Djokovic nálgast titlametið í París Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2023 18:20 Djokovic lyftir titlinum á Roland-Garros árið 2021. Vinni hann mótið í ár þá slær hann titlamet í karlaflokki með flesta Grand Slam-titla frá upphafi, eða 23 talsins. Getty/Tim Clayton Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. Opna franska meistaramótið, oftast kallað Roland-Garros, er eitt fjögurra Grand Slam-móta í tennis. Hin þrjú eru Opna ástralska meistaramótið, Wimbledon meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Til mikils er að vinna en Grand Slam-mótin eru þau virtustu og mikilvægustu í tennisheiminum. Ungstirni gegn gömlum hundi Í karlaflokki er mikill spenningur fyrir undanúrslitaleik hins serbneska Novak Djokovic og hins spænska Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum í dag. Þar má segja að eigist við fulltrúar nýju og gömlu kynslóðar tennisins. Novak Djokovic og Carlos Alcaraz voru vinalegir hvor við annan á æfingu í dag.Getty/Tim Clayton Novak Djokovic er einn af hinum stóru þremur (e. Big Three) í karlatennis ásamt Roger Federer og Rafael Nadal. Ljóst er að ef Djokovic vinnur Roland-Garros mun hann eiga flesta Grand Slam titla af þessum þremur en hann er núna jafn hinum spænska Nadal með 22 titla. Þess má geta að flesta Grand Slam titla á tennisgoðsögnin Margaret Court en hún á 24. Þar á eftir koma Serena Williams með 23 titla en þriðja sætinu deila þau Steffi Graf, Rafael Nadal og Novak Djokovic. Það er því til mikils að vinna fyrir Djokovic. En fyrst þarf hann að mæta Carlosi Alcaraz sem gæti reynst þrautin þyngri miðað við þá siglingu sem ungi Spánverjinn hefur verið á síðasta árið. Swiatek líkleg til að verja titilinn Í kvennaflokki er hin pólska Iga Swiatek talin sigurstranglegust en hún vann titilinn í fyrra þegar hún sigraði hina bandarísku Coco Gauff. Þær áttust aftur við í átta manna úrslitum í morgun þegar Swiatek vann í tveimur settum, 6-4 og 6-2. Swiatek mætir hinni brasilísku Haddad Maia í undanúrslitum. Coco Gauff og Iga Swiatek mættust í úrslitum Roland-Garros í fyrra. Þær mættust aftur í morgun þar sem Swiatek vanna Gauff aftur.Getty/Tim Clayton Þá hefur Aryna Sabalenka frá Belarus einnig verið á mikilli sigurgöngu frá því að hún vann Opna ástralska meistaramótið í janúar. Hún keppir við hina tékknesku Karolínu Muchová í undanúrslitum. Sabalenka hefur vakið mikla athygli á mótinu, ekki einungis vegna frammistöðu sinnar á vellinum heldur líka utan hans. Hún hefur núna sleppt tveimur fjölmiðlafundum í röð eftir að hún var ítrekað spurð út í afstöðu sína gagnvart stríðinu í Úkraínu. Hún hefur spilað við tvo úkraínska leikmenn sem báðar neituðu að taka í hönd hennar að leik loknum. Sabalenka hefur sjálf sagst vera mótfallin stríðinu en hefur verið gagnrýnd vegna tengsla sinna við Lukashenko, forsætisráðherra Belarus og eins helsta samherja Vladimír Pútín. Sabalenka lagði hina úkraínsku Svitolinu í gær. Svitolina neitaði að taka í hendina á Sabalenku af pólitískum ástæðum.Getty/Robert Szaniszlo Tennis Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Opna franska meistaramótið, oftast kallað Roland-Garros, er eitt fjögurra Grand Slam-móta í tennis. Hin þrjú eru Opna ástralska meistaramótið, Wimbledon meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Til mikils er að vinna en Grand Slam-mótin eru þau virtustu og mikilvægustu í tennisheiminum. Ungstirni gegn gömlum hundi Í karlaflokki er mikill spenningur fyrir undanúrslitaleik hins serbneska Novak Djokovic og hins spænska Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum í dag. Þar má segja að eigist við fulltrúar nýju og gömlu kynslóðar tennisins. Novak Djokovic og Carlos Alcaraz voru vinalegir hvor við annan á æfingu í dag.Getty/Tim Clayton Novak Djokovic er einn af hinum stóru þremur (e. Big Three) í karlatennis ásamt Roger Federer og Rafael Nadal. Ljóst er að ef Djokovic vinnur Roland-Garros mun hann eiga flesta Grand Slam titla af þessum þremur en hann er núna jafn hinum spænska Nadal með 22 titla. Þess má geta að flesta Grand Slam titla á tennisgoðsögnin Margaret Court en hún á 24. Þar á eftir koma Serena Williams með 23 titla en þriðja sætinu deila þau Steffi Graf, Rafael Nadal og Novak Djokovic. Það er því til mikils að vinna fyrir Djokovic. En fyrst þarf hann að mæta Carlosi Alcaraz sem gæti reynst þrautin þyngri miðað við þá siglingu sem ungi Spánverjinn hefur verið á síðasta árið. Swiatek líkleg til að verja titilinn Í kvennaflokki er hin pólska Iga Swiatek talin sigurstranglegust en hún vann titilinn í fyrra þegar hún sigraði hina bandarísku Coco Gauff. Þær áttust aftur við í átta manna úrslitum í morgun þegar Swiatek vann í tveimur settum, 6-4 og 6-2. Swiatek mætir hinni brasilísku Haddad Maia í undanúrslitum. Coco Gauff og Iga Swiatek mættust í úrslitum Roland-Garros í fyrra. Þær mættust aftur í morgun þar sem Swiatek vanna Gauff aftur.Getty/Tim Clayton Þá hefur Aryna Sabalenka frá Belarus einnig verið á mikilli sigurgöngu frá því að hún vann Opna ástralska meistaramótið í janúar. Hún keppir við hina tékknesku Karolínu Muchová í undanúrslitum. Sabalenka hefur vakið mikla athygli á mótinu, ekki einungis vegna frammistöðu sinnar á vellinum heldur líka utan hans. Hún hefur núna sleppt tveimur fjölmiðlafundum í röð eftir að hún var ítrekað spurð út í afstöðu sína gagnvart stríðinu í Úkraínu. Hún hefur spilað við tvo úkraínska leikmenn sem báðar neituðu að taka í hönd hennar að leik loknum. Sabalenka hefur sjálf sagst vera mótfallin stríðinu en hefur verið gagnrýnd vegna tengsla sinna við Lukashenko, forsætisráðherra Belarus og eins helsta samherja Vladimír Pútín. Sabalenka lagði hina úkraínsku Svitolinu í gær. Svitolina neitaði að taka í hendina á Sabalenku af pólitískum ástæðum.Getty/Robert Szaniszlo
Tennis Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira