„Á að vera leyfilegt að mótmæla en þetta er ótrúlegt lélegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júlí 2023 07:00 Heims- og ólympíumeistarinn Karsten Warholm rétt slapp áður en mótmælendurnir hlupu inn á hlaupabrautina. Vísir/EPA Umhverfissinnar hlupu inn á hlaupabrautina við lok 400 metra grindahlaupsins á Demantamótinu í Stokkhólmi í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svíar lenda í vandræðum vegna svipaðra mótmæla á stórviðburðum. Dementamótaröðin í frjálsum íþróttum er í fullum gangi þessar vikurnar og í gær fór mót fram í Stokkhólmi þar sem margar af stærstu stjörnum frjálsíþróttaheimsins voru samankomnar. Norðmaðurinn Karsten Warholm kom fyrstur í mark í 400 metra hlaupi karla en minnstu munaði að heims- og ólympíumeistarinn gæti ekki klárað hlaupið. Í þann mund sem hann hljóp yfir marklínuna fóru mótmælendur inn á hlaupabrautina og stilltu sér upp fyrir þeim keppendur sem áttu eftir að hlaupa í mark. „Ég varð reiður. Þetta er kjánalegt og forkastanlegt,“ sagði Warholm í samtali við sænska ríkissjónvarpið SVT eftir hlaupið. „Það á að vera leyfilegt að mótmæla en þetta er ótrúlega lélegt. Þetta er ekki rétta aðferðin, sama um hvað málið snýst.“ Protestors disrupt the conclusion of the 400m hurdles at tonight's Diamond League event in Stockholmpic.twitter.com/OMGxXo6G0k— Balls.ie (@ballsdotie) July 2, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svíar lenda í vandræðum á stórviðburðum vegna mótmæla umhverfissinna. Þegar Loreen söng á úrslitakvöldi Melodifestivalen var hún trufluð af mótmælendum og þurfti að endurtaka atriði sitt. Þá hafa mótmælendur hlaupið inn á völlinn í miðjum bikarúrslitaleik í knattspyrnu, truflað úrslitaþátt Idol og fleiri stóra viðburði. „Ótrúlega leiðinlegt að þetta hafi gerst, að þeir ráðist inn á okkar viðburð. Hlaupararnir voru næstum því keyrðir niður,“ sagði Jan Kowalski sem var framkvæmdastjóri Demantamótsins í gær. „Við höfum séð þetta gerast á öðrum viðburðum og vorum tilbúin. Við vissum hvað við ættum að gera ef þetta myndi gerast, að sama skapi getum við ekki sett óeirðagirðingu í kringum allan völlinn á svona viðburði. Við gerðum það sem við gátum og vorum fljót að bregðast við.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Sjá meira
Dementamótaröðin í frjálsum íþróttum er í fullum gangi þessar vikurnar og í gær fór mót fram í Stokkhólmi þar sem margar af stærstu stjörnum frjálsíþróttaheimsins voru samankomnar. Norðmaðurinn Karsten Warholm kom fyrstur í mark í 400 metra hlaupi karla en minnstu munaði að heims- og ólympíumeistarinn gæti ekki klárað hlaupið. Í þann mund sem hann hljóp yfir marklínuna fóru mótmælendur inn á hlaupabrautina og stilltu sér upp fyrir þeim keppendur sem áttu eftir að hlaupa í mark. „Ég varð reiður. Þetta er kjánalegt og forkastanlegt,“ sagði Warholm í samtali við sænska ríkissjónvarpið SVT eftir hlaupið. „Það á að vera leyfilegt að mótmæla en þetta er ótrúlega lélegt. Þetta er ekki rétta aðferðin, sama um hvað málið snýst.“ Protestors disrupt the conclusion of the 400m hurdles at tonight's Diamond League event in Stockholmpic.twitter.com/OMGxXo6G0k— Balls.ie (@ballsdotie) July 2, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svíar lenda í vandræðum á stórviðburðum vegna mótmæla umhverfissinna. Þegar Loreen söng á úrslitakvöldi Melodifestivalen var hún trufluð af mótmælendum og þurfti að endurtaka atriði sitt. Þá hafa mótmælendur hlaupið inn á völlinn í miðjum bikarúrslitaleik í knattspyrnu, truflað úrslitaþátt Idol og fleiri stóra viðburði. „Ótrúlega leiðinlegt að þetta hafi gerst, að þeir ráðist inn á okkar viðburð. Hlaupararnir voru næstum því keyrðir niður,“ sagði Jan Kowalski sem var framkvæmdastjóri Demantamótsins í gær. „Við höfum séð þetta gerast á öðrum viðburðum og vorum tilbúin. Við vissum hvað við ættum að gera ef þetta myndi gerast, að sama skapi getum við ekki sett óeirðagirðingu í kringum allan völlinn á svona viðburði. Við gerðum það sem við gátum og vorum fljót að bregðast við.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Sjá meira