Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 08:11 Ein bygginging sem sögð er hafa skemmst vegna dróna í Moskvu í morgun. Rússar lýsa árásinni sem hryðjuverkaárás, eins og þeir segja oft um meintar árásir Úkraínumanna. AP Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. Rússar munu hafa notað rafbúnað til að rugla drónana svo þeir brotlentu á tveimur byggingum en í frétt Reuters segir að önnur byggingin sé ekki langt frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands. Rússar segja Úkraínumenn einnig hafa reynt „hryðjuverkaárás“ á Krímskaga, sem Rússar hernámu og innlimuðu ólöglega árið 2014. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir sautján drónum hafa verið flogið að skaganum í nótt en að fjórtán hafi verið ruglaðir svo þeir brotlentu í sjónum, þrír brotlentu á landi og þrír eru sagðir hafa verið skotnir niður. Undanfarna viku hafa Rússar látið sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa og nærliggjandi byggðir í suðurhluta Úkraínu. Það er eftir að Rússar neituðu af framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja út korn og Rússum að flytja út áburð. Höfnin í Odessa var notuð til að flytja korn frá Úkraínu en árásir Rússa hafa að miklu leyti beinst að innviðum þar. Rússar eru sagðir hafa brennt minnst sextíu þúsund tonn af korni í höfninni á einni viku. Minnst einn dó í árásum Rússa á borgina í gær og 22 eru særðir. Árásirnar hafa meðal annars valdið verulegum skemmdum á frægri dómkirkju sem er á minjaskrá UNESCO. Destroyed twice - by Stalin and Putin - the Odesa Transfiguration Cathedral was built between 1794 and 1808. It was blown up by the Bolsheviks in 1936 and rebuilt after Ukraine regained independence (1996 2006).On the night of July 22 23, 2023, it was hit by a russian missile. pic.twitter.com/vCwDhANoR1— Defense of Ukraine (@DefenceU) July 23, 2023 Í nótt flugu Rússar sjálfsprengjudrónum að hafnarinnviðum á ánni Danúb, að virðist með því áframhaldandi markmiði að gera útflutning korns frá Úkraínu erfiðari í framkvæmd. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. 21. júlí 2023 20:00 Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 21. júlí 2023 11:26 Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10 Fimleikarnir hleypa Rússunum inn á ný Alþjóða fimleikasambandið hefur fellt úr gildi bann rússneskra og hvít-rússneskra fimleikamanna. Þeir mega keppa á ný en þó ekki undir fána þjóða sinnar. 20. júlí 2023 10:30 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Rússar munu hafa notað rafbúnað til að rugla drónana svo þeir brotlentu á tveimur byggingum en í frétt Reuters segir að önnur byggingin sé ekki langt frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands. Rússar segja Úkraínumenn einnig hafa reynt „hryðjuverkaárás“ á Krímskaga, sem Rússar hernámu og innlimuðu ólöglega árið 2014. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir sautján drónum hafa verið flogið að skaganum í nótt en að fjórtán hafi verið ruglaðir svo þeir brotlentu í sjónum, þrír brotlentu á landi og þrír eru sagðir hafa verið skotnir niður. Undanfarna viku hafa Rússar látið sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa og nærliggjandi byggðir í suðurhluta Úkraínu. Það er eftir að Rússar neituðu af framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja út korn og Rússum að flytja út áburð. Höfnin í Odessa var notuð til að flytja korn frá Úkraínu en árásir Rússa hafa að miklu leyti beinst að innviðum þar. Rússar eru sagðir hafa brennt minnst sextíu þúsund tonn af korni í höfninni á einni viku. Minnst einn dó í árásum Rússa á borgina í gær og 22 eru særðir. Árásirnar hafa meðal annars valdið verulegum skemmdum á frægri dómkirkju sem er á minjaskrá UNESCO. Destroyed twice - by Stalin and Putin - the Odesa Transfiguration Cathedral was built between 1794 and 1808. It was blown up by the Bolsheviks in 1936 and rebuilt after Ukraine regained independence (1996 2006).On the night of July 22 23, 2023, it was hit by a russian missile. pic.twitter.com/vCwDhANoR1— Defense of Ukraine (@DefenceU) July 23, 2023 Í nótt flugu Rússar sjálfsprengjudrónum að hafnarinnviðum á ánni Danúb, að virðist með því áframhaldandi markmiði að gera útflutning korns frá Úkraínu erfiðari í framkvæmd.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. 21. júlí 2023 20:00 Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 21. júlí 2023 11:26 Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10 Fimleikarnir hleypa Rússunum inn á ný Alþjóða fimleikasambandið hefur fellt úr gildi bann rússneskra og hvít-rússneskra fimleikamanna. Þeir mega keppa á ný en þó ekki undir fána þjóða sinnar. 20. júlí 2023 10:30 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
„Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. 21. júlí 2023 20:00
Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 21. júlí 2023 11:26
Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10
Fimleikarnir hleypa Rússunum inn á ný Alþjóða fimleikasambandið hefur fellt úr gildi bann rússneskra og hvít-rússneskra fimleikamanna. Þeir mega keppa á ný en þó ekki undir fána þjóða sinnar. 20. júlí 2023 10:30
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54