 2, 2023 „Tregða veltur á yfirborðunum tveimur sem snertast svo ef þú ert með málmrennibraut og hún snertir húð eða bómullarföt þá ertu með ákveðinn núningsstuðul,“ sagði Allain og bætti við „Og ef þú breytir efninu í eitthvað stíft, þá gæti það orðið mun sleipara.“ Hér fyrir neðan má sjá myndband í fyrstu persónu af netverja renna sér niður rennibrautina. Slide POV for all the slide fans https://t.co/aGoZBtZS7i pic.twitter.com/XOUBRFHqp8— Dillon (@dillontedesco) August 2, 2023 s Ítreka þurfi að rennibrautin sé bara fyrir börn Málmrennibrautin er ný viðbót við leikvöllinn og var hluti af yfirhalningu sem átti sér stað í nóvember og kostaði 95 milljón Bandaríkjadala. Michelle Wu, borgarstjóri Boston, brást við atvikinu á þriðjudag og sagði að borgin þyrfti mögulega að sjá til þess að það væri skýrara að rennibrautin væri einungis fyrir börn. Við innganginn að leikvellinum stendur á skilti að hann sé ætlaður fyrir börn á aldrinum tveggja til tólf ára. „Ég veit ekki hverjar kringumstæðurnar eru eða hvað gerðist,“ sagði hún og bætti við „En ég ætla að athuga hvort það sé í lagi með lögreglumanninn.“ Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Atvikið átti sér stað á leikvelli við ráðhústorgið í Boston á þriðjudag. Í myndbandi af atvikinu heyrast fyrst háværir dynkir innan úr henni, síðan heyrast viðstaddir hlæja og á endanum skýst lögreglumaðurinn út, skellur á börmum brautarinnar og lendir á andlitinu. Maðurinn stendur síðan á fætur og segir „ó fokk“ á meðan það heyrist í bakgrunni „af hverju fórstu svona hratt?“ áður en myndbandið klárast. Lögreglan í Boston hefur greint frá því að lögreglumaðurinn hafi fengið aðhlynningu vegna smávægilegra áverka en það væri í lagi með hann. Þá tók lögreglan sérstaklega fram að hann hafi borgað fyrir það með eigin sjúkratryggingu og hafi ekki misst neitt úr vinnu. Fréttamiðlar í Boston segjast vita hver lögreglumaðurinn er ætla þó ekki gefa upp nafn hans þar sem atvikið er ekki til rannsóknar. Föt lögreglumannsins líklega ábyrg fyrir hraðanum Gríðarlegur hraði lögreglumannsins hefur vakið mikla athygli og hefur verið horft á myndbandið milljón sinnum á TikTok og sömuleiðis á X, sem áður hét Twitter. Netverjar hafa verið duglegir að gera grín að lögreglumanninum, bæði með bröndurum og með því að breyta myndbandinu. Í útgáfunni hér fyrir neðan má sjá hvernig er búið að bæta prumpuhljóðum við. as requested! pic.twitter.com/nJW4fq99Tf— Jeff Burnett (@burnettski92) August 3, 2023 Aðrir hafa birt myndbönd af sér renna sér niður rennibrautina til að sýna hvernig hún virkar venjulega. Borgarfulltrúinn Erin Murphy birti myndband af sér þar sem hún fór töluvert hægar en lögregluþjónninn missti reyndar skóinn sinn. Just another day at City Hall. No, but seriously, the new City Hall Plaza is amazing. Toured it today before the grand opening this Friday. Come on by to check it out. Just be careful on the slide. #accessibility #bospoli #cityhallplaza pic.twitter.com/1fCL6Csvhm— Erin Murphy (@ErinforBoston) November 15, 2022 Huffington Post ræddi við Rhett Allain, eðlisfræðiprófessor við Southeastern Louisiana háskóla, um rennibrautir og hvað olli þessum mikla hraða mannsins. „Venjulegt fólk, þegar þau fara niður rennibraut þá er allt í lagi með þau,“ sagði Allen og bætti við að hraði mannsins hefði eitthvað að gera með fötin sem hann var í. Hann tók sem dæmi að ef fullorðinn einstaklingur og barn færu niður rennibrautina í eins fötum þá kæmu þau niður á sama tíma. Það er ekki massinn sem hefur áhrif á hraðann heldur tregðan. Here is my 3yo and husband using the slide. It s big, but not throw you out the bottom big. pic.twitter.com/bVqxPswv0u— Rev. Skadi, godess of righteouss anger (@BlairTStowe) August 2, 2023 „Tregða veltur á yfirborðunum tveimur sem snertast svo ef þú ert með málmrennibraut og hún snertir húð eða bómullarföt þá ertu með ákveðinn núningsstuðul,“ sagði Allain og bætti við „Og ef þú breytir efninu í eitthvað stíft, þá gæti það orðið mun sleipara.“ Hér fyrir neðan má sjá myndband í fyrstu persónu af netverja renna sér niður rennibrautina. Slide POV for all the slide fans https://t.co/aGoZBtZS7i pic.twitter.com/XOUBRFHqp8— Dillon (@dillontedesco) August 2, 2023 s Ítreka þurfi að rennibrautin sé bara fyrir börn Málmrennibrautin er ný viðbót við leikvöllinn og var hluti af yfirhalningu sem átti sér stað í nóvember og kostaði 95 milljón Bandaríkjadala. Michelle Wu, borgarstjóri Boston, brást við atvikinu á þriðjudag og sagði að borgin þyrfti mögulega að sjá til þess að það væri skýrara að rennibrautin væri einungis fyrir börn. Við innganginn að leikvellinum stendur á skilti að hann sé ætlaður fyrir börn á aldrinum tveggja til tólf ára. „Ég veit ekki hverjar kringumstæðurnar eru eða hvað gerðist,“ sagði hún og bætti við „En ég ætla að athuga hvort það sé í lagi með lögreglumanninn.“
Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira