Sport

Fagnaði sigri með því að sýna á sér brjóstin en fékk mikla gagnrýni fyrir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniella Hemsley er vinsæl á samfélagsmiðlum og er dugleg að búa til efni fyrir þá.
Daniella Hemsley er vinsæl á samfélagsmiðlum og er dugleg að búa til efni fyrir þá. Instagram/@daniella.hemsley

Hnefaleikakonan Daniella Hemsley vann góðan sigur í hringnum á dögunum en það sem hún gerði strax eftir sigurinn vakti enn meiri athygli.

Hemsley fagnaði sigrinum með því að sýna á sér brjóstin og flassa sjónvarpsvélina og þar með áhorfendur sem voru að horfa á bardagann í beinni. Dómararnir voru nýbúnir að tilkynna sigurinn þegar hún reif upp keppnistoppinn sinn.

„Ég hata þetta. Við höfum barist svo lengi fyrir því að konur frá virðingu í hnefaleikahringnum. Að þær verði metnar fyrir hæfileika sína og dugnað. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta eru ekki hnefaleikar,“ sagði vonsvikinn Eddie Hearn, sem vinnur við að kynna hnefaleikaíþróttina.

Hinn 22 ára gamla Hemsley vann þarna Aleksandra Daniel í Kingpyn High Stakes hnefaleikamótinu.

„Þetta var allt svolítið yfirþyrmandi og ég vildi bara tjá mig,“ sagði Daniella Hemsley sjálf.

Hemsley fékk harða gagnrýni úr mörgum áttum og margir þeirra vöktu athygli á því að hún er áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Hamsley er með hundrað þúsundir fylgjenda á Instagram og Tiktok.

„Hún er áhrifavaldur á netinu. Þar snýst allt um að hneyksla eða heilla fólk og hún vissi að þetta myndi skapa umræðu á netinu, fá mikið áhorf og að allir væru að tala um þetta,“ sagði hnefaleikamaðurinn Ebanie Bridges.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×