„Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 14:31 Andrea Kolbeinsdóttir hefur unnið hvert mótið á fætur öðru hér á landi, til að mynda Reykjavíkurmaraþonið í fyrra, en segist hafa gert byrjendamistök í Austurríki í gær. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér,“ segir hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir sem þrátt fyrir að ná 35. sæti á HM í utanvegahlaupum, í 45 kílómetra hlaupi, var hundóánægð með hvernig til tókst. Andrea var meðal fremstu kvenna í byrjun hlaupsins en segist einfaldlega hafa farið allt of hratt af stað, og þurft að horfa á eftir hvern keppandann á fætur öðrum taka fram úr sér. Hún náði bestum árangri Íslendinganna í gær, á mótinu sem fram fer í Austurríki, en vildi gera mun betur: „Mistökin byrja strax í startinu. Það er allt troðfullt af hlaupurum þegar ég mæti eftir síðustu klósettferðina, en ég næ að troða mér fram til íslensku strákanna. Hélt sem sagt að það væru slatti af konum á undan mér í startinu og ég ætlaði síðan að vinna mig upp. Vissi hvernig nokkrar góðar litu út og ætlaði að hafa þær í augsýn. Draumamarkmiðið var að ná top10, plan B top20,“ skrifar Andrea um hlaupið á Strava. „Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér“ „Skotið af stað og fulla ferð! Ég vissi af Roy og Dóra [Þorsteinn Roy Jóhannsson og Halldór Hermann Jónsson] rétt fyrir framan mig, en undraði mig smá á því af hverju það voru engar stelpur í kringum mig. Kemur svo í ljós að það voru bara tvær á undan mér. Þegar við nálguðumst fyrstu drykkjarstöð (9 km) fór fólk að kalla að ég væri þriðja konan sem var auðvitað geggjað og mjög peppandi. Mér leið vel… þangað til næsta klifur byrjaði. Ég fór sem sagt allt of hratt af stað og orkan var bara búin. Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér og ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér. Stressið og spennan í byrjun tók alla skynsemina,“ skrifar Andrea sem gaf Vísi leyfi til að birta skrifin. „Nei. Andrea hættir aldrei“ Andrea segir að þrátt fyrir að hlaupið hafi verið mikil vonbrigði þá geti hún dregið af því góðan lærdóm. „Allt eftir 10 km var hræðileg upplifun. Mér leið ömurlega og fannst skammarlegt að hafa verið í þriðja sæti og núna dottin í það þrítugasta. Ég fann hvergi orku, er oftast góð að tala við hausinn en þarna fór ég bara að rifja upp hvað ég væri búin að sofa illa síðustu nætur og týpískt að byrja líka á túr í morgun. Reyndi að hífa mig upp með því að hugsa um allt fólkið í kringum mig sem hafði trú á mér, en reif mig á sama tíma niður á því að ég væri að bregðast þeim. Heitt, hausverkur, magakrampar, búin á því… konur halda áfram að taka fram úr mér… á ég ekki bara að hætta? Nei. Andrea hættir aldrei. Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík og stolt af sjálfri mér. Ég vildi svo miklu meira í dag og ætla að leyfa mér að grenja og vera í fýlu í nokkra klukkutíma í viðbót. Á morgun er nýr dagur og ég get ekki beðið eftir því að halda áfram að elta markmiðin mín.“ Hlaup Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Andrea var meðal fremstu kvenna í byrjun hlaupsins en segist einfaldlega hafa farið allt of hratt af stað, og þurft að horfa á eftir hvern keppandann á fætur öðrum taka fram úr sér. Hún náði bestum árangri Íslendinganna í gær, á mótinu sem fram fer í Austurríki, en vildi gera mun betur: „Mistökin byrja strax í startinu. Það er allt troðfullt af hlaupurum þegar ég mæti eftir síðustu klósettferðina, en ég næ að troða mér fram til íslensku strákanna. Hélt sem sagt að það væru slatti af konum á undan mér í startinu og ég ætlaði síðan að vinna mig upp. Vissi hvernig nokkrar góðar litu út og ætlaði að hafa þær í augsýn. Draumamarkmiðið var að ná top10, plan B top20,“ skrifar Andrea um hlaupið á Strava. „Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér“ „Skotið af stað og fulla ferð! Ég vissi af Roy og Dóra [Þorsteinn Roy Jóhannsson og Halldór Hermann Jónsson] rétt fyrir framan mig, en undraði mig smá á því af hverju það voru engar stelpur í kringum mig. Kemur svo í ljós að það voru bara tvær á undan mér. Þegar við nálguðumst fyrstu drykkjarstöð (9 km) fór fólk að kalla að ég væri þriðja konan sem var auðvitað geggjað og mjög peppandi. Mér leið vel… þangað til næsta klifur byrjaði. Ég fór sem sagt allt of hratt af stað og orkan var bara búin. Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér og ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér. Stressið og spennan í byrjun tók alla skynsemina,“ skrifar Andrea sem gaf Vísi leyfi til að birta skrifin. „Nei. Andrea hættir aldrei“ Andrea segir að þrátt fyrir að hlaupið hafi verið mikil vonbrigði þá geti hún dregið af því góðan lærdóm. „Allt eftir 10 km var hræðileg upplifun. Mér leið ömurlega og fannst skammarlegt að hafa verið í þriðja sæti og núna dottin í það þrítugasta. Ég fann hvergi orku, er oftast góð að tala við hausinn en þarna fór ég bara að rifja upp hvað ég væri búin að sofa illa síðustu nætur og týpískt að byrja líka á túr í morgun. Reyndi að hífa mig upp með því að hugsa um allt fólkið í kringum mig sem hafði trú á mér, en reif mig á sama tíma niður á því að ég væri að bregðast þeim. Heitt, hausverkur, magakrampar, búin á því… konur halda áfram að taka fram úr mér… á ég ekki bara að hætta? Nei. Andrea hættir aldrei. Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík og stolt af sjálfri mér. Ég vildi svo miklu meira í dag og ætla að leyfa mér að grenja og vera í fýlu í nokkra klukkutíma í viðbót. Á morgun er nýr dagur og ég get ekki beðið eftir því að halda áfram að elta markmiðin mín.“
Hlaup Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira