Lífið

Sumar, sól og stuð hjá í­búum Skála­túns

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þeir Ólafur Þormar og Garðar Samúel búa báðir í Skálatúni.
Þeir Ólafur Þormar og Garðar Samúel búa báðir í Skálatúni. Vísir/Einar

Í dag fögnuðu íbúar Skálatúns því að Mosfellsbær hafi tekið yfir þjónustu klasans. Voru grillaðar pylsur handa gestum og tóku íbúarnir vel á móti fréttastofu. 

Skálatún í Mosfellsbæ er heimili yfir þrjátíu einstaklinga með þroskahömlun og er þar rekin dagþjónusta með vinnustofum, þjálfun, afþreyingu og fleira.

Síðustu ár hefur Skálatún verið rekið af IOGT en nú mun Mosfellsbær taka yfir þjónustuna og var haldin sameiningarhátíð þar í dag. Bæjarstjórinn segir þetta vera mikinn gleðidag.

„Ég er að grilla hérna, fulltrúar úr bæjarstjórninni, stjórnendur og við erum búin að bjóða hér öllum íbúum, við erum búin að bjóða starfsmönnum og starfsmönnum Mosfellsbæjar. Hér eru krakkar úr vinnuskólanum, þau hafa verið að þrífa og snyrta. Það er bara gleðidagur í Mosfellsbæ.

Og íbúarnir voru afar ánægðir með þennan gleðidag úti í sólinni. Fréttastofa ræddi við þá Garðar Samúel og Ólaf Þormar sem sögðu allt vera skemmtilegra þegar það er sól úti. Hægt er að sjá spjallið við félagana í spilaranum hér fyrir neðan, sem og þegar Ólafur Þormar söng Love Me Tender með Elvis Presley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×