Sport

Lést vegna vandræða við fæðingu

Sindri Sverrisson skrifar
Tori Bowie vann gullverðlaun á bæði HM og Ólympíuleikum á sínum ferli sem spretthlaupari.
Tori Bowie vann gullverðlaun á bæði HM og Ólympíuleikum á sínum ferli sem spretthlaupari. Getty/Quinn Rooney

Bandaríski spretthlauparinn Tori Bowie lést vegna vandræða við fæðingu, samkvæmt krufningarskýrslu, en frá þessu greindi umboðsmaður hennar, Kimberly Holland.

Greint var frá andláti Bowie í síðasta mánuði en hún lést á heimili sínu í Flórída, 32 ára að aldri. Samkvæmt krufningarskýrslu er talið að Bowie hafi verið komin átta mánuði á leið og í fæðingu þegar hún lést.

Bowie varð meðal annars ólympíumeistari í Ríó 2016, í 4x100 metra boðhlaupi, og vann þar silfur í 100 metra hlaupi og brons í 200 metra hlaupi.

Umboðsmaður hennar sagði í samtali við CBS að vangaveltur um dánarorsök Bowie hefðu verið afar særandi.

„Því miður þá var margt fólk, og þar á meðal fjölmiðlar, með vangaveltur um að hún hefði gert sjálfri sér eitthvað, sem er mjög særandi. Núna þegar sannleikurinn liggur fyrir munu vonandi margir biðjast afsökunar,“ sagði Holland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×