„Ég hugsa að ég myndi vinna þig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 23:30 Duplantis er viss um að hann geti hlaupið hraðar en Shelly Ann Fraser-Pryce. Vísir/Getty Heims- og Ólympíusmeistarinn í stangarstökki karla er viss um að hann geti hlaupið hraðar en hraðasta kona síðustu ára. Hann vill mæta Shelly Ann Fraser-Pryce á hlaupabrautinni. Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis hefur verið ein skærasta stjarna frjálsíþróttaheimsins síðustu árin en hann sló meðal annars heimsmetið í greininni árið 2020 en þá hafði Sergei Bubka átt metið í tæp 30 ár. Hið sama má segja um Shelly Ann Fraser-Pryce. Hún hefur raðað inn gullverðlaunum á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum og er handhafi bæði heimsmeistara- og ólympíutitils í 100 metra hlaupi. Duplantis virðist hins vegar vilja sanna sig á hlaupabrautinni. Hann dreymir um að mæta Fraser-Pryce í 100 metra spretti en það var hún sem hóf umræðuna á sameiginlegum blaðamannafundi fyrir mót á Demantamótaröðinni í Brussel á síðasta ári þegar hún spurði Duplantis hversu fljótur hann væri að hlaupa metrana hundrað. „Ég hugsa að ég myndi vinna þig,“ svaraði Duplantis. „Viltu veðja?“ var svar hlaupadrottningarinnar og meira varð ekki úr umræðunni í það skiptið. „Mér er 100% alvara“ Fraser-Pryce hélt umræðunni hins vegar áfram fyrir næsta mót í Zurich. „Eingi möguleikinn hans er ef hann fær að nota stöngina til að hoppa og ná 45 metra forskoti,“ sagði Fraser-Pryce þá í viðtali og Duplantis svaraði með því að segjast vera til í slaginn ef henni væri alvara. Í kvöld fór fram mót á Demantamótaröðinni í Ostrava í Tékklandi og þá dúkkaði málið skyndilega upp á ný. „Ég myndi algjörlega vilja mæta henni og mér er 100% alvara. Ég myndi vilja vita hvar ég stæði í einvígi eins og þessu og ég hef ekki hugmynd um hvaða tíma ég get náð í 100 metra hlaupi,“ sagði Duplantis á blaðamannafundi. Einvígi þeirra Duplantis og Fraser-Pryce myndi án efa vekja mikla athygli enda bæði mikið afreksfólk, hvort í sinni grein. Ólíklegt er þó að af verði á næstunni þar sem hin 36 ára gamla Fraser-Pryce glímir við meiðsli á hné og hefur ekki keppt síðan í maí. Fraser-Pryce hefur unnið þrjú ólympíugull og tíu gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur hlaupið best á 10,60 sekúndum í 100 metra hlaupi en það gerði hún í Lousanne árið 2021. Þeir sem eru kunnugir Duplantis segja hann geta hlaupið undir 10,50 sekúndum en slíkar vangaveltur fá ekki svar nema af einvígi þeirra verður. Frjálsar íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis hefur verið ein skærasta stjarna frjálsíþróttaheimsins síðustu árin en hann sló meðal annars heimsmetið í greininni árið 2020 en þá hafði Sergei Bubka átt metið í tæp 30 ár. Hið sama má segja um Shelly Ann Fraser-Pryce. Hún hefur raðað inn gullverðlaunum á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum og er handhafi bæði heimsmeistara- og ólympíutitils í 100 metra hlaupi. Duplantis virðist hins vegar vilja sanna sig á hlaupabrautinni. Hann dreymir um að mæta Fraser-Pryce í 100 metra spretti en það var hún sem hóf umræðuna á sameiginlegum blaðamannafundi fyrir mót á Demantamótaröðinni í Brussel á síðasta ári þegar hún spurði Duplantis hversu fljótur hann væri að hlaupa metrana hundrað. „Ég hugsa að ég myndi vinna þig,“ svaraði Duplantis. „Viltu veðja?“ var svar hlaupadrottningarinnar og meira varð ekki úr umræðunni í það skiptið. „Mér er 100% alvara“ Fraser-Pryce hélt umræðunni hins vegar áfram fyrir næsta mót í Zurich. „Eingi möguleikinn hans er ef hann fær að nota stöngina til að hoppa og ná 45 metra forskoti,“ sagði Fraser-Pryce þá í viðtali og Duplantis svaraði með því að segjast vera til í slaginn ef henni væri alvara. Í kvöld fór fram mót á Demantamótaröðinni í Ostrava í Tékklandi og þá dúkkaði málið skyndilega upp á ný. „Ég myndi algjörlega vilja mæta henni og mér er 100% alvara. Ég myndi vilja vita hvar ég stæði í einvígi eins og þessu og ég hef ekki hugmynd um hvaða tíma ég get náð í 100 metra hlaupi,“ sagði Duplantis á blaðamannafundi. Einvígi þeirra Duplantis og Fraser-Pryce myndi án efa vekja mikla athygli enda bæði mikið afreksfólk, hvort í sinni grein. Ólíklegt er þó að af verði á næstunni þar sem hin 36 ára gamla Fraser-Pryce glímir við meiðsli á hné og hefur ekki keppt síðan í maí. Fraser-Pryce hefur unnið þrjú ólympíugull og tíu gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur hlaupið best á 10,60 sekúndum í 100 metra hlaupi en það gerði hún í Lousanne árið 2021. Þeir sem eru kunnugir Duplantis segja hann geta hlaupið undir 10,50 sekúndum en slíkar vangaveltur fá ekki svar nema af einvígi þeirra verður.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira