Arsenal innkallar nýjar treyjur sem eiga að heiðra „The Invincibles“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 23:31 Arsenal og Adidas þurfa að laga nýju treyjurnar. Vísir/Getty Arsenal og Adidas hafa innkallað nýjar keppnistreyjur félagsins sem komnar voru í sölu. Ástæðan er mistök í prentun en treyjunum er ætlað að heiðar hetjur liðsins frá tímabilinu 2003-2004. Arsenal hefur verið mikið í fréttunum á undanförnum dögum vegna frétta á leikmannamarkaðnum. Þeir eru að eltast við öfluga leikmenn eins og Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timber en það eru ekki bara leikmannamálin sem halda fólkinu á skrifstofu félagsins uppteknu. Félagið og íþróttavöruframleiðandinn Adidas hafa nefnilega neyðst til að innkalla nýjar keppnistreyjur Arsenal sem komnar voru í sölu. Hugmyndin á bakvið treyjurnar er að minnast tímabilsins 2003-2004 en þá fór Arsenal ósigrað í gegnum ensku úrvalsdeildina og er eina liðið sem hefur náð því. Næsta vor verða tuttugu ár síðan Arsene Wenger og lærisveinar hans náðu afrekinu. Ástæðan fyrir innkölluninni eru mistök í prentun en innan á hálsmálinu eru prentaðar staðreyndir um mettímabilið. Mistökin felast í því að á treyjunni stóð að félagið hefði unnið eða gert jafntefli í þrjátíu og tveimur leikjum en ekki þrjátíu og átta sem er fjöldi leikja á hverju tímabili úrvalsdeildarinnar. Félagið hefur nú tekið allar treyjur úr sölu á heimasíðu sinni sem og í verslunum sínum og sent út tölvupóst til þeirra stuðningsmanna sem nú þegar hafa fest kaup á treyju. Adidas er framleiðandi treyjanna og þeir segja að treyjan sé komin úr sölu tímabundið á meðan mistökin eru leiðrétt. „Við vinnum náið með félaginu og okkar samstarfsaðilum til að tryggja að nýjar treyjur verði komnar í sölu eins fljótt og hægt er. Við bjóðum fulla endurgreiðslu til stuðningsmanna sem nú þegar hafa keypt treyju.“ „Hönnun treyjunnar stóðst ekki okkar staðla sem við setjum okkur og við biðjum félagið og stuðningsmenn þess afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Adidas. Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Sjá meira
Arsenal hefur verið mikið í fréttunum á undanförnum dögum vegna frétta á leikmannamarkaðnum. Þeir eru að eltast við öfluga leikmenn eins og Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timber en það eru ekki bara leikmannamálin sem halda fólkinu á skrifstofu félagsins uppteknu. Félagið og íþróttavöruframleiðandinn Adidas hafa nefnilega neyðst til að innkalla nýjar keppnistreyjur Arsenal sem komnar voru í sölu. Hugmyndin á bakvið treyjurnar er að minnast tímabilsins 2003-2004 en þá fór Arsenal ósigrað í gegnum ensku úrvalsdeildina og er eina liðið sem hefur náð því. Næsta vor verða tuttugu ár síðan Arsene Wenger og lærisveinar hans náðu afrekinu. Ástæðan fyrir innkölluninni eru mistök í prentun en innan á hálsmálinu eru prentaðar staðreyndir um mettímabilið. Mistökin felast í því að á treyjunni stóð að félagið hefði unnið eða gert jafntefli í þrjátíu og tveimur leikjum en ekki þrjátíu og átta sem er fjöldi leikja á hverju tímabili úrvalsdeildarinnar. Félagið hefur nú tekið allar treyjur úr sölu á heimasíðu sinni sem og í verslunum sínum og sent út tölvupóst til þeirra stuðningsmanna sem nú þegar hafa fest kaup á treyju. Adidas er framleiðandi treyjanna og þeir segja að treyjan sé komin úr sölu tímabundið á meðan mistökin eru leiðrétt. „Við vinnum náið með félaginu og okkar samstarfsaðilum til að tryggja að nýjar treyjur verði komnar í sölu eins fljótt og hægt er. Við bjóðum fulla endurgreiðslu til stuðningsmanna sem nú þegar hafa keypt treyju.“ „Hönnun treyjunnar stóðst ekki okkar staðla sem við setjum okkur og við biðjum félagið og stuðningsmenn þess afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Adidas.
Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Sjá meira